Síða 1 af 1

bilað sjónvarp.

Sent: Mán 31. Ágú 2009 23:57
af Gunnar
er með stóra túpu hérna inní herbergi og myndin er byrjuð að breyta um lit. er sjónvarpið bara ónýtt eða er hægt að laga það?
gerðin er mark og veit ekki tommurnar en giska á 27".

Re: bilað sjónvarp.

Sent: Mán 31. Ágú 2009 23:58
af AntiTrust
Lampinn bara farinn að gefa sig.

Re: bilað sjónvarp.

Sent: Þri 01. Sep 2009 00:02
af Gunnar
AntiTrust skrifaði:Lampinn bara farinn að gefa sig.

vesen að skipta um lampa eða? kosta það mikið?

Re: bilað sjónvarp.

Sent: Þri 01. Sep 2009 00:03
af AntiTrust
Hvernig sjónvarp er þetta?

Ég spyr afþví að mér dettur hreinlega ekkert túbusjónvarp í hug sem er þess virði að gera við. Það er 2009 ;)

Re: bilað sjónvarp.

Sent: Þri 01. Sep 2009 00:10
af Gunnar
AntiTrust skrifaði:Hvernig sjónvarp er þetta?

Ég spyr afþví að mér dettur hreinlega ekkert túbusjónvarp í hug sem er þess virði að gera við. Það er 2009 ;)

mhm. tími bara ekki að kaupa mér nýtt horfi svo lítið á sjónvarp en aftur á móti alltaf fínt að hafa sjónvarp.
en það stendur framan á því "MARK" og svo fyrir neðan það " fastext nicam".
buinn að google-a en fynn ekkert.
edit: og að aftan stendur "TBT-2800 NT"

Re: bilað sjónvarp.

Sent: Þri 01. Sep 2009 00:12
af sakaxxx
þú ert ekki lengi að finna þokkalegt 28 tommu sjónvarp gefins http://www.er.is sá nokkur gefins þar fyrir stuttu

algjör peningaeiðsla að setja þetta í viðgerð :D

Re: bilað sjónvarp.

Sent: Þri 01. Sep 2009 00:13
af AntiTrust
Getur prufað að fara með það á rafeindaverkstæði, sjá hvað þeir segja.

Annars bara um að gera að kaupa þetta notað, ég er að sjá 32" Sony Trinitron flatlampa á e-rn 5þús kall og fleiri svipuð dæmi hér og þar.

Re: bilað sjónvarp.

Sent: Þri 01. Sep 2009 00:16
af Gunnar
annaðhvort myndi ég kaupa þessa peru og setja hana sjálfur í eða henda því.
læt það ekki á verkstæði.
er að læra rafvirkjun svo þetta eru engin geimvísindi fyrir mér.(vona ekki :lol: )

Re: bilað sjónvarp.

Sent: Þri 01. Sep 2009 00:32
af AntiTrust
Þetta er ekki bara "pera" - þetta er stærsti hluturinn í sjónvarpinu. Þegar lampinn er orðinn slappur er TV-ið bara búið með sinn líftíma held ég, þetta er ekki sama system og í skjávarpa t.d.

Re: bilað sjónvarp.

Sent: Þri 01. Sep 2009 00:41
af Gunnar
AntiTrust skrifaði:Þetta er ekki bara "pera" - þetta er stærsti hluturinn í sjónvarpinu. Þegar lampinn er orðinn slappur er TV-ið bara búið með sinn líftíma held ég, þetta er ekki sama system og í skjávarpa t.d.

veit það þetta er ekki eins og í skjávarpa en það hlítur að vera hægt að fikra sig áfram í þessu.

Re: bilað sjónvarp.

Sent: Þri 01. Sep 2009 00:45
af AntiTrust
Þú ert held ég ekki alveg að skilja mig. Það er undir engum kringumstæðum í dag hagstætt að skipta um myndlampann (sem þarf oftast að gera þegar myndin/litirnir er byrjuð að dofna) þótt þú fyndir lampa í þetta tæki sem mér finnst afar ólíklegt. Það hagstæðasta í dag væri að kaupa ódýrt notað sjónvarp, enda kostar þetta túbúdót ekki neitt neitt.

Re: bilað sjónvarp.

Sent: Þri 01. Sep 2009 09:05
af BjarniTS
Alveg tilgangslaust að eyða pening í þetta.
Hvað þá svona no name brand.
Annað ef að þetta væri Bang & Olufsen.

Re: bilað sjónvarp.

Sent: Þri 01. Sep 2009 16:36
af axyne
BjarniTS skrifaði:Alveg tilgangslaust að eyða pening í þetta.
Hvað þá svona no name brand.
Annað ef að þetta væri Bang & Olufsen.


því miður er það þannig með B&O lampatækin að það borgar sig í flestum tilvikum ekki að skipta um túbuna...

Ég myndi henda tækinu og reyna að fá annað notaði í staðinn, skoða barnaland síður og þessháttar, getur fengið ágætt tæki á 5þús kjell.

Re: bilað sjónvarp.

Sent: Þri 01. Sep 2009 21:08
af Gunnar
HAHAHAHAHA þetta er déskotans galdrasjónvarp.
ss. ég opnaði það og var eitthvað að skoða það og var eitthvað að reyna að taka lampann af en var ekki nenna því þar sem mér var sagt að þetta væri fáranlega dýrt svo ég rendi puttanum yfir eitthvað rik sem var eins og pera og setti það saman. og er nuna að horfa á það í réttum litum. =D>

Re: bilað sjónvarp.

Sent: Fös 11. Sep 2009 16:18
af Pandemic
Myndi alveg vara við að snerta eitthvað sem tengist CRT, byssunni mjög mikill straumur sem fer þarna í gegn.

Re: bilað sjónvarp.

Sent: Fös 11. Sep 2009 19:38
af Gunnar
Pandemic skrifaði:Myndi alveg vara við að snerta eitthvað sem tengist CRT, byssunni mjög mikill straumur sem fer þarna í gegn.

það var ekkert tengt í sjónvarpið þegar ég tók það í sundur.

Re: bilað sjónvarp.

Sent: Fös 11. Sep 2009 19:50
af SteiniP
Gunnar skrifaði:
Pandemic skrifaði:Myndi alveg vara við að snerta eitthvað sem tengist CRT, byssunni mjög mikill straumur sem fer þarna í gegn.

það var ekkert tengt í sjónvarpið þegar ég tók það í sundur.

Það er samt ennþá fleiri fleiri þúsund volta spenna inná tækinu.
Ekki sniðugt að vera að fikta í þessu nema maður viti nákvæmlega hvað maður er að gera.

Re: bilað sjónvarp.

Sent: Fös 11. Sep 2009 20:07
af Gunnar
SteiniP skrifaði:
Gunnar skrifaði:
Pandemic skrifaði:Myndi alveg vara við að snerta eitthvað sem tengist CRT, byssunni mjög mikill straumur sem fer þarna í gegn.

það var ekkert tengt í sjónvarpið þegar ég tók það í sundur.

Það er samt ennþá fleiri fleiri þúsund volta spenna inná tækinu.
Ekki sniðugt að vera að fikta í þessu nema maður viti nákvæmlega hvað maður er að gera.

ja veit. var ekki að snerta neitt nema þessa einu peru (eða hvað sem þetta var).

Re: bilað sjónvarp.

Sent: Fös 11. Sep 2009 21:41
af Starman
Þetta drepur þig nú ekki , nema þú sért með hjartagangráð. Spennan er ca. 18-25KV en straumurinn er mjög lítill. Þetta er fyrst og fremst verulega óþægilegt.