OLED tv sem desktop monitor?

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 3774
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 377
Staða: Tengdur

OLED tv sem desktop monitor?

Pósturaf appel » Mán 03. Maí 2021 20:45

Eru einhverjir að nota OLED sem tölvuskjá. Hvernig upplifði þetta? Hvernig notiði þetta?
Langar doldið að prófa svona 48" oled tv sem tölvuskjá, en vildi fá comment um þetta hvort þetta sé eitthvað fáránlegt.

Er með dell 43" professional ips skjá núna og hann er alveg frábær, en oled er jú líka frábært. Bara spurning hvernig oled virkar sem tölvuskjár, sérstaklega þegar það er hannað sem sjónvarp. Svo er þetta burn in alltaf áhætta.


*-*

Skjámynd

Dropi
spjallið.is
Póstar: 486
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: OLED tv sem desktop monitor?

Pósturaf Dropi » Þri 04. Maí 2021 08:35

Ég hef reynslu af þessu í vinnuni, við keyptum 16 stykki af 48" LG CX panelum og notum sem skjái. Þú þarft að slökkva á milljón fídusum svo þetta geri þig ekki alveg tjúllaðan. Helsta vandamálið er að þessir nýju panelar koma með fleiri en einni burn-in-vörn, og við slökktum á þeim öllum til að gera þá nothæfa - þetta mun stytta líftíma þeirra töluvert. Það er rosalega mikil dimming sem á sér stað af sjálfu sér þegar þú ert með sömu myndina á skjánum í smá tíma, og til að slökkva á því þarftu 'Service Remote' og að komast í 'Service Menu'. Það er hægt að nota suma android síma með IR blaster til að stilla þetta.

Ein góð hlið er að þessir skjáir styðja USB-RS232 breyta og við stjórnum þeim þannig, en ekki með fjarstýringum.

Edit: Vitandi að við erum búnir að stytta líftímann, höldum við í þá von að þegar skjáirnir gefa sig að eitthvað nýtt verði komið í staðinn sem lagar þessi vandamál.

Edit2: Ég er að nota sama 4k 43" Dell IPS skjá sem sjónvarp heima þar til ég kaupi mér nýtt, það var einn afgangs með biluðu power supply sem ég mátti hirða gegn því að laga hann \:D/
Síðast breytt af Dropi á Þri 04. Maí 2021 08:41, breytt samtals 2 sinnum.


34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 2600 @4.0 - 32GB DDR4@3000 - ASRock B450M-Pro4 - VEGA56 (64 BIOS)

Skjámynd

Nariur
Bara að hanga
Póstar: 1525
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: OLED tv sem desktop monitor?

Pósturaf Nariur » Þri 04. Maí 2021 10:00

Ég elska það. Það er tekur yfir skrifborðið á besta máta.
Það er dass meira bras á bak við það en venjulegan skjá, ég er regluglega í einhverju menu.
Við enthusiast get ég mælt með þessu 100%, ég væri mjög hikandi við að mæla með því við professional eða non-techy manneskju.
Ég er með allt anti-burn-in á max og keyri með OLED light í 30, af því að ég nota hann í 16 tíma á dag og það kemur örsjaldan fyrir að pixel shift færir texta sem ég þarf að lesa af skjánum.
Kostirnir við þennan skjá vega svo rosalega á móti göllunum samt. Þetta er ekki sambærilegt við neitt annað. 24" 1080p 60Hz -> 34" 1440p 100Hz ultrawide var svipað stórt stökk og 34" 1440p 100Hz ultrawide -> 48" 4K OLED.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3090 | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 3774
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 377
Staða: Tengdur

Re: OLED tv sem desktop monitor?

Pósturaf appel » Þri 04. Maí 2021 11:24

Ok, hljómar samt einsog maður þurfi að prófa þetta til reynslu í raun.
Vonandi fara að koma svona stórir skjáir fyrir tölvur.

Annað sem ég vildi fá comment um er input lag, þ.e. hvort músin sé eitthvað að lagga. Er þetta ekki komið í lag á nýrri panelum? Veit að sumir þurftu að stilla í "game mode" sem breytti eitthvað myndgæðunum einnig þannig að þú fékkst 4-2-2 í stað 4-4-4 (myndgæðin versnuðu).


En..
Fékk smá áhuga eftir að horfa á þetta:
https://www.youtube.com/watch?v=AhV09HD7Ee0

Þetta er svona svipað use case hjá mér, þó það sé minna leikir og meira tv/youtube etc.

Er með 75" samsung tæki og nota það ekki eins mikið og ég vildi, einfaldlega útaf því ég nota pc tölvuna svo mikið þá kýs ég að horfa á allt í henni frekar en að setjast í sófann og hafa bara fjarstýringu að vopni.... en maður er að multitaska svo mikið ásamt því að glápa á eitthvað, hlusta á tónlist og svona. Þannig að maður vill bara hafa "the ultimate monitor" við pc tölvuna og losa sig við stofu-sjónvarpið.
Síðast breytt af appel á Þri 04. Maí 2021 11:25, breytt samtals 1 sinni.


*-*

Skjámynd

Nariur
Bara að hanga
Póstar: 1525
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: OLED tv sem desktop monitor?

Pósturaf Nariur » Þri 04. Maí 2021 12:24

Inputið er súper responsive ef það er stillt á PC, þó það sé ekki í game mode, sem gefur svo bara aðeins meira, en heldur alveg 4:4:4. Það er verulega mikið betra en Predator X34, sem er ekki beint slow. Ég keyrði það í nokkra mánuði á 1080ti, ekki með HDMI 2.1 og þurfti þá að vera með það í 60Hz SDR 4K til að fá 4:4:4, en fór svo í 1440p 120 í leikjum. Með HDMI 2.1 fæ ég núna best of both worlds.

Ég er almennt mjög sammála þessu videoi, en ég spila leiki definitely í full screen.

Burn-in er alveg á bak við eyrað á mér og ég passa mig altaf á því með taskbarinn á hinum skjánum, dark mode og engan bookmarks bar í chrome, dökka og breytanlega desktop backgrounds, stuttan timer í screen saver o.s.frv, en á rúmum 4 mánuðum af mjööög þungri notkun sé ekki vott af burn-in.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3090 | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 3774
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 377
Staða: Tengdur

Re: OLED tv sem desktop monitor?

Pósturaf appel » Þri 04. Maí 2021 12:32

Talandi um skjákort, það þarf væntanlega HDMI 2.1 sem getur outputtað 4K í 4:4:4 á 120hz í 10bitum. Það er eitthvað skrímsli væntanlega?


*-*

Skjámynd

Nariur
Bara að hanga
Póstar: 1525
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: OLED tv sem desktop monitor?

Pósturaf Nariur » Þri 04. Maí 2021 12:38

Já. Bara Nvidia 3000 og AMD 6000 gera það skv. minni bestu vitund.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3090 | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5