Síða 1 af 2

Símalykillinnn

Sent: Mið 07. Okt 2009 16:49
af isr
Er hægt að tengja adsl símalykilinn í sjónvarpskort eða á einhvern annan hátt í tölvu?

Re: Símalykillinnn

Sent: Mið 07. Okt 2009 17:25
af hagur
Já, hann er væntanlega með S-Video og/eða composite video út, og stereo RCA hljóðútgang. Tengir það einfaldlega við S-Video/Composite video-in á sjónvarpskorti og svo ef sjónvarpskortið er með stereo RCA input (eins og t.d Hauppauge Win-TV 150) þá tengirðu hljóðið þannig. Sum sjónvarpskort eru með 3.5mm jack input fyrir hljóð, þá þarftu snúru með rauðu/hvítu RCA á öðrum endanum og 3.5mm jack á hinum.

Svo ræsirðu upp eitthvað forrit sem notar sjónvarpskortið og svissar yfir á composite/s-video source-inn og voila!

Re: Símalykillinnn

Sent: Mið 07. Okt 2009 17:28
af isr
Takk fyrir þetta

Re: Símalykillinnn

Sent: Fim 08. Okt 2009 19:01
af Tiger
En hvaða aðferð eru menn að nota til að taka upp efni t.d. af stöð2 og eru með síma-afruglarann?

Re: Símalykillinnn

Sent: Fim 08. Okt 2009 19:11
af tolli60
isr skrifaði:Er hægt að tengja adsl símalykilinn í sjónvarpskort eða á einhvern annan hátt í tölvu?

já þú getur sett netsnúruna í netkortið á tölvunni og notað Vlc player til að horfa og taka upp skippar afruglaranum þeirra,ég er með þetta þannig

Re: Símalykillinnn

Sent: Fim 08. Okt 2009 21:57
af depill
hmm tolli, það virkar ekki fyrir læstu rásirnar .... þar sem þeir nota ViaAccess aflæsingar fyrir rásir eins og t.d. Stöð 2 eins og hann vill.

Re: Símalykillinnn

Sent: Fim 08. Okt 2009 22:32
af Orri
tolli60 skrifaði:
isr skrifaði:Er hægt að tengja adsl símalykilinn í sjónvarpskort eða á einhvern annan hátt í tölvu?

já þú getur sett netsnúruna í netkortið á tölvunni og notað Vlc player til að horfa og taka upp skippar afruglaranum þeirra,ég er með þetta þannig


Hmm, geturðu útskýrt nánar ?
Ég er með Vodafone lykilinn, virkar hann líka ?

Re: Símalykillinnn

Sent: Fös 09. Okt 2009 00:04
af tolli60
ég veit ekki hvernig það virkar hjá Vodafone en hjá símanum get ég horft á fríu stöðvarnar,er ekki með stöð 2.ég tek ur porti 4 á routernum hann er stilltur til að taka á móti video merki (speedtouch) það er ekki hægt að vera á netinu á meðan nema með öðru netkorti td. þráðlausu og svo er lítið forrit með stillingum fyrir vlc. ég skal setja slóðina á því inn þarf bara að finna hana hjá mér,þetta er ekkert sjóræningjadæmi maður fær bara stöðvar sem maður borgar fyrir,og gæðin eru frábær held að sé betra en dvd

Re: Símalykillinnn

Sent: Lau 10. Okt 2009 18:16
af dos
tolli60 skrifaði:ég veit ekki hvernig það virkar hjá Vodafone en hjá símanum get ég horft á fríu stöðvarnar,er ekki með stöð 2.ég tek ur porti 4 á routernum hann er stilltur til að taka á móti video merki (speedtouch) það er ekki hægt að vera á netinu á meðan nema með öðru netkorti td. þráðlausu og svo er lítið forrit með stillingum fyrir vlc. ég skal setja slóðina á því inn þarf bara að finna hana hjá mér,þetta er ekkert sjóræningjadæmi maður fær bara stöðvar sem maður borgar fyrir,og gæðin eru frábær held að sé betra en dvd


Ætli maður geti tekið þetta inn í MediaPortal og notað stöðvarnar þar ?

Re: Símalykillinnn

Sent: Sun 11. Okt 2009 01:44
af jonfr
Bæði Síminn og Vodafone nota Multicast til þess að senda út þetta myndmerki. Hvaða IP tölur eru notaðar veit ég ekki.

Re: Símalykillinnn

Sent: Mið 14. Okt 2009 00:27
af herb
Sælir,

Þetta er ekkert mál allavega fyrir Vodafone TV yfir Ljósleiðara.

Hérna er .m3u skrá fyrir Opnu stöðvar Vodafone, hægt að plögga þessu upp í Windows Media Center með td DVB-Bridge http://www.dvblogic.com/iptv.php eða beint í MythTV.

Ath að þetta eru bara óencryptaðar stöðvar sem hægt er að opna.

Re: Símalykillinnn

Sent: Mið 14. Okt 2009 08:14
af Starman
Hægt að nota VLC player, en þá þarf listinn að vera svona
udp://@239.109.1.1:5500

það vantaði @ merkið í playlistann hjá þér.

Svo þarftu að spoofa mac addressuna á móttakaranum til að pc vélin fái úthlutað ip stillingum.

Re: Símalykillinnn

Sent: Mið 14. Okt 2009 13:02
af herb
Já, það vantar @ merkið í þetta fyrir VLC, en hinsvegar ef þú ætlar að nota þennan lista í MythTV td þá er @ merkið ekki til gagngs.

Þú þarft ekki að spoofa mac til að fá úthlutaðri iptölu, eða þurftir ekki fyrir nokkrum vikum síðan.

Re: Símalykillinnn

Sent: Mið 14. Okt 2009 15:17
af Starman
tja, ég er búinn að vera með sjónvarpið yfir ljósleiðarann í meira en 1 ár, á því tímabili hefur þurft að skipta um móttakara. Ég hef alltaf þurft að gefa upp mac addressu móttakara til þjónustuvers Vodafone til að fá þetta til að virka. Ef ég spoofa ekki mac addresssu þá fær vélin mín engar ip stillingar frá Vodafone.
Þú ert kannski bara svo heppinn að Vodafone hafa gleymt að setja access lista á þitt TV-vlan.

Re: Símalykillinnn

Sent: Fim 15. Okt 2009 10:28
af herb
Þú þarft að skrá tækið hjá Vodafone svo að Amino boxið fái boot imageið og þá encryption lykla sem tilheyra þér þar sem það er ekkert kort í Amino boxunum. (HENCE, áskriftarkerfið)

Hinsvegar færðu aðgang að TV Vlaninu án þess að vera með tækið skráð og getur pikkað upp þá multicast strauma sem eru ekki encryptaðir án þess.

Re: Símalykillinnn

Sent: Fim 15. Okt 2009 11:04
af Starman
hmm, þú virðist vita meira en margir um þetta, en eins og ég sagði áður ef ég set tölvu í samband við Tv-vlanið þá fæ tölvan ekki úthlutað ip-stillingum frá dhcp nema að ég setja mac addressuna frá Amino boxinu á netkortið á tölvunni.

Re: Símalykillinnn

Sent: Fim 15. Okt 2009 11:40
af codec
Ég prófaði þetta í gær og fékk enga ip tölu fyrr en ég spoofaði mac addressið.
Hins vegar þá kom ekkert video eða hljóð í VLC, hvað getur það verið?
Ég sá að straumurinn fór í gang því að net trafficin fór upp þannig að eitthvað var að gerast en engin mynd né hljóð.

Re: Símalykillinnn

Sent: Fim 15. Okt 2009 22:30
af Starman
Eldveggur ?

Re: Símalykillinnn

Sent: Fim 15. Okt 2009 23:19
af codec
Installaði vlc aftur og allt fór í blússandi gang, það var einhver gömul útgáfa á þessari vél sem ég prófaði þetta á.
En auðvitað virka bara opnu rásirnar.

Re: Símalykillinnn

Sent: Fim 15. Okt 2009 23:35
af dos
codec skrifaði:Installaði vlc aftur og allt fór í blússandi gang, það var einhver gömul útgáfa á þessari vél sem ég prófaði þetta á.
En auðvitað virka bara opnu rásirnar.



hvaða ip tölu slærðu inn í vlc til að horfa ?

Re: Símalykillinnn

Sent: Fös 16. Okt 2009 08:50
af codec
dos skrifaði:hvaða ip tölu slærðu inn í vlc til að horfa ?

Sjáðu póstin frá herb.

Svo er spurning hvort einhver sé með svona playslista fyrir símann?

Re: Símalykillinnn

Sent: Sun 18. Okt 2009 18:36
af olibui
Sælir

Ég er ekki að ná þessu inn, ég smellti örðu netkorti í media center tölvuna mína, spoofaði mac addressuna, en ekkert gengur, hefur einhver einhverjar ráðleggingar fyrir mig?

Ég var líka að reyna að finna ip töluna sem amino boxið fær, en fékk ekkert út úr því.

Kv. Óli

Re: Símalykillinnn

Sent: Fös 23. Okt 2009 22:12
af isr
já þú getur sett netsnúruna í netkortið á tölvunni og notað Vlc player til að horfa og taka upp skippar afruglaranum þeirra,ég er með þetta þannig


Getur einhver lýst þessu betur,hvernig maður horfir í gegnum VLC player,ég prufaði þetta en virkaði ekki.

Re: Símalykillinnn

Sent: Fös 23. Okt 2009 22:23
af Black
Ein Pæling með þennan Lykil það er USB tengi framaná honum, hefur eikkhver prufað að Tengja Mybook flakkara eða Eikkhvernvegin flakkara við .þetta ? ;)

Re: Símalykillinnn

Sent: Lau 31. Okt 2009 23:31
af dos
Hvaða ip adressa á að vera í tölvunni til að fá þetta til að virka, er með sjónvarp símans, fæ bara limited connections þegar ég tengi tölvuna við. búinn að "spoofa mac" en sé samt ekki að það skipti máli þar sem gamla tvboxið virkar fínt þegar ég tengi það við.