Síða 1 af 1

Spurning um rafmagn í Logitech z-2300

Sent: Þri 01. Des 2009 14:10
af JohnnyX
Ég var að fá Logitech z-2300 græjur frá Bandaríkjunum. Á rafmagns output-inu stendur 120V, 2A, 60Hz. Spurning mín er sú, nægir að kaupa breyti stykki fyrir klónna eða þarf ég straumbreyti?

EDIT: btw, ekki viss hvort að þetta sé réttur flokkur.

Re: Spurning um rafmagn í Logitech z-2300

Sent: Þri 01. Des 2009 14:14
af Oak
þarft spennubreytir

Re: Spurning um rafmagn í Logitech z-2300

Sent: Þri 01. Des 2009 16:07
af axyne
kíktu í miðbæjarradió eða íhluti.

ættir ekki að þurfa stóran spenni fyrir þetta 250-300VA væri sennilega nóg

Re: Spurning um rafmagn í Logitech z-2300

Sent: Þri 01. Des 2009 18:10
af JohnnyX
Ég þarf sem sagt spennubreyti sem afkastar minnst 240W@120V eða 110V. Búinn að kíkja aðeins á þetta og þeir eru að kosta um 11þús krónur. Engin leið til þess að redda þessu á ódýri hátt? Ég er búinn að opna græjurnar í þeirri von að spennubreytirinn væri 220V sem væri gíraður niður en svo var ekki. Þannig að ég er aðalega að leita mér eftir ódýrum spennubreyti. Einhver sem að getur bent mér á ódýran svoleiðis?

Re: Spurning um rafmagn í Logitech z-2300

Sent: Þri 01. Des 2009 18:12
af vesley
ekki nóg að skipta um kló ?

Re: Spurning um rafmagn í Logitech z-2300

Sent: Þri 01. Des 2009 20:25
af JohnnyX
vesley skrifaði:ekki nóg að skipta um kló ?


nei, það er spennurbreytir í tækinu sem að tekur inná sig 120v og gefur frá sér 20v í græjurnar. Annars hefði ég bara keypt mér millistykki