Hvernig hlaðið þið símana yfir nótt?

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16267
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1990
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hvernig hlaðið þið símana yfir nótt?

Pósturaf GuðjónR » Mán 07. Nóv 2022 15:18

Persónulega þá hleð ég ekki minn síma á nóttunni, skýt inn á hann á daginn upp í 80-85% og læt hleðslu helst ekki fara mikið niður fyrir 25%.
En aðrir á heimilinu eru oft með síma í hleðslu yfir nótt, ýmist beintengt í 20W charger eða wireless hleðslu.
Fór að pæla, fer ekki betur með batteríin að hafa næturhleðsliu á 5W hleðslu hvort sem það er beintengt í síma eða í þráðlausa hleðslu?
Lengri hleðslutími og minni hitamyndun? Eða er þetta eitthvað sem skiptir ekki máli? Hver er ykkar skoðun?



Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2324
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 55
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig hlaðið þið símana yfir nótt?

Pósturaf Gunnar » Mán 07. Nóv 2022 15:38

Buinn að eiga oneplus síma seinustu ár og var með 6T og fannst mér hann hlaða hratt. og var með i sambandi yfir nótt.
En svo var ég að uppfæra um daginn í oneplus 10 pro og hann fer úr 15 í 90 á líður mér 10 mín á snúru. En ég stakk honum ekki i samband fyrsta mánuðinn sem ég átti hann heldur notaði bara þráðlausu hleðsluna og nota hana yfirleitt.
Nú nýlega hefur verið að koma upp smart charge í síman þá hleður hann sig hægar og bara uppí 90% yfir nottina en er svo líka að læra á svefnvenjur hjá mér og hleður miða við það. poppar upp tilkynning og ég þarf ekkert að gera.
veit ekki hvort svona sé i samsung eða apple. kannski stilling




kjartanbj
Tölvutryllir
Póstar: 683
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 128
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig hlaðið þið símana yfir nótt?

Pósturaf kjartanbj » Mán 07. Nóv 2022 15:39

Minn Iphone er hlaðinn með einhverju slow hleðslutæki yfir nótt, en hann hleður bara upp í 80% og klárar svo upp í 100% rétt áður en ég vakna



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2812
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 196
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig hlaðið þið símana yfir nótt?

Pósturaf CendenZ » Mán 07. Nóv 2022 15:42

Ég hleð þegar hann er tómur, heima, vinnunni, bílnum, osfr.
Er með einhver 6x fast chargers
Síðast breytt af CendenZ á Mán 07. Nóv 2022 17:38, breytt samtals 1 sinni.




Sam
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 302
Skráði sig: Mið 03. Des 2014 18:50
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig hlaðið þið símana yfir nótt?

Pósturaf Sam » Mán 07. Nóv 2022 15:48

Minn Samsung Galaxy A52s 5G stakk uppá því sjálfur stuttu eftir að ég keypti hann, að stilla hann á að hlaða sig ekki meira en 85% rafhlaðan myndi endast mikklu lengur til lengri tíma séð




Viggi
FanBoy
Póstar: 736
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 110
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Hvernig hlaðið þið símana yfir nótt?

Pósturaf Viggi » Mán 07. Nóv 2022 15:57

Hleð minn með 67w hleðslu á kvöldin og svo 5w wireless yfir nótt. Eitt og hálf ár og en þrusugott battery. Er með mi 11 pro


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.

Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1820
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 177
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig hlaðið þið símana yfir nótt?

Pósturaf Nariur » Mán 07. Nóv 2022 16:06

Eftir 22 á kvöldin notar síminn minn ekki fast charge og hleðst bara upp í 85%.
Á venjulegum dögum þarf ég ekki meira og fer ekki niður fyrir 25%.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED


TheAdder
Tölvutryllir
Póstar: 678
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 190
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig hlaðið þið símana yfir nótt?

Pósturaf TheAdder » Mán 07. Nóv 2022 16:44

Pixel 6 hérna, hann notar adaptive charge, miðar við venjur og vekjaraklukku til þess að stýra hleðslu í það hámark sem maður vill hafa, hvort sem hann er tengdur með snúru eða hlaðinn þráðlaust.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

Ghost
Fiktari
Póstar: 57
Skráði sig: Þri 07. Jún 2022 22:52
Reputation: 26
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig hlaðið þið símana yfir nótt?

Pósturaf Ghost » Mán 07. Nóv 2022 17:00

Er með að verða 4 ára iPhone XR . Nota bara 10w hleðslutæki og hleð ekki á nóttunni nema í einstaka tilfellum. Hleð hann vanalega upp í 90-95% og leyfi honum ekki að fara neðar en 25-30%

Battery health er í 92% og èg sé ekki fram á að kaupa mér nýjan iPhone næstu árin :megasmile



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig hlaðið þið símana yfir nótt?

Pósturaf urban » Mán 07. Nóv 2022 17:07

Redmi note10 (ef ég man rétt)
Hann er bara í sambandi við mitt normal hleðslutæki, man bara ekki hvað það er stórt, en einmitt með þessum smart hleðslu fítus, hleður ekki nema í 85% og klárar hitt bara á síðustu 10 mín áður en ég vakna.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

peturthorra
vélbúnaðarpervert
Póstar: 918
Skráði sig: Þri 18. Apr 2006 01:26
Reputation: 68
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig hlaðið þið símana yfir nótt?

Pósturaf peturthorra » Mán 07. Nóv 2022 17:20

Nothing Phone (1).
Hleð hann á 5w hleðslu á nóttunni. Hef ekki þurft að hlaða hann yfir daginn.


Asus G14 - 2021 | ASUSTOR NAS 26TB | LG B1 OLED | PS5 | XBOX SX | Klipsch 5.0 | Yamaha |

Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1563
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 129
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig hlaðið þið símana yfir nótt?

Pósturaf audiophile » Mán 07. Nóv 2022 17:23

Hleð aldrei á nóttunni. Get alveg hlaðið í vinnunni eða heima eftir þörfum.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4957
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 866
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig hlaðið þið símana yfir nótt?

Pósturaf jonsig » Mán 07. Nóv 2022 20:52

Skilst að galaxy S8 týpan af samsung fari bara uppí 90% með bara factory limit. Eftir eitthvað battery ves á fyrri módelum. Giska á að eitthvað svipað eigi við um flesta síma í dag.

Gaman að sjá að menn séu farnir að pæla í þessu. Held ég hafi haft svipaðan þráð fyrir mörgum árum hérna og ég leit út eins og ég var að sniffa baðsalt.

En í gunninn með LiPO cellur er hleðsla milli C 0.5 og C 0.2 talið svona golden. Svona hraðhleðslur auka líkurnar á að lithium jónirnar myndi skán á elektróðunni við hleðsluna.

Veit ekki hvort það sé hægt í dag, en í gamla daga gat maður "hlaðið" símann þegar hann var undir frostmarki. Það er alveg skotheld leið til að rústa batteríinu á met tíma.
En símarnir eru komnir með flottar hleðslustýringar, sem koma í veg fyrir svona rugl, og hleypa hitanum á batteríinu ekki yfir c.a. 50°C.
Síðast breytt af jonsig á Mán 07. Nóv 2022 20:53, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2464
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 212
Staðsetning: NGC 3314.
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig hlaðið þið símana yfir nótt?

Pósturaf GullMoli » Mán 07. Nóv 2022 21:00

iPhone 14 Pro. Hleð hann aðra hverja nótt, hann fer sjálfur upp í 80% og bíður í þeirri prósentu þar til stuttu áður en ég vakna, þá fer hann í 100%

iPhone símarnir læra inná munstur, t.d. hvenær þú vaknar og svo framvegis og hlaða sig eftir því.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


halipuz1
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 379
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 19:25
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig hlaðið þið símana yfir nótt?

Pósturaf halipuz1 » Mán 07. Nóv 2022 21:03

iPhone 13 Pro, sama og hjá GullMola, mjög þæginlegir - nýbúinn að skipta yfir í iPhone úr Android. Mjög ánægður.




falcon1
Gúrú
Póstar: 556
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 57
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig hlaðið þið símana yfir nótt?

Pósturaf falcon1 » Mán 07. Nóv 2022 21:56

Hleð bara tækin þegar ég er vakandi. :)




gunni91
Vaktari
Póstar: 2593
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 193
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig hlaðið þið símana yfir nótt?

Pósturaf gunni91 » Mán 07. Nóv 2022 23:35

Gunnar skrifaði:Buinn að eiga oneplus síma seinustu ár og var með 6T og fannst mér hann hlaða hratt. og var með i sambandi yfir nótt.
En svo var ég að uppfæra um daginn í oneplus 10 pro og hann fer úr 15 í 90 á líður mér 10 mín á snúru. En ég stakk honum ekki i samband fyrsta mánuðinn sem ég átti hann heldur notaði bara þráðlausu hleðsluna og nota hana yfirleitt.
Nú nýlega hefur verið að koma upp smart charge í síman þá hleður hann sig hægar og bara uppí 90% yfir nottina en er svo líka að læra á svefnvenjur hjá mér og hleður miða við það. poppar upp tilkynning og ég þarf ekkert að gera.
veit ekki hvort svona sé i samsung eða apple. kannski stilling


Tók einmitt eftir þessu á one plus 8 pro hjá mér, tekur e-ð svaka slow charge yfir nóttina eftir e-ð update, virðist vera tengt við hvenær ég stilli vekjaraklukkuna o.s.f. á næturna. Þetta hefur engin áhrif á mig persónulega svo það er bara flott ef þetta fer betur með tækið.



Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 773
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 224
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig hlaðið þið símana yfir nótt?

Pósturaf Dropi » Mið 09. Nóv 2022 09:20

Hæghleðsla á næturnar, er með anker 5 porta gaur sem er með 4 hæg og 1 hraðhleðslu tengi fyrir allt sem þarf að hlaða, setti 120W hleðslutækið sem kom með nýja Xiaomi símanum í skúffuna, gleymdu því að ég láti svona mikið afl inn á símann. Ef ég nauðsynlega þarf hleðslu þá á ég risa ferða rafhlöðu eða gríp næsta lausa fartölvuhleðslutæki.


LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS


Orri
Geek
Póstar: 894
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 80
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig hlaðið þið símana yfir nótt?

Pósturaf Orri » Mið 09. Nóv 2022 10:58

Mikið er ég þakklátur að iPhone-inn minn sér bara um þetta sjálfur.

Kannski er ég að treysta Apple of mikið, en hvernig þú hleður tækin þín ætti alls ekki að vera hlutur sem notendur þurfa að hafa áhyggjur af, þegar tækin eiga að geta séð um það sjálf :)



Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3169
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Reputation: 61
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig hlaðið þið símana yfir nótt?

Pósturaf Frost » Mið 09. Nóv 2022 20:54

GullMoli skrifaði:iPhone 14 Pro. Hleð hann aðra hverja nótt, hann fer sjálfur upp í 80% og bíður í þeirri prósentu þar til stuttu áður en ég vakna, þá fer hann í 100%

iPhone símarnir læra inná munstur, t.d. hvenær þú vaknar og svo framvegis og hlaða sig eftir því.


Mynd

Sama hjá mér. Set it, forget it.


Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig hlaðið þið símana yfir nótt?

Pósturaf urban » Mið 09. Nóv 2022 20:59

Jájá þetta bara virkar já.
Virkar líka flott í android símanum hjá mér, búið að gera það í einhver ár :)

Þannig að það er ekki einsog þetta sé eitthvað sem að iphone eru einir með :D


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


braudrist
</Snillingur>
Póstar: 1038
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Reputation: 55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig hlaðið þið símana yfir nótt?

Pósturaf braudrist » Mið 09. Nóv 2022 23:05

Oneplus Ace Pro, 150w charge rate. 0 - 100% á ca. 18 - 20 mín. Það er eitthvað sem iSheep fólkið getur ekki :guy


Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m

Skjámynd

Henjo
Gúrú
Póstar: 527
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 175
Staða: Tengdur

Re: Hvernig hlaðið þið símana yfir nótt?

Pósturaf Henjo » Fim 10. Nóv 2022 08:44

braudrist skrifaði:Oneplus Ace Pro, 150w charge rate. 0 - 100% á ca. 18 - 20 mín. Það er eitthvað sem iSheep fólkið getur ekki :guy


Fer það ekkert illa með rafhlöðuna?



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6422
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 284
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig hlaðið þið símana yfir nótt?

Pósturaf gnarr » Fim 10. Nóv 2022 09:24

Henjo skrifaði:
braudrist skrifaði:Oneplus Ace Pro, 150w charge rate. 0 - 100% á ca. 18 - 20 mín. Það er eitthvað sem iSheep fólkið getur ekki :guy


Fer það ekkert illa með rafhlöðuna?




"Give what you can, take what you need."