Síða 1 af 1

En ein LCD/Plasma spurningin

Sent: Fös 02. Maí 2008 15:22
af beatmaster
Sælir

Er eitthvað sem að mælir gegn því að ég fjárfesti í Þessu 40" Dantax tæki.

Vitiði kanski um eitthvað svipað tæki í þessum verðflokk og hverju mynduð þið mæla með í kaupum á ódýru 37"-42" flat sjónvarpi?

Þetta verður notað í að horfa á flakkara, skjáinn og DVD (samt kanski blue-ray seinna)

Re: En ein LCD/Plasma spurningin

Sent: Fös 02. Maí 2008 15:40
af mind
Ekki sem ég veit um, þekki Dantax samt rosalega lítið.

Samt svona yfirleitt á ódýrari tækjum þá eru þau óþægilegri í allri notkun. Notendaviðmót, orkunýting, gæði smíðar er yfirleitt ekki eins gott.

Það hinsvegar skiptir alls ekkert alla máli sérstaklega þegar verið er að fjárfesta í svona vöru sem verður gömul og verðlítil mjög hratt.

Re: En ein LCD/Plasma spurningin

Sent: Fös 02. Maí 2008 15:48
af blitz
Seint hægt að mæla með ódýrum tækjum í þessari stærð.

Tékkaðu t.d. á http://www.simnet.is/plasma

Ef þú vilt sæmilegt 37-42" tæki þarftu að punga út svona 150-200 k

Skerpan er ansi lítil. Ef þér lýst á þetta tæki farðu bara niðrí SM og taktu með þér Xbox eða PS3 og prófaðu tækið..

Fáðu að sjá mismunandi myndir, hraðar, dökkar etc..

Re: En ein LCD/Plasma spurningin

Sent: Lau 03. Maí 2008 15:50
af beatmaster
En hvað með þetta?

Það getur varla mælst mikið á móti þessu er það?

Re: En ein LCD/Plasma spurningin

Sent: Lau 03. Maí 2008 15:57
af blitz
mjeh, googlaðu þetta, mjög oft ítarlegar umræður um tæki á avsforum(s) etc.. :)

Kíktu í búðina og fáðu að prófa allar mögulegar myndir dimmar, hraðar etc.. og ef þér lýst á það .. goforit