Samsung Galaxy S6 Edge+

Skjámynd

Höfundur
Fridvin
Nörd
Póstar: 133
Skráði sig: Mán 10. Mar 2008 19:43
Reputation: 1
Staðsetning: Reyðarfjörður
Staða: Ótengdur

Samsung Galaxy S6 Edge+

Pósturaf Fridvin » Mán 07. Sep 2015 15:50

Jæja nú virðist hann vera kominn á klakan og langaði mig aðeins að forvitnast hvort þið væruð eitthvað búnir að meðhöndla síman?

Ég er sjálfur með Note 3 eins og er og var planið að uppfæra eftir þarnæstu týpu, svo kemur Note Edge og ákvað ég að bíða og release date á þessum síma passar frekar vel. Ég verið að skoða netverslanir síðustu daga og sá ég hann detta inn í dag og pantaði 64gb gylltan.

Ég vona allavegana að ég verði ekki fyrir vonbrigðum með síman og lítur hann mjög vel út á myndum og í review myndböndum.


Gigabyte Z790 GAMING X AX - Intel Core i7-14700K - Samsung 990 Pro 2TB - Trident Z5 2x32 6000mhz - Palit RTX4070Ti Super - Phanteks AMP 1000W - Arctic Freezer 34 eSports DUO - Fractal Design North


brynjarbergs
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 382
Skráði sig: Mið 28. Maí 2014 13:57
Reputation: 54
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Samsung Galaxy S6 Edge+

Pósturaf brynjarbergs » Mán 07. Sep 2015 16:45

Með þennan í notkun. Hrikalega skemmtilegt tæki og er ég sjálfur að koma úr Note 4 og finn gæða & hraðamun.

Finnst hann heldur sleipur í hendi og er ennþá að venjast því að halda á honum uppvið eyrað - það er eitthvað svo funky!

Talaði við umboðið og þeir fá cover á lager um næstu mánaðamót - þangað til líður mér eins og að ég sé með ticking-time-bomb í höndunum útaf
gler-fílingnum að framan og aftan! Dýrt djók að brjóta þennan!



Skjámynd

Höfundur
Fridvin
Nörd
Póstar: 133
Skráði sig: Mán 10. Mar 2008 19:43
Reputation: 1
Staðsetning: Reyðarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Samsung Galaxy S6 Edge+

Pósturaf Fridvin » Fös 23. Okt 2015 20:43

Hefur verið eitthvað vesen á símunum hjá ykku sem hafa fengið sér þennan síma?

Ég er að lenda í frekar oft í svona random restarts, frís oft í nokkrar sekúndur (5-20) og dettur síðan í gang. Einnig missi ég allt netsamband og eina sem virkar til að fá það aftur er að restarta og þá kemur fullt netsamband í svona 5 min og sama skeður aftu. Og síðan eftir að hafa lagt síman til hliðar í einhvern tíma og athuga aftur þá virkar netið eðlilega.

Hef prufað að factory resetta hann 2 sinnum, athuga með SIM kortið hvort það séu einhver leiðindi í því. Eins í annað skiptið sem ég resettaði símann sleppti ég því að installa öppum öðrum en voru í símanum og nota bara venjulega browserinn og það hefur ekki breytt neinu.
Er virkilega ósáttur því að nú kostaði þetta 170þ þegar ég fékk mér minn og finnst alveg ömurlegt að þurfa senda hann í viðgerð strax sem gæti tekið langan tíma.
Þannig ég var að vonast ef einhver vissi um einhver known problem eða eitthvað í þá áttina.


Gigabyte Z790 GAMING X AX - Intel Core i7-14700K - Samsung 990 Pro 2TB - Trident Z5 2x32 6000mhz - Palit RTX4070Ti Super - Phanteks AMP 1000W - Arctic Freezer 34 eSports DUO - Fractal Design North

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7172
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1047
Staða: Ótengdur

Re: Samsung Galaxy S6 Edge+

Pósturaf rapport » Fös 23. Okt 2015 21:29

Ég kenni samsung hugbúnaðardraslinu um, minn s4 á þa til að láta svona og oft milli uppfærsla..



Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Samsung Galaxy S6 Edge+

Pósturaf HalistaX » Sun 01. Nóv 2015 23:10

Jæja drengir og dama, Hvað segiði með þennan?

Er að pæla í að fá mér þennan
http://www.elko.is/elko/is/vorur/farsimar/samsung_galaxy_s6_edge_64gb_(svartur).ecp?detail=true#description
Og var bara svona að pæla hver reynslan af þessum símum er og svona. Worth it?

Er að koma úr einhverju sorpi, Samsung Galaxy Ace Style, sem er gjörsamlega einn sá versti sem ég hef prufað. Svitnar eins og offitusjúklingur(ég) að labba upp stiga við það eitt að hlaða inn Facebook eða Snapchat.


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Samsung Galaxy S6 Edge+

Pósturaf Swooper » Sun 01. Nóv 2015 23:27

Sko, nú á ég ekki svona síma, hef ekki prófað hann heldur... en ég get ekki ímyndað mér að hann geti mögulega verið 160 þúsund króna virði. Jújú, hann er með voða fína specca, en þú getur pottþétt fengið mun skemmtilegri síma á undir 100 þúsundkallinn...


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1