Síða 1 af 1

Aðstoð með að velja íhluti

Sent: Lau 08. Jan 2022 13:20
af Vaski
Jæja, það kom að því, tölvan mín frá því fyrir hrun er að syngja sitt síðasta. Þetta er tölva með intel 2500K, frábært örri á sínum tíma :happy
En mig vantar sem sagt örgjörva, móðurborð og minni. Þar sem tölvan hefur enst svona helvíti lengi, er ég ekki með puttan á púlsinum hvað hardware varðar og þarf því smá aðstoð við val á hlutum.
Í sjálfum sér ekki miklar kröfur sem ég er með, móðurborðið þarf að vera með wifi, þarf að vera skjástýring á örranum (ætla ekki að kaupa gpu strax) og þarf að vera m-atx form.
Þetta er svona það sem ég hef fundið eftir stutta leit, er ég á réttri leið með þetta?

Ryzen 5 5600G -- 42.500kr -- https://kisildalur.is/category/9/products/2330
Corsair 16GB DDR4 2x8GB 3600MHz -- 17.950kr -- https://att.is/corsair-16gb-ddr4-2x8gb- ... -cl18.html
ASUS PRIME B550M-A WIFI -- 32.900kr -- https://tolvutaekni.is/products/asus-pr ... ddr4-2xm-3

Er móðurborðið ekki svona í dýrari kantinum hjá mér?
Hvað með minnið, er ekki talað um að minnið þurfi að vera svolítið hratt til að virka sem best með amd?
Hvað væri sambærilegt intel settup?
Hvað er mest bang for a buck í dag?

Með fyrirfram þökk um góð svör

Re: Hjálp með uppfærslu!

Sent: Lau 08. Jan 2022 13:39
af TheAdder
AMD 5000G serían er að gefa þér betri iGPU en Intel örgjörvarnir, ef þú færir í 12000 seríuna frá Intel, þá værirðu með meiri framtíðarmöguleika eins og PCIe 5 en fyrir hærra verð.
3600 Mhz er "rétti" hraðinn fyrir AMD 5000.
B550 móðurborðin eru eitthvað ódýrari en X570 og munurinn er almennt að það er eitt PCIe 4 tengi á þeim og restin PCIe 3, en oftast öll PCIe 4 á X570 móðurborðunum.
Mér sýnist að þetta sé ágætis grunnur hjá þér, ég myndi athuga með svona 500W PSU og SSD disk undir kerfið, nvme helst.

Re: Hjálp með uppfærslu!

Sent: Lau 08. Jan 2022 16:07
af audiophile
Ég fékk mér nýlega 10400F og B560 Aorus Pro AX WiFi móðurborð og er drullusáttur. Reyndi að hafa þetta eins ódýrt og hægt var en var hellings uppfærsla fyrir mig úr i7 4770 sem var farinn að finna fyrir því í nýrri leikjum.

Re: Hjálp með uppfærslu!

Sent: Lau 08. Jan 2022 19:45
af Vaski
Ég er með kassa, sesonic afgjafa og nvme/ssd diska, þannig að mig vantar bara örgjörva, móðurborð og minni. Held að ég haldi bara áfram á þessari amd braut sem ég er komin á, og TheAdder telur ágæta, nema einhver beini mér í aðra átt

Re: Hjálp með uppfærslu!

Sent: Sun 09. Jan 2022 14:03
af Sinnumtveir
Ef þú þarft ekki beinlínis WiFi á móðurborði geturðu sparað þér um 10K.

Þessi B550 borð hérna td:

21.990 https://kisildalur.is/category/8/products/1875
23.500 https://kisildalur.is/category/8/products/1874
23.990 https://www.computer.is/is/product/modurbord-am4-asus-prime-b550m-k-matx
21.990 https://www.computer.is/is/product/modurbord-am4-gigabyte-b550m-ds3h-rgb-matx
23.900 https://tolvutaekni.is/products/gigabyte-b550-aorus-elite-am4-ryzen-4xddr4-2xm-2-3-ara-abyrgd

Þarna er blæbrigðamunur, ma um fjölda PCIe raufa í fullri lengd. Fjöldi hraðvirkra USB porta. VGA port, ...

Re: Hjálp með uppfærslu!

Sent: Sun 09. Jan 2022 15:50
af Vaski
Ég þarf wifi, auðvita gæti ég bætt því við, en fyrst að það er hægt að fá það á móðurborðinu sjálfu, því ekki. En ég átta mig á því að það takmarkar dálítið mikið valmöguleika. Það virðast vera fleiri itx borð með wifi heldur en m-atx borð.