Síða 2 af 4

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Sent: Sun 02. Nóv 2014 22:02
af GuðjónR
MatroX skrifaði: í fyrsta skiptið síðan ég byrjaði hérna sem ég gerði actually ekkert af mér og allt er brjálað....

hehehehe ertu sem sagt að viðurkenna að þú sért alltaf að gera eitthvað af þér?
Reyndar er engin brjálaður, bara löngu tímabær umræða.
Mér sýnist á þessari könnun flestir vera á því að leyfa "verðlöggur" en banna óþarfa afskiptasemi, dónaskap og hroka.

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Sent: Sun 02. Nóv 2014 22:04
af MatroX
GuðjónR skrifaði:
MatroX skrifaði: í fyrsta skiptið síðan ég byrjaði hérna sem ég gerði actually ekkert af mér og allt er brjálað....

hehehehe ertu sem sagt að viðurkenna að þú sért alltaf að gera eitthvað af þér?
Reyndar er engin brjálaður, bara löngu tímabær umræða.
Mér sýnist á þessari könnun flestir vera á því að leyfa "verðlöggur" en banna óþarfa afskiptasemi, dónaskap og hroka.


haha ég hef ekki beint verið stilltastur hérna ég viðurkenni það alveg, en þetta var enginn dónaskapur hjá mér og að banna óþarfa afskiptasemi, þá getiði bara bannað verðlöggur þar sem verðlöggur eru óþarfa afskiptasemi í huga sumra hérna

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Sent: Sun 02. Nóv 2014 22:04
af Hrotti
GuðjónR skrifaði:
Tbot skrifaði:
kiddi skrifaði:Í fyrsta lagi ertu sennilega að brjóta persónuverndarlög með því að birta einkasamtal án samþykkis hins aðilans, plús þá er það dónalegt í sjálfu sér.



Hér ert þú kiddi með fullyrðingar á nokkrar tilvísunar.

Ef einhver sendir pm full af óhróðri og hótunum má ekki pósta því og það sé dónaskapur að sýna það. Það alltaf gaman í "fairy tale land"


Það er ástæða fyrir því að einkaskilaboð heita einkaskilaboð.



Ef að það eru í alvörunni hótanir þarna (ég sá þetta ekki) þá þarf enginn að þegja yfir því, sama hvort þau kallist einka eða ekki.

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Sent: Sun 02. Nóv 2014 22:07
af hkr
@Kiddi, málið er samt að 84% (eins og staðan er núna) vilja hafa verðlöggur.

Það er og hefur alltaf verið partur að vaktinni, markaðurinn hér hefur alltaf verið "varinn af verðlöggum".
Það er einmitt ástæðan fyrir því að margir hér versla aðeins hér notaðar vörur en ekki á bland eða facebook, þar sem að þú veist að verðið sem gefið er upp er sanngjarnt fyrir báða aðila (svona oftast).

Hefði þetta tilvik með vin þinn geta verið höndlað betur? Eflaust. Er það ástæða til þess að banna verðlöggur? Engan veginn.

Hér er mín skoðun á þessu öllu saman:
Finnst samt pínu fyndið að koma hingað inn eftir ~2 ára "pásu" og ætlast til þess að gera róttækar breytingar á spjallborðinu, sem þú nb ert ekki virkur á, af því að einhver var leiðinlegur við vin þinn. Svo sé ekki betur en að þetta sé allt að stefna í persónuárás á Matrox að þinni hálfu.
Just my 2 cents.

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Sent: Sun 02. Nóv 2014 22:15
af kiddi
En Matrox, hvað ef þú hefðir haft rangt fyrir þér varðandi verðið á þessum græjum? Ertu alveg óskeikull í þínu verðvitund? Hverjum værirðu að hjálpa þá?

Ég veit til þess að umræddur aðili ætlaðist ekki til þess að fá 100þ. kr. fyrir græjurnar, heldur setti þau efri mörk til að mæta prútti, sem er það sem gengur og gerist í eðlilegu samfélagi. Sjálfur sel ég mikið af öðruvísi búnaði á öðrum spjallborðum og oftar en ekki set ég örlítið hærra verð á hlutina, því nánast enginn borgar uppsett verð.

Hvað ef þú værir með opið hús á íbúðinni þinni sem þú auglýsir til sölu á 25.9 milljónir uppsett. Þú þarft að borga kannski 900þúsund í sölulaun og eftirstöðvar lánsins á íbúðinni eru 23.5milljónir. Þarna er mögulegur hámarkshagnaður um 1.5 milljón ef íbúðin selst á uppsettu verði þegar sölulaun hafa verið greidd, en þetta er auðvitað miðað við björtustu spá, en þú ert tilbúinn að sætta þig við 24,4milljónir, því þá kemurðu út á sléttu eftir sölulaun og yfirtöku lána. Segjum svo að inn mætir einhver besserwisser og gargar yfir hópinn á opna húsinu að þetta verð sé út úr kortinu og að sanngjarnt verð væri 24.4mills, sem myndi þýða að þú yrðir 900þ. í mínus eftir söluna. Væri þetta ásættanleg hegðun í þessum kringumstæðum? Hver dó og sagði að þessi besserwisser væri með allt á hreinu og að hans álit á verði væri það rétta? Hvað ef hann hafði rangt fyrir sér, og væri nú búinn að spilla fyrir sölu, sóa tíma allra aðila sem áttu hlut að máli? Það er hægt að heimfæra þetta verðlöggudæmi yfir á hvað sem er, og í öllum öðrum tilfellum myndi manni blöskra, eða ég allavega - veit ekki með ykkur.

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Sent: Sun 02. Nóv 2014 22:19
af Hrotti
kiddi skrifaði:En Matrox, hvað ef þú hefðir haft rangt fyrir þér varðandi verðið á þessum græjum? Ertu alveg óskeikull í þínu verðvitund? Hverjum værirðu að hjálpa þá?

Ég veit til þess að umræddur aðili ætlaðist ekki til þess að fá 100þ. kr. fyrir græjurnar, heldur setti þau efri mörk til að mæta prútti, sem er það sem gengur og gerist í eðlilegu samfélagi. Sjálfur sel ég mikið af öðruvísi búnaði á öðrum spjallborðum og oftar en ekki set ég örlítið hærra verð á hlutina, því nánast enginn borgar uppsett verð.

Hvað ef þú værir með opið hús á íbúðinni þinni sem þú auglýsir til sölu á 25.9 milljónir uppsett. Þú þarft að borga kannski 900þúsund í sölulaun og eftirstöðvar lánsins á íbúðinni eru 23.5milljónir. Þarna er mögulegur hámarkshagnaður um 1.5 milljón ef íbúðin selst á uppsettu verði þegar sölulaun hafa verið greidd, en þetta er auðvitað miðað við björtustu spá, en þú ert tilbúinn að sætta þig við 24,4milljónir, því þá kemurðu út á sléttu eftir sölulaun og yfirtöku lána. Segjum svo að inn mætir einhver besserwisser og gargar yfir hópinn á opna húsinu að þetta verð sé út úr kortinu og að sanngjarnt verð væri 24.4mills, sem myndi þýða að þú yrðir 900þ. í mínus eftir söluna. Væri þetta ásættanleg hegðun í þessum kringumstæðum? Hver dó og sagði að þessi besserwisser væri með allt á hreinu og að hans álit á verði væri það rétta? Hvað ef hann hafði rangt fyrir sér, og væri nú búinn að spilla fyrir sölu, sóa tíma allra aðila sem áttu hlut að máli? Það er hægt að heimfæra þetta verðlöggudæmi yfir á hvað sem er, og í öllum öðrum tilfellum myndi manni blöskra, eða ég allavega - veit ekki með ykkur.



Ef að matrox hefði haft rangt fyrir sér þá hefði einhver annar bent á að hann væri bara að bulla.

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Sent: Sun 02. Nóv 2014 22:21
af kiddi
hkr skrifaði:@Kiddi, málið er samt að 84% (eins og staðan er núna) vilja hafa verðlöggur.


Já, og ég mun ekkert geta gert við því þó mér finnist það glatað :) Ég er ekki að fara að banna neinn né neitt enda ekki viðeigandi þar sem ég hef verið "fjarverandi" í öll þessi ár, en ég fylgist hinsvegar alltaf með söluþráðum og mér blöskrar hvernig móttökum fólk mætir oft. Ég er ekki að ætlast til neinna róttæka breytinga, en fagna umræðunni.

hkr skrifaði:...af því að einhver var leiðinlegur við vin þinn. Svo sé ekki betur en að þetta sé allt að stefna í persónuárás á Matrox að þinni hálfu.
Just my 2 cents.


Eins og ég er búinn að benda á nokkrum sinnum þá var þetta bara kornið sem fyllti mælinn, og mér sýnist ég ekki vera sá eini sem var orðinn pínu leiður á þessu viðmóti sem viðgengst. En jú þetta er sennilega rétt hjá þér að þetta sé farið að líkjast persónuárás á Matrox, en ég veit reyndar ekkert hvað hann heitir né hver hann er. Ég veit bara að þessi karakter er einna duglegastur að skipta sér af verðum annarra og gerir það oftar en ekki á frekar leiðinlegan hátt, ég set bara spurningamerki við hvort það sé eðlilegt og sanngjarnt að leyfa þessu að viðgangast, sérstaklega eins og hann gerir það. Er mögulegt, að vefurinn verði betri staður án verðlöggunnar?

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Sent: Sun 02. Nóv 2014 22:24
af MatroX
kiddi skrifaði:blablablablabla

lestu nú eitthvað það sem ég skrifa fyrr í þessum þræði, þeð eru 2 eða 3 3770k örgjörvar búnir að fara á 25þús, þetta móðurborð sem hann er með er sirka 10-15þús virði svo geturu miðað við 4 svona kubba *0,7 http://www.start.is/index.php?route=pro ... uct_id=591 sem gerir 33-34þús þá er þetta samtals sirka 70þús ég fer bara ekkert um og drulla yfir fólk, það er alveg kominn tími til að þú hættir núna

ég kom ekkert ílla fram við þennan vin þinn, ég reyni ekki að koma ílla fram við aðra hérna þar sem Guðjón væri þá búinn að banna mig ef ég hefði verið að því þar sem ég fékk að koma hérna inn aftur á algjöru skilorði fyrir löngu síðan, ég sé bara ekki hverng þú getur fundið það út að ég hafi komið svona svakalega ílla fram við vin þinn

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Sent: Sun 02. Nóv 2014 22:25
af maddi
Jæja, - gaman að horfa upp á umræðuna hlaupa upp í vitleysu.


Þess má geta, að pælingin mín við að spyrja Matrox af GSM númeri, að það er mun auðveldara að útskýra og leiðrétta miskylning í gegnum síma en í gegnum póstmál á spjalli, það hleipur mjög oft og fljótt út í einhver leiðindi þó eingin ætlun sé til um slíkt. - Það sem ég hafði ætlað að útskýra fyrir honum var nákvæmlega það sama og Kiddi benti hér á áðan, - verð eru sett fram, einhver kemur með tilboð, maður gerir móttilboð, ef ekkert gerist, lækkar maður sig, - og þá fær maður á endanum "rétt" verð, s.s verð sem markaðurinn er tilbúinn að borga. Báðir málsaðilar (kaupandi og seljandi), eru þá búnir að komast að því hvað er eðlilegt verð, og enga verðlöggu þarf til. - Í þessu tilfelli sem ég er að selja hluti núna, þá er ég með það að markmiði að selja á um 50% af verðmæti sambærilegs búnaðar ef hann væri keyptur í dag, - Fullyrðingar Matrox um að ég ætti að skera mína fyrstu tölu niður um 40%, er í eingu samræmi við eðlilegt verð fyrir það sem ég er að selja, Hann hefur engar upplýsingar t.d um aldur á 32GB DDR3 kubbum sem ég er með í sölunni, eitthvað sem kostar tæpan 70.000kr nýtt í dag nákvæmlega sama minni.

Mín samskipti við Matrox, eru nákvæmlega svona, elsta neðst, og það nýjasta efst. - ég hef eingöngu minn hluta samskiptana hér..
endilega lesið úr þessu en í guðana bænum, ekki hlaupa upp og fara að tala um málið eins og einhverjar hótanir hafi verið í gangi, það er algjörlega út úr allri kú.

------

já endilega, ég þekki stofnendur þessa spjalls ágætlega, - svo þú hefur svosem ekkert gagn af því að senda klögupósta yfir því að þú sért ókurteis, - verði þér af góðu.
------
Veistu, - oft heiris hátt í tómri tunnu, - það skiptir mig bara eingu máli hvað þú ert að skrifa marga pósta hérna, og margir póstar hafa heldur ekkert samræmi við hvort þú hafir eitthvað vit á því hvað þú ert að segja. - - og hversu lengi þú ert búinn að vera hérna, - , ég er nú búinn að vera notandi hér lengur en þú, og gæti ábyggilega verið pabbi þinn miðað við þinn aldur, ef hann er rétt uppgefinn hér hjá þér.

Ef þú getur ekki einu sinni rætt málið í síma, þá hefur þú enga virðingu og ert væntanlega huglaus, - til hvers ætti nokkur maður að taka mark á því, skrifandi með nafnleynd og ekki þora að tala við þá sem senda á þig svör við þínum póstum. -

og endilega slepptu þessum svívirðingum, þær gagnast þér ekki neitt.
--------
Sæll

slakaðu aðeins á, - og vinsamlegast hættum þessum blótsyrðum, ég hef nóg annað að gera en að hlusta á slíkt. - eða ræða við nafnlausar "hetjur", sem hafa greinilega ekki manndóm í því að koma fram undir nafni.

þú ert að vísa í einhverjar reglu, - lestu t.d þessa reglu um spjalið.

6. gr.

Ekki koma með fullyrðingar ef þú ert ekki viss um það sem þú ert að segja

. - þú ert að setja fram einhverja fullyrðingu í þræðinum þínum, en þú hefur ekki neitt vit á því hvað ég er að gera eða á hvað ég er að selja hlutin, -er komin með boð yfir 80.000 kr svo þú mátt endilega bara fjarlægja þetta bull úr þér af þræðinum.
------
Hvað er gsm hjá þér?
-------

hæ ,

til hvers ertu að skrifa texta við auglýsinguna mína? og segja eitthvað um verð - ´þú mátt gjarnan fjarlægja hann

kv Marteinn.

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Sent: Sun 02. Nóv 2014 22:31
af Viktor
GuðjónR skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Vill vaktin vera eins og Bland.is?

Vaktin vill hlusta á ykkur og fara eftir því sem þið viljið, þess vegna er þessu könnun gerð. ;)


Touché :fly

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Sent: Sun 02. Nóv 2014 22:36
af kiddi
MatroX skrifaði:
kiddi skrifaði:blablablablabla

Flott hvernig þú gerðir "blablablabla" í quote gluggann minn, vel gert! Svona stælar teljast einmitt undir dónaskap.

MatroX skrifaði:....það er alveg kominn tími til að þú hættir núna

Já ég skal hætta núna, en mig langar að biðja þig að vera kurteisari í framtíðinni og hugsa aðeins áður en þú slembir fram því sem þú heldur að sé rétt verð. Þú veist ekkert hvað viðkomandi er tilbúinn að lækka sig og/eða hvaða væntingar hann hefur til sölu. Þú ert ekki alvitur, þó þú sért mögulega ansi klár í gangverðum á notuðum hlutum. Eðlilegt væri að eftirspurn myndi ráða verði, en ekki persónuleg skoðun annarra.

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Sent: Sun 02. Nóv 2014 22:37
af MatroX
maddi skrifaði:blablabla


verst að það skiptir bara engu máli hvað þessi minni sem þú ert með kosta ný þar sem það er hægt að fá miklu betri minni og mun ódýrari en þessi minni í dag, það er líka hægt að kaupa nýjan tölvu búnað á 103þús sem er eins ef ekki betri en þú varst að auglýsa á 100þús og drullar svo yfir mig þegar ég hafði rétt fyrir mér, braut enga reglur á síðuni hérna, og síðan spyrðu ekki bara eitthvern úti bæ hey hvað er gsm númerið þitt, það eru til fávitar í þessum heimi þannig að það legst ekkert rosalega vel í hvern sem er þessi spurning

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Sent: Sun 02. Nóv 2014 22:39
af maddi
MatroX skrifaði:svo eru líka alltaf plebbar sem væla í pm yfir því að maður sé að benda þeim á að verðlagning þeirra sé bara bull hóta manni öllu íllu og ég er nokkuð viss um að ein af ástæðunum að þú segir þetta sé útaf atviki áðan sem involvar "vin" þinn,


Ein vinsamleg ábending Matrox, - Ef þú ætlar að halda uppi einhverjum málstað og trúverðuleika, - farðu þá rétt með, sérstaklega þegar þú ætlar að hrópa útá torgi.. - þér hefur ekki verið hótað einu né neinu, og að þú berir þetta svona upp hér, er ekki málefnalegt né þér til framdráttar.

kv.Marteinn.

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Sent: Sun 02. Nóv 2014 22:40
af maddi
6643277 ef þú vilt ræða málin
kv.Marteinn.

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Sent: Sun 02. Nóv 2014 22:42
af MatroX
maddi skrifaði:6643277 ef þú vilt ræða málin
kv.Marteinn.

afhverju ætti ég að vilja ræða við þig um eitthvað sem er búið að koma í ljós að ég hafi 100% rétt fyrir mér um og þú og kiddi vinur þinn eruð bara búnir að vera drulla yfir mig, vel gert og btw lestu reglurnar pls...........

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Sent: Sun 02. Nóv 2014 22:45
af maddi
hefur rétt fyrir þér í hverju?, það er einginn nema þú að drulla yfir fólk, - Þú ert alveg sérstaklega ókurteis, og þar af leiðandi er ekkert mark takandi á þér. en gangi þér vel, vonandi lærir þú eitthvað á mannleg samskipti í kjölfarið á þessum umræðum.

kv.Marteinn.

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Sent: Sun 02. Nóv 2014 22:48
af Yawnk
Mynd

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Sent: Sun 02. Nóv 2014 22:50
af maddi
Yawnk skrifaði:[ Mynd ]

haha, þessi er góð :)

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Sent: Sun 02. Nóv 2014 23:02
af Hnykill
Auðvitað viljum við verðlöggur.. við fylgjumst vel með vélbúnaðarþróun og vitum vel hvað við erum að tala um. ef einhver veit í raun og veru hvers hlutirnir eru virði þá erum það við hér á Vaktinni. Við erum fremstir í okkar flokki hér á landi.

En oftast er spurninginn bara sú.. hvers virði er það fyrir þér, það sem ég hef :klessa og verðlöggur eru bara oft að benda okkur á, að sami hlutur kostar ef til vill 300 kalli meira og með 2 ára ábyrgð annarstaðar.

Við erum bara að passa uppá hvorn annann og að það sé ekki svindlað á okkur. :happy \:D/

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Sent: Sun 02. Nóv 2014 23:10
af maddi
já fullkomlega eðlilegt að benda manni á ef maður er eitthvað út að flauta með verð, - en það er samt algjör óþarfi að vera með dónaskap í einkapósti, og reyna svo að ljúa til um samskiptin manna á milli hér á spjallinu. - þá er betur heima setið.
já og halda svo áfram með dónaskapinn hér á spjallinu í þokkabót.

kv.Marteinn.

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Sent: Sun 02. Nóv 2014 23:13
af Diddmaster
aðgát skak haldið í nærveru sálar :) en flott umræða ég er einn af þeim seljundum sem vill ekki setja of hátt á vörur en heldur ekki gefa þær og ef að verðlögga segir vörurnar vera 60-70þ króva virði þá veit kaupandin að þetta sé verðið og telst það þá sangjarnt fyrir báða og laus við prútt en þetta er bara það sem mér fynst og mér fynst líka að allir eiga rétt á sinni skoðunn en ef að allir eiga rétt á sinni skoðunn þá hefur ekki neinn rangt fyrir sér

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Sent: Sun 02. Nóv 2014 23:13
af MatroX
maddi skrifaði:já fullkomlega eðlilegt að benda manni á ef maður er eitthvað út að flauta með verð, - en það er samt algjör óþarfi að vera með dónaskap í einkapósti, og reyna svo að ljúa til um samskiptin manna á milli hér á spjallinu. - þá er betur heima setið.
já og halda svo áfram með dónaskapinn hér á spjallinu í þokkabót.

kv.Marteinn.

hvar er ég að ljúga um okkar samskipti hahahah er ekki allt í lagi með kollinn á þér?

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Sent: Sun 02. Nóv 2014 23:17
af maddi
Matrox, - þú segir hér að ofan að ég hafi verið að hóta þér einhverju,

og í guðana bæðum hættu þessum svívirðingum, þær gagnast þér ekkert.

kv.Marteinn.

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Sent: Sun 02. Nóv 2014 23:21
af MatroX
maddi skrifaði:Matrox, - þú segir hér að ofan að ég hafi verið að hóta þér einhverju,

og í guðana bæðum hættu þessum svívirðingum, þær gagnast þér ekkert.

kv.Marteinn.

okay fyrirgefði í sagði þarna einu sinni hóta mér öllu íllu en við hverju átti ég að búast ekki beint normal að spyrja bara um gsm númer hja eitthverjum upp úr þurru

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Sent: Sun 02. Nóv 2014 23:25
af maddi
MatroX skrifaði:
maddi skrifaði:Matrox, - þú segir hér að ofan að ég hafi verið að hóta þér einhverju,

og í guðana bæðum hættu þessum svívirðingum, þær gagnast þér ekkert.

kv.Marteinn.

okay fyrirgefði í sagði þarna einu sinni hóta mér öllu íllu en við hverju átti ég að búast ekki beint normal að spyrja bara um gsm númer hja eitthverjum upp úr þurru



þú hefðir mátt búast við því að ég vildi útskýra hvað ég væri að spá í varðandi þessa auglýsingu mína, - það er ekkert að því að tala saman er það? -

en anyhow, - eigðu góðan dag.

kv.Marteinn.