Uppfæra SSD


Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 556
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 57
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Uppfæra SSD

Pósturaf falcon1 » Sun 09. Feb 2020 23:08

Góðan daginn,

mig langar til þess að uppfæra SSD drifið sem er í tölvunni minni sem er nú orðin dáldið gömul (keypt 2012). Hún er með Asus P8z77-v lx móðurborð þannig að ég veit ekkert hvað af þessum SSD drifum passar fyrir það. Það er SSD drif í tölvunni núna sem ég nota undir stýrikerfið og forrit en það er bara orðið alltof lítið - er bara 120gb. Held að það sé first generation af þessum SSD drifum.

Hvað mynduð þið mæla með? Kannski borgar sig bara að fara í nýja tölvu?

Tek það fram að tölvan virkar alveg þokkalega fyrir utan plássleysi á stýrikerfisdrifinu.




andriki
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 00:31
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra SSD

Pósturaf andriki » Sun 09. Feb 2020 23:54

Getur notað alla standard 2.5 ssd diska, en ekki m.2 diska. annars er það bara persónulegt hvort þér finnst þú þurfa fara í nýja vél eða bara eth upgrade á þessari fer bara eftir því hvað þú þarft að nota tölvunna þína í.



Skjámynd

Baldurmar
FanBoy
Póstar: 784
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 136
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra SSD

Pósturaf Baldurmar » Mán 10. Feb 2020 01:13

Það eru 6Gbps SATA tengi á þessu móðurborði.
Nýr 2.5” SSD væri því bestu kaupin fyrir þig. Ég myndi kaupa 512gb disk.
Ef að þú ert að pæla að fara uppfæra á “næstunni”, þá gætir þú sett 256gb M.2 sem stýrikerfis í þann pakka og notað 2.5” diskinn sem gagna/install disk


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - GTX 1070 8gb


Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 556
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 57
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra SSD

Pósturaf falcon1 » Fös 06. Mar 2020 23:15

Ok, búinn að kaupa SSD drif til að koma í staðinn fyrir núverandi SSD stýrikerfis- og forritadrif. Þá er vandamálið að koma því í tölvuna og rústa ekki stýrikerfinu og einhverju fleiru í leiðinni. :D Hvernig er best að gera þetta?




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra SSD

Pósturaf pepsico » Fös 06. Mar 2020 23:42

Einfaldast væri að nota hann bara sem gagnadisk og kalla það gott, best að mínu mati væri að taka hinn úr sambandi meðan þú setur upp ferska uppsetningu af stýrikerfinu á nýja, setja öll forrit og slíkt upp aftur, tengja gamla aftur og færa bara gögnin sem þú vilt geyma af gamla drifinu inn á nýja drifið, en það tekur tíma, og þú getur líka notað eitthvað forrit til að klóna gömlu uppsetninguna yfir á nýja drifið. En það er alveg hægt að klúðra þessu síðasta og þ.a.l. erfiðara að mæla með því fyrir óreynda.