Síða 1 af 1

bland.is

Sent: Mán 28. Jún 2021 16:03
af moltium
Hæhæ

Er að velta fyrir mér hvort að fólk sé að nota bland í dag og setja þar inn kennitölu, reikningsnúmer og símarnúmer. Þetta þurfti aldrei þegar ég notaði þessa síðu en núna kemst ég ekkert áfram án þess að vera beðinn um þetta.

Re: bland.is

Sent: Mán 28. Jún 2021 16:20
af daaadi
Keypti sófaborð gegnum bland í gær. Hef aldrei verið beðin um kt, reiknings nr eða símanúmer. Er reyndar með gamalt account.

Re: bland.is

Sent: Mán 28. Jún 2021 16:43
af moltium
daaadi skrifaði:Keypti sófaborð gegnum bland í gær. Hef aldrei verið beðin um kt, reiknings nr eða símanúmer. Er reyndar með gamalt account.


takk fyrir svarið, ég hef nefnilega verið að lenda í að geta gert tilboð og ekki þurft að skrá neitt inn og svo stundum er ég beðinn, þannig ég er frekar skeptískur á þetta...

Re: bland.is

Sent: Mán 28. Jún 2021 18:51
af mjolkurdreytill
Þetta er búið að vera svona í allavega 7 ár.

Þetta fyrirkomulag var líklegast sett upp til þess að koma í veg fyrir svindlstarfsemi. Þ.e.a.s. fólk sem þóttist vera að selja vörur og lofaði að "senda". (https://www.visir.is/g/20191715231d)

Sjá eldri umræðu hér:

viewtopic.php?f=9&t=59435

Re: bland.is

Sent: Þri 29. Jún 2021 10:58
af moltium
mjolkurdreytill skrifaði:Þetta er búið að vera svona í allavega 7 ár.

Þetta fyrirkomulag var líklegast sett upp til þess að koma í veg fyrir svindlstarfsemi. Þ.e.a.s. fólk sem þóttist vera að selja vörur og lofaði að "senda". (https://www.visir.is/g/20191715231d)

Sjá eldri umræðu hér:

viewtopic.php?f=9&t=59435


Takk kærlega fyrir þetta, vissi ekki af fyrri þræði.

Re: bland.is

Sent: Þri 29. Jún 2021 11:14
af mort
En... eru bland.is í einhverri keppni um að smíða mest pirrandi vefsíðu sem til er á internetinu ? ;)

Re: bland.is

Sent: Þri 29. Jún 2021 11:38
af Hausinn
mort skrifaði:En... eru bland.is í einhverri keppni um að smíða mest pirrandi vefsíðu sem til er á internetinu ? ;)

Facebook sölusíður. Hörð samkeppni um að vera sem verst uppsettar og hægt er.

Re: bland.is

Sent: Þri 29. Jún 2021 11:53
af chaplin
mjolkurdreytill skrifaði:Þetta er búið að vera svona í allavega 7 ár.

Þetta fyrirkomulag var líklegast sett upp til þess að koma í veg fyrir svindlstarfsemi. Þ.e.a.s. fólk sem þóttist vera að selja vörur og lofaði að "senda". (https://www.visir.is/g/20191715231d)

Sjá eldri umræðu hér:

viewtopic.php?f=9&t=59435


Þetta er samt mjög lousy öryggi. Fyrir nokkrum mánuðum gat ég ekki lengur sent skilaboð (auðvita kom engin tilkynning að ég gæti það ekki, fann það loksins út sjálfur), ég sendi póst á Bland stjórnendur og þá kom í ljós að aðili sem ætlaði að kaupa af mér eitthvað drasl notaði upplýsingarnar sem ég sendi honum (kt og banki) til að stofna nýjan aðgang. Hann sveik svo fullt af liði og mín kt var auðvita skráð fyrir aðganginum hans svo Bland lokaði á minn gamla aðgang og aðgang svikarans.

Þetta væri strax orðið mun öruggara ef það væri hægt að staðfesta aðganginn með rafrænu auðkenni því núverandi lausn er basically useless.

Re: bland.is

Sent: Þri 29. Jún 2021 17:11
af moltium
chaplin, alveg hjartanlega sammála því, skrýtið að rafræn skilríki séu ekki notuð fyrir svona síðu.