Síða 1 af 1

Hugmynd: Flokkun á milli m.2 nvme og m.2 sata

Sent: Lau 06. Feb 2021 02:23
af DJOli
Mér þætti rétt að sleppa annaðhvort m.2 sata drifum úr flokknum á verðvaktinni er varða m.2 nvme drif, þar sem þau eru strangt til tekið ekki nvme, og byggja á sata staðlinum sem gerir þau mun hægari (lesist sem 50-500%) en hefðbundin m.2 nvme drif (les og skrifhraði frá uþb 1000mbps upp í 7000mbps á nýjustu kynslóð).

Annaðhvort það, eða búa til annann flokk, það verði þá sérflokkur fyrir drif sem eru specifically m.2 sata, en þá mætti einmitt líka crawla m.2 sata drifin sem Kísildalur (og eflaust fleiri) selja.

Það mætti þá þessvegna fylgja buildernum ef forritarinn hefur áhuga, en þá kæmi upp komi svona ábending sem væri eitthvað á þessa leið ef buildið inniheldur móðurborð með m.2 support, en verðlistinn segir til um að valið hafi verið m.2 sata drif.
"Þú ert með m.2 sata drif valið í m.2 rauf tölvunnar. Þau keyra 50-500% hægar en m.2 nvme drif.

Ég skrifaði þetta innlegg einna helst vegna þess að það er eitt m.2 sata drif á verðlistanum fyrir m.2 nvme drif, sem er vægast sagt villa.