Ódýr hljóðlausn fyrir TV (með Spotify stuðningi)

Skjámynd

Höfundur
Daz
Besserwisser
Póstar: 3818
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 142
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Ódýr hljóðlausn fyrir TV (með Spotify stuðningi)

Pósturaf Daz » Þri 02. Des 2014 14:17

Halló hljóð-herramenn.
Mig langar voðalega að fá mér eitthvað sem uppfærir hljóðið úr sjónvarpinu mínu úr innbyggðu hátölurunum, kostar helst ekki yfir 50 þúsund og leyfir mér að spila tónlist (t.d. Spotify/local media/bluetooth/útvarp) án þess að tengja fleiri græjur við, nema þá Wifi/ethernet (Raspberry pi gæti sloppið, kannski).
Ég geri ekki miklar gæðakröfur, bara að þetta sé uppfærsla úr innbyggðum hátölurunum.
Get ekki notað bakhátalara og myndi alveg þola soundbar.

Ég hef ekki fundið neitt í íslenskum vefverslunum sem virðist uppfylla þetta, ekki á þessu verðbili í það minnsta. Þarf ég að hækka budgetið eða er ég ekki að leita nógu vel?
Einhver sem vill koma með uppástungur að lausn fyrir mig?




linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Reputation: 76
Staða: Ótengdur

Re: Ódýr hljóðlausn fyrir TV (með Spotify stuðningi)

Pósturaf linenoise » Þri 02. Des 2014 14:50

Ég geri mjög litlar kröfur á TV hljóð og er alltaf til í að fikta með heimagerðar lausnir þannig að YMMV.

Ég myndi reyna að leysa þetta á eftirfarandi hátt:
Raspberry Pi með http://www.woutervanwijk.nl/pimusicbox/
Tengt í hræódýrt 2+1 kerfi, t.d. http://www.netverslun.is/verslun/produc ... 9,373.aspx
Sjónvarpið líka tengt í sama hræódýra kerfið. (hef yfirleitt séð tvö tengi á svona 2+1 kerfum en kannski þarf að græja 2->1 jack)

Kostnaður:
Vivanco drasl 8K
Rasperry Pi ca. 12K með WiFi og öllu
Snúrur og drasl 2K
Samtals 22K.



Skjámynd

Höfundur
Daz
Besserwisser
Póstar: 3818
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 142
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Ódýr hljóðlausn fyrir TV (með Spotify stuðningi)

Pósturaf Daz » Þri 02. Des 2014 16:07

pimusicbox síðan tekur fram að það sé betra að hafa USB hljóðkort, ég finn slíkt á 1500 kall, ætli það sé uppfærsla á hljóðið úr Rasberry Pi-inu, eða er þessi hljóðgæðaskortur einhver þjóðsaga?

Þannig að lower limit með svona korti gæti verið um 24 þúsund. Ég hef reyndar afskaplega vonda reynslu af 2->1 tengjum (scart og minijack) þannig að ég þyrfti að leita að einhverju aðeins veglegra kerfi, helst þá með 3 sound inputs (þriðja fyrir optical media spilarann, og svo fjórða fyrir leikjatölvurnar :| )



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Ódýr hljóðlausn fyrir TV (með Spotify stuðningi)

Pósturaf gardar » Þri 02. Des 2014 23:11

Raspberry Pi og Mopidy :happy

https://www.mopidy.com/



Skjámynd

Höfundur
Daz
Besserwisser
Póstar: 3818
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 142
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Ódýr hljóðlausn fyrir TV (með Spotify stuðningi)

Pósturaf Daz » Mið 03. Des 2014 12:11

Rasberry Pi voða vinsælst.
Ég fann My Rocki sem virðist styðja flestalt, nema Spotify. Ef þeir ná því inn líka, sem er í Beta testing þá eru 49$ ekki mikið fyrir eitthvað sem "bara virkar".
Fann líka Gramofon, það styður reyndar BARA Spotify, en er örugglega sniðugt fyrir einhverja sem vilja leyfa öllum að stjórna Playlistanum í partíinu.

Pi (með auka hljóðkorti) kostar svipað og Rocki, svo það er líklega eina vitið að taka annaðhvort. Hvorugt styður þó gamaldags útvarp, svo ég þarf að finna mér "hljóðkerfi" sem styður það.



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Ódýr hljóðlausn fyrir TV (með Spotify stuðningi)

Pósturaf gardar » Fim 04. Des 2014 11:21

Er Gramofon ekki að nota mobidy? Og styður þal margt fleira en spotify



Skjámynd

Höfundur
Daz
Besserwisser
Póstar: 3818
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 142
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Ódýr hljóðlausn fyrir TV (með Spotify stuðningi)

Pósturaf Daz » Fim 04. Des 2014 13:35

gardar skrifaði:Er Gramofon ekki að nota mobidy? Og styður þal margt fleira en spotify


Ég get ekki séð það á síðunni þeirra að þeir styðji nokkuð annað en Spotify (og WahWah). Síðan er eitthvað á leiðinni sem heitir AllPlay sem mun meðal annars styðja DLNA, sem myndi þá leysa mest allt sem ég þarf.



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Ódýr hljóðlausn fyrir TV (með Spotify stuðningi)

Pósturaf gardar » Fim 04. Des 2014 16:39

Spurning hvort það hafi þá bara verið á prototype, þetta stendur amk á mopidy síðunni

In fact, the Kickstarter funded Gramofon: Modern Cloud Jukebox project used Mopidy on a Raspberry Pi to prototype the Gramofon device.

Mopidy is also a major building block in the Pi Musicbox integrated audio jukebox system for Raspberry Pi.


Spurning hvort þeir hafi skipt út hardware eða software líka.