Síða 1 af 1

Breytingar á flokkum

Sent: Sun 29. Sep 2013 13:55
af GuðjónR
Smá pælingar varðandi breytingar á spjallborðunum.

Mods / kassar og kæling
Benchmarking
Overclocking
Verður: Mods, yfirklukkun og hraðaprófanir

Fartölvur
Snjalltæki og myndavélar
Verður: Snjalltæki, fartölvur og myndavélar.


Sjónvarpshornið
Hljóðkerfi / hátalarar / hljóðkort
Verður: Sjónvörp og hljóðkerfi

DVD & CD-ROM
Vinnsluminni / minniskort / minnislyklar
Harðir diskar, SSD diskar og flakkarar
CPU og móðurborð
SKjákort og skjáir
Verður: Tölvuíhlutir (cpu,gpu,ssd,hdd,dvd)

FAQ mætti deyja...

Folding@home ... mætti fara eitthvað annað, t.d. í Koníakstofuna.

Þá eru eftir:
Tölvan mín
Uppfærslur
Netkerfi-internetið
Vélbúnaður: annað
Unboxing og Reviews

Re: Breytingar á flokkum

Sent: Sun 29. Sep 2013 15:10
af gardar
Lítur vel út :)

Re: Breytingar á flokkum

Sent: Sun 29. Sep 2013 15:24
af GuðjónR
gardar skrifaði:Lítur vel út :)


Takk fyrir það, ætla að hafa þetta opið til skrafs og ráðagerða ef einhver er með betri hugmyndir því það er ekki aftur tekið þegar flokkum er eitt og innihaldið sameinað við aðra flokka.

Re: Breytingar á flokkum

Sent: Sun 29. Sep 2013 15:32
af Zorky
Þetta er mjög flott :)

Re: Breytingar á flokkum

Sent: Sun 29. Sep 2013 15:47
af Vignirorn13
Þetta er geðveikt flott! :)

Re: Breytingar á flokkum

Sent: Sun 29. Sep 2013 18:10
af appel
Súper :happy

Re: Breytingar á flokkum

Sent: Sun 29. Sep 2013 18:49
af armada9
afhveru þarf að breita þessu mer finst þetta fint sona sundurliðað (:

Re: Breytingar á flokkum

Sent: Sun 29. Sep 2013 19:53
af tdog
Mér finnst fínt að hafa þetta svona sundurliðað eins og þetta er nú þegar.

Re: Breytingar á flokkum

Sent: Sun 29. Sep 2013 21:01
af AntiTrust
Líst vel á þetta, finnst hreinlega ekki nógu mikil traffík inn í suma flokkana hérna til að réttlæta svona ítarlega flokka.

Re: Breytingar á flokkum

Sent: Sun 29. Sep 2013 21:46
af biturk
Fynnst þetta fínt eins og það er

Re: Breytingar á flokkum

Sent: Mán 30. Sep 2013 00:16
af I-JohnMatrix-I
lýst vel á breytingar, allt of margir subforums.

Re: Breytingar á flokkum

Sent: Mán 30. Sep 2013 00:32
af Lexxinn
biturk skrifaði:Fynnst þetta fínt eins og það er


Væri fín hugmynd til að komast á mót við svona bitra að notast við tags á þræðina. Ef biturk mundi bara vilja skoða um skjákort þá gæti hann bara leitað að því eins og þetta er á mörgum síðum. #skjákort

Annars líkar mér breytingarnar.

Edit: En það tekur líklega smá tíma að forrita alla síðuna svoleiðis.

Re: Breytingar á flokkum

Sent: Mán 30. Sep 2013 08:32
af vesley
AntiTrust skrifaði:Líst vel á þetta, finnst hreinlega ekki nógu mikil traffík inn í suma flokkana hérna til að réttlæta svona ítarlega flokka.


alveg sammála því.

Re: Breytingar á flokkum

Sent: Mán 30. Sep 2013 13:45
af Xovius
Nota sjálfur aldrei flokkana nema þegar ég posta. Annars er les ég bara allt nýtt sem er áhugavert :D

Re: Breytingar á flokkum

Sent: Mán 30. Sep 2013 13:54
af playman
Xovius skrifaði:Nota sjálfur aldrei flokkana nema þegar ég posta. Annars er les ég bara allt nýtt sem er áhugavert :D

x1

Re: Breytingar á flokkum

Sent: Mán 30. Sep 2013 14:02
af biturk
Xovius skrifaði:Nota sjálfur aldrei flokkana nema þegar ég posta. Annars er les ég bara allt nýtt sem er áhugavert :D


Þetta er einmity málið

Þess vegna eru þetta tilgangslausar breitingar sem flækja bara enn meira og þræðir drukkna í topicum

Re: Breytingar á flokkum

Sent: Sun 06. Okt 2013 16:22
af GuðjónR
Svona gætum við breytt flokkunum.

Re: Breytingar á flokkum

Sent: Sun 06. Okt 2013 16:26
af gardar
Letsgo :)

Re: Breytingar á flokkum

Sent: Sun 06. Okt 2013 19:21
af Vignirorn13
Flott svona :)

Re: Breytingar á flokkum

Sent: Sun 06. Okt 2013 19:40
af vesley
Mikið skárra,

Re: Breytingar á flokkum

Sent: Sun 06. Okt 2013 21:23
af jonolafur
GuðjónR skrifaði:Svona gætum við breytt flokkunum.

Prufaðu bara að skella þessu á og svo er alltaf hægt að skipta aftur ef fólki mislíkar.

Re: Breytingar á flokkum

Sent: Sun 06. Okt 2013 22:39
af GuðjónR
jonolafur skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Svona gætum við breytt flokkunum.

Prufaðu bara að skella þessu á og svo er alltaf hægt að skipta aftur ef fólki mislíkar.


Það er nefninlega ekki hægt, því ef ég sameina t.d. tvo flokka með hvor með með tíu þúsund bréf þá er ekki hægt að splitta þeim aftur.
Hitt er annað mál, að í flokk með 10-50 þúsund bréf þá ertu ekkert að leita "manual" ... ef þig vantar eitthvað ákveðið þá er leitin rétta leiðin.

Re: Breytingar á flokkum

Sent: Mán 07. Okt 2013 08:07
af audiophile
Endilega kýla á þetta. Má alveg þjappa þessu aðeins saman.

En segðu mér eitt, af hverju fæ ég bara upp flokka á þessu spjalli í Tapatalk en ekki nýjustu þræðina eins og er á mörgum spjallborðum sem ég skoða í Tapatalk? Mér finnst nefnilega afskaplega þægilegt að renna í gegnum forsíðuna á spjallinu, þ.e.a.s. nýjustu þræðina, en sé það ekki í Tapatalk.

Afsakaðu ottftopic en vildi sleppa við að gera nýjan þráð. :japsmile