Er að íhuga kaup á flatskjá.

Skjámynd

Höfundur
Black
Vaktari
Póstar: 2422
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Reputation: 157
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Er að íhuga kaup á flatskjá.

Pósturaf Black » Lau 09. Feb 2013 11:00

Ég var að spá í að kaupa flatskjá á næstunni, En þar sem ég missti af útsölunum þá veit ég ekki alveg hvar ég get fengið 47-50" flatskjá á sanngjörnu verði ég ætla ekki að eyða meira en 200k í hann

Svo er ég að spá í Plasma eða LED ? skjárinn verður inní stofu og mikið notaður við að horfa á bíómyndir og spila á leikjatölvur.

Hér er einn sem ég sá sem mér líst ágætlega á http://sm.is/index.php?sida=vara&vara=TXL50EM5E

hverju mælið þið með?


CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |

Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1751
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Er að íhuga kaup á flatskjá.

Pósturaf Kristján » Lau 09. Feb 2013 11:58

Fyrsta lagi þá er hellingur af þráðum herna sem eru með akkurat sömu spurningar og þú er með herna.

http://www.flatpanelshd.com/guides.php
Þarna eru mjög góðir punktar um hvernig á að stilla og setja upp sjónvarp (þetta er viðmið, allir eru með sínar skoðannir)

http://www.pcmag.com/article2/0,2817,2387377,00.asp
Fyrsta sem kom upp við google leit "lcd vs plasma" þarna er farið í facts og stats um hvernig þetta er mismunandi.
Eins og alltaf þá er þetta mimunandi líka eftir hvað hver vill.

Fyrsta sem ég mundi ráðleggja þér er að fara á staðina sem selja sjónvörp og fá að sjá þau first hand, fá að sjá mismunandi bíómyndir í tækjunum og heyra hvað sölumaðurinn segir.

Það sem ég mæli með er neoplasma, og þá er ekkert annað nema Panasonic sem kemur til greina, verð samt að segja að mitt sjónvarp er ST30 neoplasma og það er eina sjónvarpið sem ég hef átt fyrir utan 20" united túpu þannig hehe :D

Tæknin er alltaf að þróast og plasma hefur farið uppá við heilann helling sem og lcd, það er eiginlega ekki hægt að segja hvort er betra því það er allt aftir hverjum og einum hvað þeim finnst.

Fínn laugardagur núna þó að það sé rigning, þá mæli ég með því að taka daginn í smá rúnt um búðir og skoða sjónvörpin, fá útprent af specs og sjá hvort þú finnur ekki eitthvað sem þú fílar.

Eitt í viðbót ef sölumaðurinn spyr þig ekki, segðu honum þá hvernig stofan þín er, björt, dökk, litil eða stór, svo er alveg möguleiki að sjónvarpið sem þér fannst svo awesome í búðinni komi ekki svo vel út heima hjá þér.

Þetta er svo erfitt val.