Vantar aðstoð við að finna útúr vandamáli með USB tengi


Höfundur
SHI
Græningi
Póstar: 30
Skráði sig: Fim 15. Júl 2010 08:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vantar aðstoð við að finna útúr vandamáli með USB tengi

Pósturaf SHI » Þri 24. Ágú 2010 23:50

Ég er búinn að lenda í því nokkrum sinnum að tölvan mín virðist frjósa, það slokknar á skjánum, og ég verð að restarta tölvunni þegar ég ætla að setja USB snúruna í USB tengið á tölvunni. Ég næ ekki að láta skjáinn ná sambandi við tölvuna nema að restarta.
Þetta hefur gerst nokkrum sinnum og málið er að ég er ekki einu sinni búinn að stinga USB snúrunni í samband við USB tengið á tölvunni. Ég kannski er að stinga snúrunni í þegar ég kannski hitti ekki nákvæmlega á réttan stað og þá virðist sem tölvan fái "stöðurafmagnssjokk" eða eitthvað álíka, getur svoleiðis yfirhöfuð gerst?

Ég er ekki búinn að "analyzera" nákvæmlega hvort þetta gerist bara þegar ég tengi eina vél eða hvað en síðast gerðist þetta þegar ég var að hlaða inn myndum úr myndavélinni, man reyndar ekki hvort það hafi verið kveikt á henni. Ég veit reyndar ekki hvort það skiptir máli, þ.e. hvort kveikt sé á hlutnum sem ég er að fara að tengja við tölvuna gegnum USB eða ekki.

Hefur einhver lent í svona löguðu og kann einhverjar skýringar á þessu, að mínu mati, óvenjulega vandamáli.

Kv. SHI




Höfundur
SHI
Græningi
Póstar: 30
Skráði sig: Fim 15. Júl 2010 08:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð við að finna útúr vandamáli með USB tengi

Pósturaf SHI » Mið 25. Ágú 2010 18:22

Ha, er enginn snillingur eftir á Vaktinni, sem gæti hugsanlega sagt mér hvað er á seyði með tölvuna mína???

Kv. SHI




Godriel
spjallið.is
Póstar: 400
Skráði sig: Mið 03. Jún 2009 22:16
Reputation: 0
Staðsetning: Reyðarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð við að finna útúr vandamáli með USB tengi

Pósturaf Godriel » Mið 25. Ágú 2010 18:41

Hljómar eins og eitthvað sé að leiða út, fyrst að það slökknar á tölvunni þegar þú lætur eitthvað í usb tengið, kannski bara brotið eða pinni sem stendur uppúr, skoða það bara vel, eða snúrur klemmdar eða laskaðar, myndi ath allar snúrur með að beygja þær og ath hvort að það leiði saman inni í þeim, og það getur líka bara verið að það hafi hellst eitthvað niður í lyklaborðið þitt og það að grilla út frá sér. lennti í því einu sinni


Acer Aspire 7520G

Godriel has spoken

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7095
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1016
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð við að finna útúr vandamáli með USB tengi

Pósturaf rapport » Mið 25. Ágú 2010 18:49

Ég man bara eftir að hafa um árið lesið um móðurborðið mitt gamla eitthvað á þessa leið "VARÚÐ ekki tengja USB tengil við Firewire portið á móðurborðinu, það getur leitt til skemmda"

Síðan þá hef ég passað mig sérstaklega þegar ég er að tengja USB úr kassanum í móðurborðið...

En ef þetta er USB aftaná móðurborðin, þá ???