Disney+ Leit að barnaefni með íslensku tali/texta


Höfundur
HALLI9000
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Fim 14. Okt 2021 00:07
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Disney+ Leit að barnaefni með íslensku tali/texta

Pósturaf HALLI9000 » Fim 14. Okt 2021 00:57

Var að prófa Disney+ fyrir barnaefnið. Þar á að vera hellingur af titlum í boði með íslensku tali og texta.

Er einhver með aðferð til að finna efni á íslensku án þess að gera það handvirkt? Er kannski e-r síða sem heldur utan um titla með talsetningum eða e-ð svoleiðis?

Ég get ekki séð að ég geti leitað eftir tungumáli til að sjá hvaða titlar eru í boði á íslensku. Ég trúi ekki að eina leiðin til að finna íslenskt efni sé að velja hverja mynd, ýta á play og fara þaðan í audio/subtitle settings og skrolla niður til að athuga hvort íslenskt hljóð/texti sé í boði. Hef alveg fundið nokkrar klassískar með íslensku tali og sett þær í watchlistann en það eru ekki allar barnamyndir með íslensku tali/texta og ég nenni ekki að fara handvirkt í gegnum allt barnaefnið þeirra. Hef líka ekki fundið neina þætti með íslensku tali/texta.

Á Netflix er þetta frekar einfalt, þú slærð inn "icelandic" og þá færðu val um "titles with icelandic audio/titles with icelandic subtitles".
JReykdal
Gúrú
Póstar: 550
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 59
Staða: Ótengdur

Re: Disney+ Leit að barnaefni með íslensku tali/texta

Pósturaf JReykdal » Fim 14. Okt 2021 12:37Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.


JReykdal
Gúrú
Póstar: 550
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 59
Staða: Ótengdur

Re: Disney+ Leit að barnaefni með íslensku tali/texta

Pósturaf JReykdal » Fim 14. Okt 2021 12:38

Sama með íslenskan texta:
http://dsny.pl/?captions=Islenska


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki

vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.


Höfundur
HALLI9000
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Fim 14. Okt 2021 00:07
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Disney+ Leit að barnaefni með íslensku tali/texta

Pósturaf HALLI9000 » Fim 14. Okt 2021 20:53

JReykdal skrifaði:Sama með íslenskan texta:
http://dsny.pl/?captions=Islenska


Þúsund þakkir, hlaut að vera. Google var ekki að hjálpa mér með þetta :D