Pósturaf DoofuZ » Lau 22. Maí 2010 17:35
Já, er búinn að lesa mér aðeins til um það, þetta er callað CAM (Conditional Access Module) og á að vera hægt að smella í tækið að aftan. Pabbi kaupir svoleiðis á þriðjudaginn

En nú er ég búinn að setja það upp og hef verið að fikta fram og til baka og er núna að stússast eitthvað með netfídusinn á tækinu. Hef meðal annars prófað að kíkja inná Youtube en það virkaði ekki og Dailymotion fraus bara á logoinu með load bar fullann

Svo er ég núna að reyna að streyma myndbönd eða tónlist á sjónvarpið frá Windows 7 en það er bara engan veginn að ganga

Hvernig er einfaldast að græja það? Ég er búinn að gera enable á allt sharing dót í Media Player og svo prófaði ég að senda streymi frá vlc á ip-tölu sjónvarpsins en það virkar ekki heldur. Sjónvarpið finnur samt tölvuna mína en segir alltaf að það séu engin myndbönd inná henni en samt hef ég prófað að setja myndbönd í video library og svo er ég með haug af möppum shared. Er ég kannski ekki að fara rétt að þessu?
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]