Síða 1 af 1

endalaust vesen á tölvu.. (uppfært, rautt cpu ljós?)

Sent: Lau 08. Ágú 2020 12:09
af J1nX
Góðan daginn.

Ég er að lenda í endalausu veseni með tölvuna hjá mér, hún á það til að frjósa bara í startuppinu (windows logoið kemur og svo snýst þarna hringurinn niðri 2-3 hringi og svo frýs allt bara, gerist líka þegar ég force-a shutdown 2x til að fara í repair, þá frýs það bara líka) næ yfirleitt að komast í gegnum það með að slá tölvunni út aftaná henni í svona 30sek og kveikja svo (slæ auðvitað út þegar það er slökkt á henni).

Svo á hún það líka til mjög oft til að eftir svona klukkutíma leikjaspilun (alveg sama hvaða leikur) að þá krassar bara leikurinn..

ég er búinn að prófa quick format, almennilegt format ásamt því að runna checkdisk og memory diagnostics en það kemur allt út í góðu þar. ásamt ýmsu öðru sem google hefur uppá að bjóða.

hafiði einhverja hugmynd hvað gæti verið að valda þessu? finnst eins og þetta hafi byrjað eftir seinustu uppfærslu hjá mér, þá keypti ég nýtt móðurborð, örgjörva og skjákort ef það hjálpar eitthvað.

(örrinn er 9700k)

Re: endalaust vesen á tölvu..

Sent: Lau 08. Ágú 2020 12:50
af steinar993
gæti örgjörvinn verið að ofhitna í leikjaspilun? hvernig er kælingin?

Re: endalaust vesen á tölvu..

Sent: Lau 08. Ágú 2020 14:46
af krukkur_dog
Í fyrstu hefði ég giskað á minnið, þú ert búinn að útiloka það, hinsvegar er ágætt að láta minnis checkið keyra yfir nótt. Hvað eru með marga kubba?
Kannaðu hitan á cpuinum, eins og hann bendir á hér að ofan. Best að kanna það í Bios.
Svo er að kanna með skjákortið, geturðu fengið lánað skjákort hjá einhverjum kunningja, svissað?
Þegar þú talar um qucik format, settirðu þá upp windows 10, upp frá grunni?

Re: endalaust vesen á tölvu..

Sent: Lau 08. Ágú 2020 15:58
af J1nX
ég notaði innbyggða windows minnistestið, það runnaði alveg í einhverja 6tíma áður en það kláraðist, mæliði kannski með að ég prófi eitthvað annað betra? ég er með 1x 16gb kubb

hef verið að fylgjast með hitanum með hwinfo64 og hún er ekkert að hitna mikið meira en 65°í þungum leikjum,

með quick format þá á ég við "reset this pc" dæmið, með "keep all my Files", venjulegt format það sama nema með "Remove everything"

Re: endalaust vesen á tölvu..

Sent: Lau 08. Ágú 2020 16:24
af jack-1127
ertu með xmp profile kveikt fyrir minnið?

Re: endalaust vesen á tölvu..

Sent: Lau 08. Ágú 2020 17:14
af mercury
jack-1127 skrifaði:ertu með xmp profile kveikt fyrir minnið?

X2

Re: endalaust vesen á tölvu..

Sent: Lau 08. Ágú 2020 19:54
af J1nX
Hvar sé ég það?

Re: endalaust vesen á tölvu..

Sent: Lau 08. Ágú 2020 20:10
af brain
fara í bios gera "Load default settings" F10 og reboot

Re: endalaust vesen á tölvu..

Sent: Lau 08. Ágú 2020 21:03
af mercury
brain skrifaði:fara í bios gera "Load default settings" F10 og reboot

fara svo aftur í bios og setja extreme memory profile "xmp" í enable , profile 1, eða álíka fer eftir móðurborðum.

Re: endalaust vesen á tölvu..

Sent: Sun 09. Ágú 2020 00:43
af J1nX
svona lítur þetta eftir load optimized default.

Re: endalaust vesen á tölvu..

Sent: Sun 09. Ágú 2020 00:48
af gnarr
Ertu bara með einn minniskubb?

Annars hljómar þetta eins og storage vandamál. Er boot diskurinn þinn NVMe eða SATA ?

Re: endalaust vesen á tölvu..

Sent: Sun 09. Ágú 2020 02:35
af gnarr
Ég sé á myndinni að þetta er allt SATA tengt hjá þér. Ég myndi prófa að skipta um SATA kapla til að byrja með og athuga hvort það lagi þetta mögulega.
Er þessi Crucial SSD ekki líka orðinn næstum 10 ára gamall? Mögulega er hann bara búinn að vera.

Re: endalaust vesen á tölvu..

Sent: Sun 09. Ágú 2020 09:24
af jonsig
Hægt að ná í hw info og skoða hitatölur. Síðan furmark sem hægt er að nota í bæði gpu og cpu stress testing.

Annars er nánast ókeypis að henda þessu í kísildal. Hálf ókeypis verkstæðistíminn þeirra. Eitthvað 7,5þús klst

Re: endalaust vesen á tölvu..

Sent: Sun 09. Ágú 2020 13:01
af J1nX
gnarr skrifaði:Ég sé á myndinni að þetta er allt SATA tengt hjá þér. Ég myndi prófa að skipta um SATA kapla til að byrja með og athuga hvort það lagi þetta mögulega.
Er þessi Crucial SSD ekki líka orðinn næstum 10 ára gamall? Mögulega er hann bara búinn að vera.


nú spyr sá sem ekki veit, er hægt að tengja ssd diskana eitthvað öðruvísi eða betur? :D en já diskarnir eru orðnir helvíti gamlir, ég prófa að skipta um snúrur næst þegar ég rúlla inn á akureyri til að geta keypt aðrar, mögulega hendi ég mér bara í nýja diska.

jonsig skrifaði:Hægt að ná í hw info og skoða hitatölur. Síðan furmark sem hægt er að nota í bæði gpu og cpu stress testing.

Annars er nánast ókeypis að henda þessu í kísildal. Hálf ókeypis verkstæðistíminn þeirra. Eitthvað 7,5þús klst


Er að nota hwinfo64 til að fylgjast með hitanum, hann er fínn á öllu nema skjákortið er kannski að hitna aðeins, en ekkert sem á að vera vandamál.. en það er erfitt fyrir mig að fara í Kísildal þar sem ég bý á Siglufirði :D

Re: endalaust vesen á tölvu..

Sent: Sun 09. Ágú 2020 16:06
af Dropi
Intel eru nú ekki ónæmir fyrir bottleneck á vinnsluminni, þó það sé ekki tengt vandanum sem þú ert að lenda í þá ertu bara að fá helminginn af raunverulegum minnishraða (throughput) með því að hafa bara 1 kubb í vélinni frekar en 2

Re: endalaust vesen á tölvu..

Sent: Þri 15. Sep 2020 18:15
af J1nX
ég tók eftir að cpu ljósið á móðurborðinu (þarna neðst hægra megin) er rautt þegar ég tengi skjáinn við tölvuna með displayport í displayport snúru.. prófaði aðra snúru sem er Displayport í DVI og þá kemur ekkert ljós, get samt ómögulega verið með DVI snúruna því þá næ ég bara 60hz á skjáinn og það er hryllingur að horfa á það.. gæti þetta verið einhver culprit á þessu veseni mínu? þarf þá að rúlla inná AK og kaupa aðra DPport snúru til að rannsaka það.