Síða 1 af 1

Fartölva handa gömlu fólki?

Sent: Mið 10. Feb 2021 20:35
af Vaski

Tengadamóðir mín bað mig um að hjálpa sér að kaupa fartölvu. Hún var að fara á eftirlaun og þarf tölvu til að stytta sér stundir. Ég er ekkert sérlega vel að mér í fartölvum (hef ekki keypt fartölvu í 10 ár :hmm ) en ég hefði allan daginn keypt nýju MacBook Air M1 fartölvuna. En þar sem tengdamóðir mín er vön windows held ég að það sé ekki heppilegt að færa hana yfir í epla-heiminn.

Þannig að núna þarf ég hjálp vaktarinnar, hvaða heimilsfartölva er málið í dag? Á maður ekki að horfa á AMD vélar? eða hvað? Allar tillögur eru vel þegnar :happy

Re: Fartölva handa gömlu fólki?

Sent: Mið 10. Feb 2021 20:38
af ColdIce
Er ekki fínt að fá sér einhverja slim og létta vél sem hún getur fært auðveldlega til um húsið? Yoga, Flex 5 eða Zenbook t.d.

Re: Fartölva handa gömlu fólki?

Sent: Mið 10. Feb 2021 22:17
af Viktor
iPad? \:D/

Re: Fartölva handa gömlu fólki?

Sent: Fim 11. Feb 2021 08:01
af Vaski
Sallarólegur skrifaði:iPad? \:D/

Hún er ennþá með einhver námskeið og fyrirlestra, þannig að hún þarf Office umhverfi og lyklaborð, en annars væri Ipad málið held ég

Re: Fartölva handa gömlu fólki?

Sent: Fim 11. Feb 2021 10:37
af Vaski
er þetta eitthvað sem maður á að skoða?

https://verslun.origo.is/Tolvur-og-skja ... 677.action

Re: Fartölva handa gömlu fólki?

Sent: Fim 11. Feb 2021 11:07
af Klemmi
Mín reynsla af eldra fólki og fartölvum er að það vill stærri skjái, og finnst ekkert vesen þó þær séu almennt aðeins þyngri. Algengara að þau sitji með þær við borð heldur en yngra liðið.

Að því sögðu, þá myndi ég skoða eitthvað í þessa átt, ásamt góðri mús:
https://verslun.origo.is/Tolvur-og-skja ... 655.action

Re: Fartölva handa gömlu fólki?

Sent: Fim 11. Feb 2021 13:56
af Vaski
Klemmi skrifaði:Mín reynsla af eldra fólki og fartölvum er að það vill stærri skjái, og finnst ekkert vesen þó þær séu almennt aðeins þyngri. Algengara að þau sitji með þær við borð heldur en yngra liðið.

Að því sögðu, þá myndi ég skoða eitthvað í þessa átt, ásamt góðri mús:
https://verslun.origo.is/Tolvur-og-skja ... 655.action


Takk fyrir þessa ábendingu, sennilega rétt hjá þér með að hafa stærri skjá.