Tölva (líklega) slær út öryggi


Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 54
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Tölva (líklega) slær út öryggi

Pósturaf falcon1 » Mið 06. Júl 2022 14:56

Ég er með tölvu, skjá og prentara tengda á sama fjöltengi. Ég hef undanfarið verið að slökkva á fjöltenginu áður en ég fer að sofa en núna slær öryggið út þegar ég kveiki á fjöltenginu á fyrst á morgnanna. Það slær engu út ef ég slekk svo aftur á tölvunni og fjöltenginu og kveiki aftur á því og tölvunni.
Einhverjar hugmyndir hvað þetta getur verið? Tölvan er 10 ára gömul.

Kannski bara best að sleppa því að slökkva á fjöltenginu fyrir nóttina. :)
Síðast breytt af falcon1 á Mið 06. Júl 2022 14:57, breytt samtals 1 sinni.




Uncredible
Nörd
Póstar: 131
Skráði sig: Mið 01. Júl 2020 18:48
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Tölva (líklega) slær út öryggi

Pósturaf Uncredible » Mið 06. Júl 2022 15:40

Spennugjafinn í tölvunni er líklegast að draga of mikinn straum þegar þú slærð fjöltenginu inn, en ef þú ert bara með eina tölvu og prentara á þessu fjöltengi þá myndi ég prófa taka prentarann úr sambandi þegar þú slærð fjöltenginu inn bara til að útiloka að þetta sé tölvan en ekki prentarinn og gera svo öfugt.

Ég hef lent í svipuðu en ég var með þá tvær leikjatölvur og 4 skjái, og þá gerist þetta bara við langvarandi spennutap ábiggilega útaf því að þéttar hafa tæmst.

Svo gætir þú líka skipt um fjöltengi, þessi fjöltengi eru misgóð hef lent í fjöltengi þar sem rofinn réði bara ekki við mikinn start straum og brann yfir langan tíma.




Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 54
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölva (líklega) slær út öryggi

Pósturaf falcon1 » Mið 06. Júl 2022 15:59

úppss... prófaði að slökkva á fjöltenginu bara á meðan ég fór í búðarferð og það sló örygginu út þegar ég kveikti á því aftur. Ég er búinn að kaupa nýtt fjöltengi en ég ætla að prófa fyrst að sjá hvað gerist ef ég tek tölvuna úr sambandi og set takkann á aflgjafanum á OFF og tengi hana svo beint í innstunguna og kveiki á tölvunni í fyrramálið. Ef ekkert gerist er þá ekki líklegast að fjöltengið hafi verið orðið eitthvað lélegt frekar en að tölvan sjálf sé að valda þessu? :)




Uncredible
Nörd
Póstar: 131
Skráði sig: Mið 01. Júl 2020 18:48
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Tölva (líklega) slær út öryggi

Pósturaf Uncredible » Mið 06. Júl 2022 16:11

falcon1 skrifaði:úppss... prófaði að slökkva á fjöltenginu bara á meðan ég fór í búðarferð og það sló örygginu út þegar ég kveikti á því aftur. Ég er búinn að kaupa nýtt fjöltengi en ég ætla að prófa fyrst að sjá hvað gerist ef ég tek tölvuna úr sambandi og set takkann á aflgjafanum á OFF og tengi hana svo beint í innstunguna og kveiki á tölvunni í fyrramálið. Ef ekkert gerist er þá ekki líklegast að fjöltengið hafi verið orðið eitthvað lélegt frekar en að tölvan sjálf sé að valda þessu? :)


Erfitt að staðfesta eða fullyrða einhvað án þess að þekkja aðstæður 100%, en er ekkert annað á þessari rafmagnsgrein? Ljós, prentari, tölva og skjár er það allt og sumt?

Ef að fjöltengið er með rofa þá gætir þú opnað það og athugað snertur á rofanum en yfirleitt þarf sérstaka skrúf-bita til að opna fjöltengi.




Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 54
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölva (líklega) slær út öryggi

Pósturaf falcon1 » Mið 06. Júl 2022 16:17

Uncredible skrifaði:
falcon1 skrifaði:úppss... prófaði að slökkva á fjöltenginu bara á meðan ég fór í búðarferð og það sló örygginu út þegar ég kveikti á því aftur. Ég er búinn að kaupa nýtt fjöltengi en ég ætla að prófa fyrst að sjá hvað gerist ef ég tek tölvuna úr sambandi og set takkann á aflgjafanum á OFF og tengi hana svo beint í innstunguna og kveiki á tölvunni í fyrramálið. Ef ekkert gerist er þá ekki líklegast að fjöltengið hafi verið orðið eitthvað lélegt frekar en að tölvan sjálf sé að valda þessu? :)


Erfitt að staðfesta eða fullyrða einhvað án þess að þekkja aðstæður 100%, en er ekkert annað á þessari rafmagnsgrein? Ljós, prentari, tölva og skjár er það allt og sumt?

Ef að fjöltengið er með rofa þá gætir þú opnað það og athugað snertur á rofanum en yfirleitt þarf sérstaka skrúf-bita til að opna fjöltengi.

Það eru tvö herbergi á þessari grein, tölvuherbergið og baðherbergið. Það var allt slökkt í baðherberginu. Er með þrjú fjöltengi í tölvuherberginu:

Fjöltengi 1: Tölva, skjár, prentari
Fjöltengi 2: Flakkari, hátalarar
Fjöltengi 3: hleðslusnúrur

Þegar sló út núna áðan þá var slökkt í baðherberginu, slökkt á fjöltengi 2 og 3. Kveikti bara á fjöltengi 1. Öll fjöltengi eru með rofa.

Ég er núna búinn að fjarlægja fjöltengi 1 og tengja skjá í fjöltengi 3 og taka prentara úr sambandi. Tölva er núna tengd beint í innstungu.




Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 54
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölva (líklega) slær út öryggi

Pósturaf falcon1 » Mið 06. Júl 2022 16:18

Tölvan virðist virka eðlilega að öllu öðru leyti.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4930
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 861
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tölva (líklega) slær út öryggi

Pósturaf jonsig » Mið 06. Júl 2022 17:51

Það væri fínt að vita hvort þetta sé sjálfvarið eða bilunarstraumsrofinn.(lekaliði)
Svona ef þú vilt fá svar frá einhverjum sem þekkir þetta.

Ef ég ætti að giska með þessar upplýsingar. Þá er að myndast einangrunnarbilun í aflgjafanum þínum sem er ekki að fara neitt nema til að koma svo aftur þegar þú heldur að bilunin sé farin.
Síðast breytt af jonsig á Mið 06. Júl 2022 17:53, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 54
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölva (líklega) slær út öryggi

Pósturaf falcon1 » Mið 06. Júl 2022 17:59

Einn af þessum rauðu slær út.
Viðhengi
16571303100579019645531929743026.jpg
16571303100579019645531929743026.jpg (1.97 MiB) Skoðað 4040 sinnum




TheAdder
Tölvutryllir
Póstar: 667
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 187
Staða: Ótengdur

Re: Tölva (líklega) slær út öryggi

Pósturaf TheAdder » Mið 06. Júl 2022 18:02

Hvað eru öryggin gömul hjá þér? Þetta er mjög algengt vandamál þar sem þéttahleðslan þegar tölvan er tengd getur smellt út eldri öryggjum sem hafa minna "þol" en ný af sömu gerð.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4930
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 861
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tölva (líklega) slær út öryggi

Pósturaf jonsig » Mið 06. Júl 2022 18:10

Sumir aflgjafar eru virkilega óþolandi uppá þessa ræsistrauma. Hinsvegar ef hann hefur verið til friðs á sama öryggi hingað til þá er þetta bilun í aflgjafanum.




mikkimás
Gúrú
Póstar: 550
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 102
Staða: Ótengdur

Re: Tölva (líklega) slær út öryggi

Pósturaf mikkimás » Mið 06. Júl 2022 18:14

Átti við sama vandamál að stríða með mína tölvu.

Ástæðan var bara sú að ég slökkti ekki á aflgjafanum.




Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 54
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölva (líklega) slær út öryggi

Pósturaf falcon1 » Mið 06. Júl 2022 18:31

Húsið er byggt fyrir 3 árum þannig að ekki gamalt.

Þetta er bara nýtilkomið en það er heldur ekkert langt síðan ég byrjaði að slökkva á fjöltengjunum yfir nóttina. Lét þau bara vera í gangi áður.

Nú er ég að fara að fá nýja tölvu, ætti ég að láta yfirfara rafmagnið áður en ég sting henni í samband?




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2351
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 272
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024/2025)
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Tölva (líklega) slær út öryggi

Pósturaf jonfr1900 » Mið 06. Júl 2022 18:49

Þetta er örugglega ónýtur aflgjafi í tölvunni. Þeir verða stundum svona þegar þéttanir eða viðnámin verða ónýt.




Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 971
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 38
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölva (líklega) slær út öryggi

Pósturaf Hlynzi » Mið 06. Júl 2022 18:56

falcon1 skrifaði:Húsið er byggt fyrir 3 árum þannig að ekki gamalt.

Þetta er bara nýtilkomið en það er heldur ekkert langt síðan ég byrjaði að slökkva á fjöltengjunum yfir nóttina. Lét þau bara vera í gangi áður.

Nú er ég að fara að fá nýja tölvu, ætti ég að láta yfirfara rafmagnið áður en ég sting henni í samband?



Það þarf ekkert að yfirfara rafmagnið í þessari töflu á myndinni, þetta er allt af nýjustu gerð, eina sem þú gætir gert er að skipta yfir í C10 týpu af öryggi það þolir betur svona start púls, þetta var vandamál með gamlar ryksugur áður en mjúkræsibúnaður kom í þær flestar, þær kipptust í gang og áttu það til að taka öryggið út í leiðinni.
Einnig er vert að hafa í huga að spennugjafinn í vélinni gæti verið slappur, en þú sérð það bara þegar nýja tölvan er komin hvort hún hagi sér nokkuð eins.


Hlynur


Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 54
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölva (líklega) slær út öryggi

Pósturaf falcon1 » Mið 06. Júl 2022 19:18

Er mikil hætta á að svona útsláttur skemmi tölvuna og þá sérstaklega nýju tölvuna ef þetta er eitthvað annað en aflgjafinn í gömlu?
Síðast breytt af falcon1 á Mið 06. Júl 2022 19:20, breytt samtals 1 sinni.




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2351
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 272
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024/2025)
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Tölva (líklega) slær út öryggi

Pósturaf jonfr1900 » Mið 06. Júl 2022 19:34

falcon1 skrifaði:Er mikil hætta á að svona útsláttur skemmi tölvuna og þá sérstaklega nýju tölvuna ef þetta er eitthvað annað en aflgjafinn í gömlu?

Svona aflgjafar geta skemmt móðurborð, þar sem rafmagnið frá þeim getur verið slæmt eða ójafnt í móðurborðið.




Semboy
</Snillingur>
Póstar: 1051
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 100
Staða: Ótengdur

Re: Tölva (líklega) slær út öryggi

Pósturaf Semboy » Mið 06. Júl 2022 19:38

Eg Mundi bara vixla og setja thessum herbergjum i eitt af thessu 13A oryggi og sja hvad gerist. If all is good tha bara fjarfesta sig i 13A oryggi.


hef ekkert að segja LOL!

Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2697
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Tölva (líklega) slær út öryggi

Pósturaf SolidFeather » Mið 06. Júl 2022 19:47

Er ekki trikkið að hætta bara að slökkva á öllu, sérstaklega fjöltenginu? Ég er með kveikt á öllu draslinu hérna heima 24/7.



Skjámynd

Ghost
Fiktari
Póstar: 57
Skráði sig: Þri 07. Jún 2022 22:52
Reputation: 26
Staða: Ótengdur

Re: Tölva (líklega) slær út öryggi

Pósturaf Ghost » Mið 06. Júl 2022 21:54

Hef lent í sama einstaka sinnum með aflgjafa í 3 mismunandi húsum seinustu ár frá því að tölvan var ný. Hugsa að þetta sé bara aflgjafinn með leiðindi.
Síðast breytt af Ghost á Mið 06. Júl 2022 21:54, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 54
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölva (líklega) slær út öryggi

Pósturaf falcon1 » Fim 07. Júl 2022 10:23

Það virðist ekki slá út eftir að ég fjarlægði fjöltengi 1 og tengdi tölvuna beint í vegginn og færði skjáinn og prentarann á annað fjöltengi.
Getur lélegt fjöltengi hafa verið ástæðan?




Uncredible
Nörd
Póstar: 131
Skráði sig: Mið 01. Júl 2020 18:48
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Tölva (líklega) slær út öryggi

Pósturaf Uncredible » Fim 07. Júl 2022 11:02

falcon1 skrifaði:Það virðist ekki slá út eftir að ég fjarlægði fjöltengi 1 og tengdi tölvuna beint í vegginn og færði skjáinn og prentarann á annað fjöltengi.
Getur lélegt fjöltengi hafa verið ástæðan?



Ertu þá núna að taka tölvuna úr sambandi við tengilinn í veggnum og stinga henni svo aftur í samband og við það slær ekki út?




Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 54
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölva (líklega) slær út öryggi

Pósturaf falcon1 » Fim 07. Júl 2022 11:06

Uncredible skrifaði:
falcon1 skrifaði:Það virðist ekki slá út eftir að ég fjarlægði fjöltengi 1 og tengdi tölvuna beint í vegginn og færði skjáinn og prentarann á annað fjöltengi.
Getur lélegt fjöltengi hafa verið ástæðan?



Ertu þá núna að taka tölvuna úr sambandi við tengilinn í veggnum og stinga henni svo aftur í samband og við það slær ekki út?
:)




Uncredible
Nörd
Póstar: 131
Skráði sig: Mið 01. Júl 2020 18:48
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Tölva (líklega) slær út öryggi

Pósturaf Uncredible » Fim 07. Júl 2022 11:41

falcon1 skrifaði:
Uncredible skrifaði:
falcon1 skrifaði:Það virðist ekki slá út eftir að ég fjarlægði fjöltengi 1 og tengdi tölvuna beint í vegginn og færði skjáinn og prentarann á annað fjöltengi.
Getur lélegt fjöltengi hafa verið ástæðan?



Ertu þá núna að taka tölvuna úr sambandi við tengilinn í veggnum og stinga henni svo aftur í samband og við það slær ekki út?
:)


Ég hef allavega lent í slæmu fjöltengi og það var nóg að skipta um það og vandamálið leystist við það, þannig ekki hægt að útloka að í þínu tilfelli hafi þetta verið slæmt fjöltengi. Ef þetta er ekki lengur til ama.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölva (líklega) slær út öryggi

Pósturaf Viktor » Fim 07. Júl 2022 13:13

Hætta að slökkva á fjöltenginu? \:D/


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2351
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 272
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024/2025)
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Tölva (líklega) slær út öryggi

Pósturaf jonfr1900 » Fim 07. Júl 2022 17:30

falcon1 skrifaði:Það virðist ekki slá út eftir að ég fjarlægði fjöltengi 1 og tengdi tölvuna beint í vegginn og færði skjáinn og prentarann á annað fjöltengi.
Getur lélegt fjöltengi hafa verið ástæðan?


Fjöltengi eru skráð í álagi í vöttum (watts). Það er mjög misjafnt sem er selt á Íslandi. Allt frá 1500W og upp í 3500W. Það er auðvitað betra að vera með stærra í tölvur og orkufrekan búnað.