Hjalp - RAID - Windows?


Höfundur
peturm
Nörd
Póstar: 121
Skráði sig: Lau 28. Mar 2009 20:50
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Hjalp - RAID - Windows?

Pósturaf peturm » Fim 06. Ágú 2020 14:58

Daginn

Ég er að reyna að gera upp við mig hvaða leið ég vil fara.
Ég var að keyra Plex Server á gamalli vél sem er látinn.
Einnig var Nas box sem ég notaði sem backup fyrir heimilstölvurnar, það er líka dautt. (Zyxel er viðbjóður)

Það sem eftir er er þá sæmilega Windows vél og 6x4tb diskar

Er vit í því að keyra t.d. RAID 6 á windows Vélinni?
Þarf ég hardware controler eða er nóg að gera þetta á software leveli?

Ég tými ekki kaupa mér NAS box í þetta þar sem ég vil geta keyrt Plex og Docker fyrir home assistant með sæmilegum afköstum, slíkt box kostar of mikið.



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 727
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 175
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Hjalp - RAID - Windows?

Pósturaf russi » Fim 06. Ágú 2020 15:20

Settu upp Unraid, þá ertu með þetta allt í einum pakka




Televisionary
Tölvutryllir
Póstar: 654
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 107
Staða: Tengdur

Re: Hjalp - RAID - Windows?

Pósturaf Televisionary » Fim 06. Ágú 2020 22:01

Skoðaðu Drivepool ef þú ert harður á að keyra Windows einnig má skoða Snapraid.

https://stablebit.com/
https://www.snapraid.it/

Ef þú ætlar ekki að keyra Windows þá myndi ég íhugs Linux/FreeBSD bragðtegund með ZFS stuðning.

En annars á ég alveg efni ritgerð þegar kemur að geymslupælingum.

Henti t.d. í eigið Debian build strípað og með hreinan fókus á það að gera 1 hlut og gera hann vel, vinnuheitið var alltaf "Funraid" hjá mér. Var orðinn leiður á að tapa Unraid leyfunum þegar USB lyklarnir týndust sem ég var að föndra með ásamt fleiru sem fór í taugarnar hjá mér. Viðmiðið var að þetta passaði á 2GB USB lykil og væri með alla diska forsniðna sér með XFS og svo MHDDFS sem "pseudo" skráarkerfi og lítið einfalt viðmót til að eiga við uppsetninguna og samba configið. (Bætti svo síðar við Wireguard VPN í þetta). Snapraid sér svo um að reikna parity, það er alger óþarfi að vera með rauntíma parity á gögnum sem breytast sjaldan.

Ég myndi láta Raid undir Windows eiga sig með einhverjar "funký" kontróller uppsetningar sem dæmi kontróller deyr eftir X ár og þú færð ekki sama kontróller og þú kemst ekki í gögnin.

p.s. Haltu þig frá Storage Spaces. Á blaði leit þetta rosalega vel út. Ég prófaði þetta fram og til baka og tók diska úr og setti aftur fram og til baka og ég endaði alltaf með dauð "volume". Það fóru engin gögn þarna sem mátti ekki henda en þetta hefði getað orðið dýrt grín.

En mundu svo að eiga alvöru "offline" afrit af því sem þú vilt alls ekki missa!



Ég er að reyna að gera upp við mig hvaða leið ég vil fara.
Ég var að keyra Plex Server á gamalli vél sem er látinn.
Einnig var Nas box sem ég notaði sem backup fyrir heimilstölvurnar, það er líka dautt. (Zyxel er viðbjóður)

Það sem eftir er er þá sæmilega Windows vél og 6x4tb diskar

Er vit í því að keyra t.d. RAID 6 á windows Vélinni?
Þarf ég hardware controler eða er nóg að gera þetta á software leveli?

Ég tými ekki kaupa mér NAS box í þetta þar sem ég vil geta keyrt Plex og Docker fyrir home assistant með sæmilegum afköstum, slíkt box kostar of mikið.




Uncredible
Nörd
Póstar: 131
Skráði sig: Mið 01. Júl 2020 18:48
Reputation: 34
Staða: Tengdur

Re: Hjalp - RAID - Windows?

Pósturaf Uncredible » Fim 06. Ágú 2020 22:39

Unraid er algjör snilld, mjög auðvelt að læra á það og getur prófað það í 30 daga án þess að kaupa það.

Helling af online resources sem hjálpa manni að komast inní það.

Ég er að keyra Plex Server, Minecraft Bedrock server og svo bara geyma gögn.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3091
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 522
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Hjalp - RAID - Windows?

Pósturaf Hjaltiatla » Fös 07. Ágú 2020 09:07

Þar sem þú nenfdir að þú ætlaðir að keyra docker á vélinni þá er Ubuntu 20.04 og MDADM software raid mögulega að henta (myndi persónulega frekar fara í raid 10 en raid 6 til að fá hraðvirkari diska). Þyrftir að skoða að redda þér sér disk/um fyrir stýrikerfisuppsetningu (villt helst ekki vera að blanda boot partition/stýrikerfisuppsetningu á sömu diska og gögn liggja á).
Þetta er ágætt ef þú þarft ekki að deila gögnum yfir netkerfið (þá þarftu að skoða betur SMB share uppsetningu í linux t.d ef þú villt nálgast gögn á Windows vél).

Ágætis útskýring:https://youtu.be/F4YIxh1kkhI?t=199

Sjálfur myndi ég setja upp Proxmox á 2stk ssd diska í zfs raid mirror og nota hina diskana fyrir gögn og notast við HDD passthrough og setja upp freenas sýndavél og setja diska upp í Mirrored vdev uppsetningu á freenas vélinni. Síðan væri hægt að setja upp sýndavél fyrir Plex og Home assistant (þessi uppsetning hentar mjög fínt til að deila gögnum yfir netkerfi á þæginlegan máta þ.e í gegnum freenas webgui).
Flóknara en þú færð miklu öflugra kerfi og meiri sveigjanleika.

Unraid er einfaldara og virkar mjög vel , bara svo það komi fram (en það kostar og þú ert að binda þig inní þeirra búbblu)


Edit: Mæli sérstaklega með wg-access-server uppsetningu ef þú ert að fikta í docker container uppsetningum, algjör snilld og mjög einfalt að Vpn tengjast frá öllum tækjum inná heimanetið án þess að þurfa opna mikið af portu.Getur notað qr code til að importa VPN configgi inná snjalltæki til að einfalda þér handavinnuna.
Þetta er nákvæmlega eins config og ég nota:
https://denbeke.be/blog/software/configuring-wireguard-vpn-with-wg-access-server/
Síðast breytt af Hjaltiatla á Fös 07. Ágú 2020 09:55, breytt samtals 2 sinnum.


Just do IT
  √


Höfundur
peturm
Nörd
Póstar: 121
Skráði sig: Lau 28. Mar 2009 20:50
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Hjalp - RAID - Windows?

Pósturaf peturm » Fös 07. Ágú 2020 09:24

Ok takk strákar, þið eruð búnir að selja mér að skoða UnRaid,ProxMox eða álíka.
Ef ég ætti að versla Móðurborð, örgjörva og minni í svona vél. Er eitthvað sérstakt sem ég þarf að hafa í huga?



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3091
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 522
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Hjalp - RAID - Windows?

Pósturaf Hjaltiatla » Fös 07. Ágú 2020 09:33

peturm skrifaði:Ok takk strákar, þið eruð búnir að selja mér að skoða UnRaid,ProxMox eða álíka.
Ef ég ætti að versla Móðurborð, örgjörva og minni í svona vél. Er eitthvað sérstakt sem ég þarf að hafa í huga?



Proxmox Uppsetning:
https://www.proxmox.com/en/proxmox-ve/requirements
Flestir cpu-ar styðja Intel EMT64 eða AMD64 with Intel VT/AMD-V CPU flag. (betra samt að vera viss)
Móðurborð þarf að geta keyrt á Debian stýrikerfinu (öruggast að Google-a og skoða , Proxmox er ekki eins mikill Intel bastarður og Vmware og getur keyrt á mjög fjölbreyttum vélbúnaði
Freenas sýndarvél þarf allavegana 8 gb í vinnsluminni þannig að ég reikna með að 16gb í Ram sé fínt en 32gb er ennþá betra ef þú villt fikta meira


Just do IT
  √

Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 727
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 175
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Hjalp - RAID - Windows?

Pósturaf russi » Fös 07. Ágú 2020 12:41

peturm skrifaði:Ok takk strákar, þið eruð búnir að selja mér að skoða UnRaid,ProxMox eða álíka.
Ef ég ætti að versla Móðurborð, örgjörva og minni í svona vél. Er eitthvað sérstakt sem ég þarf að hafa í huga?

Þar sem þú ert að spá í Plex uppsetningu þá þarftu að hafa í huga mögulega transcode þörf, flestir örgjörvar í dag duga fínt í okkur transcode, sjálfur myndi ég alltaf fara í örgjörva sem styður HyperThreading, því ef þú ætlar að setja upp VM-vélar í framtíðinni þá hefur þú úr meira að velja, sjálfur er ég að keyra með i7-8700k og með 32GB í ram og SSD disk fyrir flytileiðir. Færi alltaf í eitthvað álíka eða betra í dag, fá sér líka mobo með nóg af SATA tengjum