Síða 1 af 1

Hvaða gps forrit er best fyrir android

Sent: Fim 21. Apr 2022 00:20
af jardel
Ég er aðeins að hugsa um offline map gps og þarf að hafa nákvæmt íslandskort með öllum örnefnum.
Ég hef prufað Orux en því miður getur Orux ekki veitt almenna leiðsögn frá a til b

Re: Hvaða gps forrit er best fyrir android

Sent: Fim 21. Apr 2022 11:19
af arons4
Google maps getur vistað offline data.

Re: Hvaða gps forrit er best fyrir android

Sent: Fim 21. Apr 2022 11:25
af elri99

Re: Hvaða gps forrit er best fyrir android

Sent: Fim 21. Apr 2022 22:42
af jardel
elri99 skrifaði:https://www.gpsmap.is/shop?utm_campaign=fef25fc4-d0b7-48c9-872b-5493537e4f68&utm_source=so&utm_medium=mail&cid=4b8e22f8-b839-4266-a68d-e943c439cfd3


þessi android kort frá gpsmap.is virka því miður aðeins fyrir orux map sem er ekki með leiðsögn.

Re: Hvaða gps forrit er best fyrir android

Sent: Lau 23. Apr 2022 12:12
af jardel
Er ekkert forrit fyrir android sem dugar á þessi img files

Re: Hvaða gps forrit er best fyrir android

Sent: Mán 25. Apr 2022 15:52
af Benz
Ég notaði alltaf Here Maps þegar ég var á ferðalögum í útlöndum (pre-Covid) þar sem það var hægt að sækja það svæði sem ég ætlaði að keyra á. Google bíður upp á slíkt í dag en mér fannst Here betra... en það gæti hafa breyst...
Here (eða Here We Go) er gamalgróið fyrirtæki (hét áður Nokia Maps og var í öllum Nokia símum "í den") er í dag í eigum Mercedes-Benz, Audi (VAG), BMW og fl. og eru þessi fyrirtæki að nota þeirra kortakerfi í sínum bílum. Uber ætlaði að kaupa kerfið en tapaði fyrir þýsku bílaframleiðendunum ;)

Ég myndi a.m.k. prófa kerfið, það kostar ekkert :)
https://www.here.com/applications/wego

Re: Hvaða gps forrit er best fyrir android

Sent: Mán 25. Apr 2022 18:09
af jardel
Ég keypti íslandskort frá gpsmap fyrir android.
Ég get aðeins notað það fyrir Orux appið.
Orux appið er ekki með leiðsögn. Var að vonast til að finna eitthvað betra app en Orux til að nota offline kortið sem ég keypti frá gpsmap.

Re: Hvaða gps forrit er best fyrir android

Sent: Sun 10. Júl 2022 09:45
af Ívar Kjartansson
Sæll,

Það er vel hægt að hafa routing í OruxMaps. Sjá þessa grein hér https://www.gpsmap.is/post/routing-offline-in-oruxmaps

Undirritaður er eigandi GPSmap.is.

Re: Hvaða gps forrit er best fyrir android

Sent: Sun 10. Júl 2022 10:49
af GullMoli
Mæli með HERE Maps, finnst það vera ítarlegst og með lang flesta vegaspotta miðað við Google og Apple maps.

Re: Hvaða gps forrit er best fyrir android

Sent: Mán 11. Júl 2022 19:45
af Frost
Ég er með tvö meðmæli ef þú vilt mjög nákvæm kort og virka vel í leiðsögn ef þú ert tilbúinn að leggja smá vinnu í það.

--
Kortaforritin sem ég nota mest þegar ég er að ferðast eru Avenza Maps og Gaia GPS.

Gaia GPS er ótrúlega öflugt en sumir möguleikar eru læstir á bakvið áskrift, hef aðallega verið í áskrift og finnst það vera algjörlega þess virði. Getur smíðað leiðir, skoðað leiðir frá öðrum, downloadað offline kortum og svo margt fleira. Getur sett punkt á kortið og sett guidance sem fylgir vegum. Virkar með Android Auto!

Avenza Maps gefur þér möguleikann að kaupa kort í store hjá þeim frá Ískort og virkar offline. Hef notað það í jeppaferðum og gönguferðum á stöðum þar sem ég hef ekkert símasamband. Er með kort af helstu ferðastöðum mínum í 1:25.000, 1:50.000 og allt landið í 1:250.000.
Avenza býður uppá möguleika að setja inn PDF kort (Verða að vera "Geospatial").

Tók nokkur screenshot af þessum tveim forritum, getur séð þau hér https://imgur.com/a/89qWmwV

Þessi forrit eru bæði í boði fyrir Android, mátt alveg senda mér PM ef þú vilt spyrja meira út í þetta.