Vöntun á verði í söluþráðum

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild
Skjámynd

Höfundur
bits
Fiktari
Póstar: 54
Skráði sig: Þri 21. Maí 2019 16:15
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Vöntun á verði í söluþráðum

Pósturaf bits » Þri 19. Nóv 2019 17:25

Er orðinn þreyttur á að sjá söluþræði þar sem ekkert verð né verðhugmynd er gefin upp.
Er ekki hægt að hafa það sem skyldu að ef þú ætlar að auglýsa eitthvað til sölu hérna að hafa amk einhverja verðhugmynd?



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vöntun á verði í söluþráðum

Pósturaf kiddi » Þri 19. Nóv 2019 20:45

Já þetta er frekar þreytt og mjög einkennandi fyrir íslendinga, við stöndum alltaf í trúnni um að það komi einhver kjáni sem er tilbúinn að borga hærra en maður telur sig eiga rétt á, en ég held það hafi bara aldrei nokkurntíman gerst að mér vitandi að einhver hafi fengið hærra greitt en hann átti von á.

Besta lausnin er að setja upp einhverja tölu, jafnvel örlítið hærri en tilfinningin segir - og láta prútta sig svo niður í það verð sem maður er sáttur við, það er mín taktík allavega. Annars á þeim erlendu spjallborðum sem ég stunda, þá er gerð krafa um að það sé sett fram verð, þ.e. söluþráðum er eytt út ef það fylgja engin verð, og ég er alveg hlynntur því að taka það upp hér líka, það myndi flýta verulega fyrir sölu og spara tíma seljanda og kaupanda.




netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1007
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 78
Staða: Tengdur

Re: Vöntun á verði í söluþráðum

Pósturaf netkaffi » Mið 20. Nóv 2019 07:08

Þegar ég var ungur og vitlaus seldi maður dót á meira en það var virði, í gegnum irkið og svona. Maður sér eiginlega eftir því, enda eiginlega predatory að selja einhverjum sem vita ekki betur fyrir tvöfallt það sem fróðir myndu borga fyrir það.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6278
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 434
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Vöntun á verði í söluþráðum

Pósturaf worghal » Mið 20. Nóv 2019 08:26

kiddi skrifaði:Já þetta er frekar þreytt og mjög einkennandi fyrir íslendinga, við stöndum alltaf í trúnni um að það komi einhver kjáni sem er tilbúinn að borga hærra en maður telur sig eiga rétt á

"ég veit hvað ég er með!" kemur sterkt til hugar þegar ég hugsa íslenskt viðskiptavit. :lol:


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vöntun á verði í söluþráðum

Pósturaf Viktor » Mið 20. Nóv 2019 09:21

Sammála.

Algjör tímasóun að láta hvern og einn senda sér PM fyrir verð. Svo fær maður kannski svar viku seinna.

Ef þú veist ekki hvað þú vilt fá fyrir eitthvað, slepptu þá því að selja það.

Svo er eBay frábær leið til að vita sirka hvað eitthvað á að kosta notað.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Labtec
has spoken...
Póstar: 188
Skráði sig: Sun 29. Feb 2004 15:43
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Vöntun á verði í söluþráðum

Pósturaf Labtec » Mið 20. Nóv 2019 10:22

verð í pm


AORUS AC300W ATX Gaming Case | Gigabyte B450 AORUS PRO | AMD Ryzen™ 5 3600 | 32GB G.Skill Ripjaws V 3200MHz DDR4 | Gainward GeForce RTX 3080 Phoenix GS |SSD 970 EVO Plus NVMe M.2 250GB | SSD 860 Evo M.2 1TB | HDD 3.5" Seagate 3TB | Seasonic Focus+ Gold SSR-1000FX

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3090
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 522
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Vöntun á verði í söluþráðum

Pósturaf Hjaltiatla » Mið 20. Nóv 2019 10:32

Heyrðu nú mig, ég sem ætlaði að henda inn fullt af söluþráðum með hlutum sem ég hugsanlega ætlaði mér að selja ef einhver væri nógu gjafmildur að yfirbjóða raunverð í einkaskilaboðum en að sjálfsögðu bakka út ef það gengur ekki upp.
Tímasóun fyrir alla - bæði fyrir þann sem er að selja og þann sem er að leita sér að vöru


Just do IT
  √

Skjámynd

ChopTheDoggie
vélbúnaðarpervert
Póstar: 979
Skráði sig: Þri 15. Des 2015 01:27
Reputation: 105
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: Vöntun á verði í söluþráðum

Pósturaf ChopTheDoggie » Mið 20. Nóv 2019 11:21

Hjaltiatla skrifaði:Heyrðu nú mig, ég sem ætlaði að henda inn fullt af söluþráðum með hlutum sem ég hugsanlega ætlaði mér að selja ef einhver væri nógu gjafmildur að yfirbjóða raunverð í einkaskilaboðum en að sjálfsögðu bakka út ef það gengur ekki upp.
Tímasóun fyrir alla - bæði fyrir þann sem er að selja og þann sem er að leita sér að vöru


Ég gæti hugsanlega geta gert það fyrir þig, hentu á mig skiló bara. :D


Ryzen 7 5800X | ASRock B550M Steel Legend | Corsair 32GB (2x16) LPX 3200Mhz | RTX 3060ti | Seasonic Focus+ Gold | ATX Lancool II


pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Vöntun á verði í söluþráðum

Pósturaf pepsico » Mið 20. Nóv 2019 17:00

Skylda verðhugmynd frekar en verð. Oft vita seljendur ekkert hvað er sanngjarnt og það er því ósniðugt að skylda verð.
Það væri fín leið til að verja alla frá okrurum sem fela sig með því að gefa hvorki upp verð né verðhugmynd en segja svo fimmtán mismunandi einstaklingum sem vita ekki neitt og biðja um slíkt "Att pm" því þeir vita að verðin eru svívirðileg og að fólk hér myndi benda á það.



Skjámynd

Höfundur
bits
Fiktari
Póstar: 54
Skráði sig: Þri 21. Maí 2019 16:15
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Vöntun á verði í söluþráðum

Pósturaf bits » Mið 20. Nóv 2019 17:48




Skjámynd

Höfundur
bits
Fiktari
Póstar: 54
Skráði sig: Þri 21. Maí 2019 16:15
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Vöntun á verði í söluþráðum

Pósturaf bits » Mið 20. Nóv 2019 17:54

og fleiri

https://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=80687

https://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=80761

Virðist að mestu vera einhverjir hit-and-run notendur af bland.is [-(