Tölvunafræði HÍ vs HR (2019)

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild

Höfundur
Siggalingurinn
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Fim 04. Júl 2019 22:16
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Tölvunafræði HÍ vs HR (2019)

Pósturaf Siggalingurinn » Fim 04. Júl 2019 22:26

Hæhæ

Ég er núna að velja á milli tölvunarfræði í HR og Hí og ég hreinlega get bara ekki ákveðið mig. Ég er búinn að lesa mikið um Hr vs Hí hérna inni en það er allt orðið svoldið gamlir þræðir. Með hvoru mælið þið með? Eina sem stoppar mig mest er bara 250k önnin. En annars er ég bara að pæla hvort þetta sé mikill munur á milli skóla. Endilega deilið með mér ykkar áliti/reynslu. Ég þarf helst að ákveða .etta um helgina þannig það er alveg bullandi valkvíði.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvunafræði HÍ vs HR (2019)

Pósturaf Viktor » Fim 04. Júl 2019 22:28

Skiptir engu máli hvorn þú velur í rauninni.

HÍ er ofar á alþjóðlegum listum og er fræðilegra.
HR er nútímalegri og meira atvinnulífstengdur.

Ágætis samlíking væri MR vs. Verzló.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Höfundur
Siggalingurinn
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Fim 04. Júl 2019 22:16
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tölvunafræði HÍ vs HR (2019)

Pósturaf Siggalingurinn » Fim 04. Júl 2019 22:40

Okeiokei hefuru heyrt eitthvað hvoru megin kennslan er betri? Og hvort námið sé eitthvað erfiðara eða léttara á annaðhvorum staðnum? Og eru vinnuveitendur eitthvað að taka frekar inn HR menntaða heldur en HÍ?



Skjámynd

arnarleifs
Græningi
Póstar: 36
Skráði sig: Mán 17. Jún 2019 00:19
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Tölvunafræði HÍ vs HR (2019)

Pósturaf arnarleifs » Fim 04. Júl 2019 22:47

Ég er útskrifaður úr tölvunarfræði við HR og man að ég fór í gegnum sambærilegt ferli þegar ég var að velja námið. Þeir hlutir sem ég hef komist að eru eftirfarandi:

HR
    * Mjög tengt atvinnulífinu sem kemur sér vel og þá sérstaklega þegar unnið er að lokaverkefni eða öðrum sérstökum verkefnum í samstarfi við fyrirtæki. Þetta hefur í för með sér aukinn möguleika á atvinnu hjá einhverjum af þessum fyrirtækjum
    * Mikil áhersla lögð á hópavinnu ásamt vinnuhefðum á borð við Agile, Scrum sem er mikið í líkingu við hið raunverulega líf forritara / hugbúnaðarsérfræðings
    * Kennarar og kennsluefni er í takt við nútímann
    * Aðstaða góð ásamt aðgengi að kennurum
    * Námsmat í takt við nútímann, t.d. próf tekinn á tölvur


    * Mun fræðilegri nálgun að viðfangsefninu
    * Ekki virk samvinnu við atvinnulífið
    * Minni áhersla lögð á hópavinnu og almennt að vinna innan teymis með hugmyndafræði á borð við Scrum
    * Námsmat er að færa sig í sömu átt og HR en ekki komið eins langt og enn verið t.d. að forrita á blaði í prófum

Persónulega myndi ég segja að HR væri betri kostur þegar kemur að náminu sjálfu en það er vissulega ákveðinn verðmiði settur á það.


[i5-9600K]-[Z390-Gaming-X][ASUS Rog Strix GTX 1080Ti]

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvunafræði HÍ vs HR (2019)

Pósturaf Viktor » Fim 04. Júl 2019 23:24

Siggalingurinn skrifaði:Okeiokei hefuru heyrt eitthvað hvoru megin kennslan er betri? Og hvort námið sé eitthvað erfiðara eða léttara á annaðhvorum staðnum? Og eru vinnuveitendur eitthvað að taka frekar inn HR menntaða heldur en HÍ?


Léttara í HR geri ég ráð fyrir. Hef heyrt af stórum hópaverkefnum þarna þar sem einn gerir alla vinnuna og hinir fljóta með.

Þú þarft meira að læra að standa á eigin fótum í HÍ.

Það hefur sína kosti og galla. Skólinn sem þú valdir er ekki það sem atvinnulífið er mikið að spá í, heldur að þú getir sýnt fram á að þú kunnir að forrita - til dæmis.

Gott að búa til eitthvað Github portfolio með einhverju sniðugu samhliða náminu. Þurfa ekki að vera flókin, bara eitthvað áhugavert.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4323
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 382
Staða: Ótengdur

Re: Tölvunafræði HÍ vs HR (2019)

Pósturaf chaplin » Fös 05. Júl 2019 01:04

Ég var að útskrifast frá HÍ (tölvunarfræði), en áður en ég hóf nám í HÍ var ég í HR, fyrst í viðskiptafræði og síðan tölvunarfræði.

Besta við HR eru tengslin við atvinnulífið, ekki spurning - að kynnast aðferðafræðum með því að vinna hjá fyrirtækjum í verkefnum er alveg brilliant. Aðstaðan í Sólinni er líka mjög nice.

Ef ég væri þó að fara í háskóla í dag, vitandi allt sem ég veit að þá færi ég aftur í HÍ. Fyrir utan það að árið kostar aðeins 74.000 kr hjá HÍ, mv. 500.000 kr hjá HR, að þá eru það kennara elítan hjá HÍ sem ég væri að eltast eftir. HR er líka með frábæra kennara, en snillingar eins og Páll Melsted, Ólafur Sverrir, Ebba Þóra, Snorri A., Anna Helga, eru MVP.

Báðir skólarnir eru þó frábærir, hvorn skólann sem þú velur að þá verður þú alltaf ánægður.

PS. Nokkrir hlutir sem ég vill leiðrétta þegar talað er um "neikvæðu" hlutina hjá HÍ eru.

1. Fræðilegt efni. Það er smá til í því að að HÍ fer dýpra í "fræðilegt" efni, t.d. fór ég mun dýpra í stöðuvélar en bróðir kærustunar sem er í HR, en hann biður mig gjarnan um aðstoð með hin og þessi verkefni og HÍ er langt því frá að eins "fræðilegur" og margir halda.

2. Próf á blaði. Forritunarpróf eru almennt tekin á blöð. Til að byrja með fannst mér það fáranlegt að taka forritunarpróf á blaði en það er ekki eins og maður sé að skrifa stóran kóða á blað og syntax-ar þurfa að vera réttir, það er eingöngu verið að ath. hvort þú sért að hugsa dæmið rétt til enda (pseudocode). Í dag myndi ég frekar vilja taka próf á blað en í tölvu.

3. Hópavinna. Minni áhersla lögð á hópavinnu er bull og svo skrítinn punktur, er gott að kunna bara að vinna í hópum en ekki sjálfstætt?

4. Lélegt aðgengi að kennurum. Annað bull. Þjónustan hjá kennurum í HÍ, af minni reynslu, er frábær - ef eitthvað er, betri en í HR.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

g0tlife
1+1=10
Póstar: 1159
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
Reputation: 153
Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
Staða: Ótengdur

Re: Tölvunafræði HÍ vs HR (2019)

Pósturaf g0tlife » Fös 05. Júl 2019 08:22

chaplin skrifaði:4. Lélegt aðgengi að kennurum. Annað bull. Þjónustan hjá kennurum í HÍ, af minni reynslu, er frábær - ef eitthvað er, betri en í HR.


Þetta er ekki rétt, kannski fyrir eina deild en yfir höfuð ekki rétt.


Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4323
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 382
Staða: Ótengdur

Re: Tölvunafræði HÍ vs HR (2019)

Pósturaf chaplin » Fös 05. Júl 2019 09:50

g0tlife skrifaði:
chaplin skrifaði:4. Lélegt aðgengi að kennurum. Annað bull. Þjónustan hjá kennurum í HÍ, af minni reynslu, er frábær - ef eitthvað er, betri en í HR.


Þetta er ekki rétt, kannski fyrir eina deild en yfir höfuð ekki rétt.

Rétt, enda er ég eingöngu að tala um tölvunafræðina. :)

Ég er annars mjög þreyttur á Hí vs. HR umræðum því gagnrýnin sem báðir skólar fá voru rétt fyrir 10-15 árum og eru endurtekin ár eftir ár þrátt fyrir að allt sé breytt. Í dag eru báðir skólarnir eru frábærir, ég þekki mikið að frábærum forriturum sem hafa útskrifast frá bæði HR og HÍ, bara persónulega eftir að hafa verið í báðum skólunum að þá kýs ég HÍ, fyrst og fremst útaf kennurunum.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS