Black skrifaði:Fór með hann,Sá sem tók við honum fannst strax líklegt að skjákjarninn væri að klikka í honum.Fékk fínan nokia takkasíma að láni frá Elko, til að nota næstu vikurnar.
og þú sættir þig við það??? þetta er klárlega brot á lögum um neytendakaup..
30. gr. Framkvæmd úrbóta og nýrrar afhendingar.
Úrbætur og ný afhending skulu fara fram án kostnaðar og verulegs óhagræðis fyrir neytanda, innan hæfilegs tíma og þannig að neytandinn fái bætt útgjöld sín úr hendi seljanda.
Seljandi á ekki rétt á að bæta úr sama galla eða afhenda nýjan söluhlut vegna sama galla oftar en tvisvar sinnum nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi sem réttlæta frekari úrbætur eða afhendingu.
Ef úrbætur eða ný afhending seljanda hafa það í för með sér að neytandi getur ekki notað söluhlut í meira en eina viku getur neytandi krafist þess að fá sambærilegan hlut til umráða á kostnað seljanda. Þetta á þó aðeins við ef krafan telst sanngjörn með hliðsjón af þörfum neytandans og þeim kostnaði og óhagræði sem það hefur í för með sér fyrir seljanda.
að kaupa rándýran snjallsíma, hann bilar og meðan maður er að bíða eftir viðgerð, að fá NOKIA TAKKASÍMA í staðinn er bara fyrir neðan allar hellur! átt að fá SAMBÆRILEGT tæki á meðan.
t.d ef kaupir ferðatölvu sem er titluð leikjaferðatölva og er útúrspekkuð, hún bilar, ferð með hana í viðgerð og fyrirtækið lætur þig fá vél sem er rétt svo að slefa yfir að vera nothæf á facebook.. það er ekki sambærileg vél

hef lent í þannig aðstæðum, og ég sagði þeim að hirða þetta rusl og láta mig fá alvöru vél sem gæti keyrt þá leiki sem ég var að spila. því eins og stendur í lögunum að það þurfi að fara eftir ÞÖRFUM NEYTANDANS en ekki fyrirtækisins, þú varst að kaupa þér "high end" vélbúnað, ef hann bilar þá áttu að fá "high end" tæki á meðan!