Síða 1 af 3

Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Þri 28. Nóv 2017 12:03
af GuðjónR
Það er frétt á mbl.is þess efnis að nýju þættirnir um Stellu Blóm­kvist verði útbúnir þjófavörn sem virkar þannig að ef þeir fara í ólöglega dreifingu þá er hægt að sjá hver það var sem upphaflega stal þeim.

Ég veit það eru miklir hagsmunir í húfi að koma í veg fyrir þjófnað og ólöglega dreifingu, en er raunverulega hægt að gera þetta eða eru þeir að segja þetta til að hræða fólk frá því að stela þáttunum?

Það er líka tekið fram að ekki sé vitað til þess að þetta hafi verið gert áður, er Síminn þá kominn framúr Hollywood og öllum stóru sjónvarpsstöðvunum út í heimi með að höfundaverja efnið sitt með rafrænni þjófavörn?

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Þri 28. Nóv 2017 12:32
af urban
Þetta er náttúrulega ekki þjófavörn og rangt hjá þeim að halda því fram.

Ef að það stelur einhver bílnum mínum, þá hjálpar það mér persónulega ekkert að vita hver það var, bílnum var jafn mikið stolið :D

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Þri 28. Nóv 2017 12:38
af Klemmi
Auðvitað er þetta hægt, það er allt hægt.

En hvort að þetta stoppi fólk eða hvort það haldi fyrir rétti að upprunalega eintakið af þættinum hafi farið í gegnum þinn myndlykil veit ég ekki. Það sannar ekki að þú hafir dreift því ólöglega.

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Þri 28. Nóv 2017 12:41
af arons4
Það hefur verið sett þjófavörn á myndir áður.

Oft gert á screenerum, settur inn einn og einn rammi í myndinni sem inniheldur upplýsingar(annaðhvort dulkóðaðar eða ekki, getur verið bara einhver punktaruna í horninu eða eitthvað) um það hver fékk screenerinn. Þarf ekki nema 1 ramma í allri myndinni.

Veit ekki hvernig þetta er framkvæmt í stellu en með stafrænni dreifingu ætti þetta ekki að vera neitt mál, væri meira mál að gera þetta ef þetta væri sýnt í línulegri dagskrá.

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Þri 28. Nóv 2017 12:48
af Squinchy
Þeir hljóta þá að vera með eitthvað watermark tengt usernum sem er að horfa á þáttinn, þannig að það kemur fram á rippinu

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Þri 28. Nóv 2017 13:00
af HalistaX
Sony voru með eitthvað code sem þeir settu í shittið sitt held ég þannig að ekki var hægt að spila hljóð og varla mynd á PS3 vélum veit ég.... Þó hún væri ekki nettengd... Man ómögulega hvað það hét eða hvernig það virkaði samt hahaha, so there's no useful information from my like usual :lol:

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Þri 28. Nóv 2017 13:14
af Hizzman
Spurning hvort þetta er í alvöru eða bara sagt til að hræða. Það er auðvitað mögulegt að setja einhver merki í þáttinn sem einangra stakan áskrifenda. Það er svo einnig spurning hvað er mögulegt að gera gagnvart áskrifandanum, ætli það þurfi ekki samt að sanna að ákveðinn einstaklingur hafi framið verknaðinn?

Er ekki bara góð hugmynd að gefa íslensku efni amk nokkra mánuði áður en það er settir í 'fría dreifingu' ?

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Þri 28. Nóv 2017 13:44
af KermitTheFrog
urban skrifaði:Þetta er náttúrulega ekki þjófavörn og rangt hjá þeim að halda því fram.

Ef að það stelur einhver bílnum mínum, þá hjálpar það mér persónulega ekkert að vita hver það var, bílnum var jafn mikið stolið :D


Ok, gefum okkur dæmi: Ef bílnum þínum er stolið og þú varst búinn að setja eitthvað apparat í hann sem segir þér hver aðilinn er sem stal honum og jafnvel hvar hann er staðsettur, er það ekki þjófavörn? Alveg eins og öryggismyndavélar eru þjófavörn (eða ég myndi telja það)?

Og burtséð frá því hvort það flokkist sem þjófavörn eða ekki, þá gagnast þér víst að vita hver stal bílnum þínum, og jafnvel að hafa sönnun fyrir því að hann hafi stolið honum. Þú getur sótt viðkomandi til saka.

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Þri 28. Nóv 2017 13:52
af Viktor
Það þarf ekki einu sinni að vera rammi með upplýsingum, eða punktar eða neitt slíkt. Það hafa verið hannaðar svona þjófavarnir með hljóði, þá er bara einhver "ryþmi" í hljóðbylgjunum sem við getum ekki greint og hefur ekki áhrif á okkur. Ef þátturinn fer í dreifingu er svo hægt að fá upplýsingar úr hljóðinu sem kemur úr þættinum.

Ef myndlyklarnir hjá Símanum eða VOD þjónarnir geta bætt við einhverju smá suði með upplýsingum fyrir hvern notanda, þá er þetta eitthvað sem mætti kalla þjófavörn.

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Þri 28. Nóv 2017 14:10
af wicket
Já það er hægt og hefur verið gert í fjölda ára. Oftast er það gert í hljóðrásinni eða með watermarki sem er ekki sýnilegt og birtist kannski í einum ramma á ákveðnum fresti.

Síminn er væntanlega fyrstur á Íslandi að gera þetta, ekki fyrstur í heiminum. Svona DRM varnir eru flestar ef ekki allar brjótanlegar, en fælingarmáttur þeirra getur alltaf verið einhver, hugsa að það eiga enn meira við á þessu litla landi. Það hefur enginn áhuga á íslensku efni þannig nema íslendingar, þannig að ef þessir þættir leka út getur Síminn séð hvaða myndlykill er uppruninn og því vinnan fyrir lögregluna lítil sem engin nema að hefja kæruferlið.

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Þri 28. Nóv 2017 14:16
af Klemmi
wicket skrifaði:þannig að ef þessir þættir leka út getur Síminn séð hvaða myndlykill er uppruninn og því vinnan fyrir lögregluna lítil sem engin nema að hefja kæruferlið.


Tjah, fyrir lögregluna já, en ekki saksóknara.

Það þarf að sanna sekt, ekki sanna sakleysi. Ef dómsvaldið hefur eingöngu þau rök í höndunum að þátturinn hafi átt uppruna sinn í mínum myndlykli, þá sé ég ekki að það sé hægt að dæma mig út frá því einu. Þó vissulega geti það komið þeim eitthvað af stað með öflun sönnunargagna.

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Þri 28. Nóv 2017 14:20
af kiddi
Ég vinn í kvikmynda- & auglýsingabransanum og hef meðhöndlað video daglega síðustu tvo áratugi, og ég á bágt með að skilja hvernig þeir ætla að watermarka efnið per user, mér dettur helst í hug að þetta sé bluff tilraun til að sporna við þjófnaði, því í þessu tilfelli er gríðarlega mikið í húfi fyrir Sjónvarp Símans. Svona vandaðir þættir kosta miklu meira en flesta grunar, þeir þurfa á hverjum áskrifanda og hverjum auglýsanda á að halda til að borga reikninginn fyrir seríuna. Íslandsmarkaður er svo lítill að hann getur ekki einn síns liðs borgað fyrir vandað sjónvarpsefni, oftast þegar framleiðsla er orðin þetta stór þá þurfa menn að reiða sig á styrki frá Kvikmyndasjóði, norrænum kvikmyndasjóðum, og erlenda sölu. Og íslenski markaðurinn fer í raun minnkandi því yngri kynslóðir eru hættar að horfa á línulega dagskrá og enn síður líklegar að kaupa rándýrar íslenskar sjónvarpsáskriftir. Ekki stela strákar, allavega ekki íslensku efni :D

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Þri 28. Nóv 2017 14:50
af Daz
Efnið sem ég hef horft á í Sjónvarpi Símans síðustu daga hefur verið með langri talnarunu í einum ramma á einhverjum fresti. Þar á meðal Stella Blómkvist. Ef þetta er þessi lausn sem "áhorfandinn verður ekki einusinni var við" þá er hún ekki að virka fyrir mig. Var ekki beint flott að sjá hvíta talnarunu blikka á hjálminum á Darth Vader í dramaatriði í Star Wars.
Ég hef nú ekki prófað að spóla til baka þegar ég sé þetta og sjá hvort þetta kemur eins og á sama tíma aftur.

Getur ekki verið að þetta sé gert á svipaðan hátt og t.d. Netflix setur texta á myndir?

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Þri 28. Nóv 2017 14:53
af Klemmi
Daz skrifaði:Efnið sem ég hef horft á í Sjónvarpi Símans síðustu daga hefur verið með langri talnarunu í einum ramma á einhverjum fresti. Þar á meðal Stella Blómkvist. Ef þetta er þessi lausn sem "áhorfandinn verður ekki einusinni var við" þá er hún ekki að virka fyrir mig. Var ekki beint flott að sjá hvíta talnarunu blikka á hjálminum á Darth Vader í dramaatriði í Star Wars.
Ég hef nú ekki prófað að spóla til baka þegar ég sé þetta og sjá hvort þetta kemur eins og á sama tíma aftur.

Getur ekki verið að þetta sé gert á svipaðan hátt og t.d. Netflix setur texta á myndir?


Haha, á ég að trúa að þetta sé þessi svakalega top-of-the-line lausn sem þeir eru að kynna?

Hélt að þeir myndu nú allavega fara með þetta í hljóðrásina og/eða subtle litabreytingar eða annað sem hægt væri að lesa eitthvað út úr.
Ekki bara búmm, skellum texta í einn rammann.

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Þri 28. Nóv 2017 15:24
af GuðjónR
Daz skrifaði:Efnið sem ég hef horft á í Sjónvarpi Símans síðustu daga hefur verið með langri talnarunu í einum ramma á einhverjum fresti. Þar á meðal Stella Blómkvist. Ef þetta er þessi lausn sem "áhorfandinn verður ekki einusinni var við" þá er hún ekki að virka fyrir mig. Var ekki beint flott að sjá hvíta talnarunu blikka á hjálminum á Darth Vader í dramaatriði í Star Wars.
Ég hef nú ekki prófað að spóla til baka þegar ég sé þetta og sjá hvort þetta kemur eins og á sama tíma aftur.

Getur ekki verið að þetta sé gert á svipaðan hátt og t.d. Netflix setur texta á myndir?


Hahahaha .... minnir mig á það hvernig mágur minn eyðileggur allar ljósmyndir sem hann tekur með ljótu vantsmerki, líka fjölskyldumyndirnar.
Eins og einhver hafi áhuga á því að stela þeim. :face
Ef þessi brilliant lausn hjá Símanum er að skemma þætti og myndir með einhverju svona þá .... :face :face

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Þri 28. Nóv 2017 15:45
af russi
Skulu segja það ef það birtist random tala yfir efni sem ég kaupi yrði ég verulega pirraður, auðvelt að komast hjá því með að blurra.
Ef það er vatnsmerki eða vatnshljóð og það sent á hliðarstraumi er auðvelt að sigta hann í burtu.
Ef þessi merki eru send með default video- eða hljóðmerki er vandinn nokkur.
Ef maður væri með Síminn Premium væri maður fyrir löngu búin að skoða þessa strauma til að kanna málið.

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Þri 28. Nóv 2017 16:06
af urban
KermitTheFrog skrifaði:
urban skrifaði:Þetta er náttúrulega ekki þjófavörn og rangt hjá þeim að halda því fram.

Ef að það stelur einhver bílnum mínum, þá hjálpar það mér persónulega ekkert að vita hver það var, bílnum var jafn mikið stolið :D


Ok, gefum okkur dæmi: Ef bílnum þínum er stolið og þú varst búinn að setja eitthvað apparat í hann sem segir þér hver aðilinn er sem stal honum og jafnvel hvar hann er staðsettur, er það ekki þjófavörn? Alveg eins og öryggismyndavélar eru þjófavörn (eða ég myndi telja það)?



Nei, það er ekki þjófavörn.

Allavega hrikalega léleg þjófavörn ef að bílnum hjá mér var stolið.

Þetta hjápar mér að finna hann og líklegast koma sök á þjófinn, en þetta stoppaði þjófinn alveg augljóslega ekki neitt.


Alveg á sama hátt og öryggismyndavélar eru alls ekki þjófavörn, þær fæla kannski einhverja þjófa frá, en gera akkurat ekkert til þess að stoppa þjófinn.

Ef að þú ert með öryggismyndavél heima hjá þér og lás á hurðinni, þá er það lásinn sem að er þjófavörn, hitt er einmitt bara til að hjálpa þér við að leysa hver braust þar inn.

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Þri 28. Nóv 2017 16:46
af Viktor
urban skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:
urban skrifaði:Þetta er náttúrulega ekki þjófavörn og rangt hjá þeim að halda því fram.

Ef að það stelur einhver bílnum mínum, þá hjálpar það mér persónulega ekkert að vita hver það var, bílnum var jafn mikið stolið :D


Ok, gefum okkur dæmi: Ef bílnum þínum er stolið og þú varst búinn að setja eitthvað apparat í hann sem segir þér hver aðilinn er sem stal honum og jafnvel hvar hann er staðsettur, er það ekki þjófavörn? Alveg eins og öryggismyndavélar eru þjófavörn (eða ég myndi telja það)?



Nei, það er ekki þjófavörn.

Allavega hrikalega léleg þjófavörn ef að bílnum hjá mér var stolið.

Þetta hjápar mér að finna hann og líklegast koma sök á þjófinn, en þetta stoppaði þjófinn alveg augljóslega ekki neitt.


Alveg á sama hátt og öryggismyndavélar eru alls ekki þjófavörn, þær fæla kannski einhverja þjófa frá, en gera akkurat ekkert til þess að stoppa þjófinn.

Ef að þú ert með öryggismyndavél heima hjá þér og lás á hurðinni, þá er það lásinn sem að er þjófavörn, hitt er einmitt bara til að hjálpa þér við að leysa hver braust þar inn.


Ef eitthvað er ekki 100% þá er það ekki þjófavörn :-k

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Þri 28. Nóv 2017 16:55
af urban
Sallarólegur skrifaði:
Ef eitthvað er ekki 100% þá er það ekki þjófavörn :-k



Það voru ekki mín orð.

Ef að þú ert með húsið hjá þér galopið, jafnvel vantar hurðina og það er eitthvað verðmætt þar inni, þá gerir myndavélin akkurat ekkert til þess að stoppa brotið.

það að loka hurðinni og læsa henni virkar aftur á móti sem þjófavörn, það varnar þjófinum frá því að komast í það sem að hann ætlar að stela.


Það er ekki hægt að kalla hluti þjófavörn sem að á engan hátt varna því að þjófurinn komist í hlutinn.
Það er aftur á móti hægt að kalla það öryggiskerfi, þar sem að það er hægt að sjá brotið og þjófinn, jafnvel hægt að sjá það í beinni, en það stoppar hann akkurat ekkert, þetta hindrar hugsanlega einhverja í því að gerast þjófar og virkar því sem öryggi, en þetta stöðvar þjófinn ekki.

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Þri 28. Nóv 2017 17:14
af Viktor
urban skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:
Ef eitthvað er ekki 100% þá er það ekki þjófavörn :-k



Það voru ekki mín orð.

Ef að þú ert með húsið hjá þér galopið, jafnvel vantar hurðina og það er eitthvað verðmætt þar inni, þá gerir myndavélin akkurat ekkert til þess að stoppa brotið.

það að loka hurðinni og læsa henni virkar aftur á móti sem þjófavörn, það varnar þjófinum frá því að komast í það sem að hann ætlar að stela.


Það er ekki hægt að kalla hluti þjófavörn sem að á engan hátt varna því að þjófurinn komist í hlutinn.
Það er aftur á móti hægt að kalla það öryggiskerfi, þar sem að það er hægt að sjá brotið og þjófinn, jafnvel hægt að sjá það í beinni, en það stoppar hann akkurat ekkert, þetta hindrar hugsanlega einhverja í því að gerast þjófar og virkar því sem öryggi, en þetta stöðvar þjófinn ekki.


Já, þú þarft að hafa samband við alla þá sem framleiða orðabækur og leiðrétta. Gott að hafa gangandi orðabók á Vaktinni \:D/

þjófavörn no kvk

orðhlutar: þjófa-vörn
viðvörunarkerfi til að hindra innbrot og þjófnað


þjófavarnarkerfi no hk

orðhlutar: þjófavarnar-kerfi
rafeindatæki í húsi (eða bíl) sem gerir viðvart ef brotist er inn

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Þri 28. Nóv 2017 17:22
af urban
Sallarólegur skrifaði:
urban skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:
Ef eitthvað er ekki 100% þá er það ekki þjófavörn :-k



Það voru ekki mín orð.

Ef að þú ert með húsið hjá þér galopið, jafnvel vantar hurðina og það er eitthvað verðmætt þar inni, þá gerir myndavélin akkurat ekkert til þess að stoppa brotið.

það að loka hurðinni og læsa henni virkar aftur á móti sem þjófavörn, það varnar þjófinum frá því að komast í það sem að hann ætlar að stela.


Það er ekki hægt að kalla hluti þjófavörn sem að á engan hátt varna því að þjófurinn komist í hlutinn.
Það er aftur á móti hægt að kalla það öryggiskerfi, þar sem að það er hægt að sjá brotið og þjófinn, jafnvel hægt að sjá það í beinni, en það stoppar hann akkurat ekkert, þetta hindrar hugsanlega einhverja í því að gerast þjófar og virkar því sem öryggi, en þetta stöðvar þjófinn ekki.


Já, þú þarft að hafa samband við alla þá sem framleiða orðabækur og leiðrétta. Gott að hafa gangandi orðabók á Vaktinni \:D/

þjófavörn no kvk

orðhlutar: þjófa-vörn
viðvörunarkerfi til að hindra innbrot og þjófnað


Já og hvað ?

Ég sagði að þetta hindri hugsanlega einhverja í því að gerast þjófar.
Þetta hindrar ekki þjófinn.

Ef að við förum aftur í þetta með bílinn einsog dæmi kom um áður.

GPS tæki sem að segir mér hvar bíllinn minn er eftir að honum var stolið virkar engan vegin sem þjófavörn.
Bílnum mínum var jú stolið.

Alveg á sama hátt og ef að þessir þættir sem að um ræðir koma inná deildu.net eða einhverja aðra skráaskiptasíðu, þá á fullt fullt af fólki eftir að downloada þeim og gerast þannig þjófar.

Þetta watermark hjálpar akkurat ekkert til við það.

Watermarkið hjálpar aftur á móti að finna þann sem að deildi þessu, alveg einsog gps kerfið í bílnum mínum myndi hjálpa mér að finna hann.

Hlutnum er jafn mikið búið að stela í báðum tilfellum.

Ef að þjófavörn virkar engan vegin semvörn gegn þjófum, þá er hún ekki þjófavörn er það ?

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Þri 28. Nóv 2017 18:02
af Viktor
Þú getur ekki bara ákveðið hvað orð þýða eftir því hvernig þú túlkar þau :face

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Þri 28. Nóv 2017 18:05
af Hizzman
afritun og dreifing á svona efni er reyndar ekki þjófnaður í neinum lagalegum skilningi.

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Þri 28. Nóv 2017 18:06
af hfwf
Ef ég man rétt reyndi EFF að gera eitthvað svipað fyrir einhverjum árum , jafnvel að einhver hér heima hafi tekið þátt í því og svo reynt að taka það upp hér heima, en gekk ekki.
Öllum líkindum er þetta smokescreen/blöfftaktík, Síminn með einhverja proprietary tækni sem gæti breytt "ólöglegu" niðurhali á heimsvísu. Nahh.

Re: Er hægt að setja þjófavörn á þætti og kvikmyndir?

Sent: Þri 28. Nóv 2017 18:07
af urban
Sallarólegur skrifaði:Þú getur ekki bara ákveðið hvað orð þýða eftir því hvernig þú túlkar þau :face


viltu meina að eftirlitsmyndavél sé þjófavörn ?
viltu meina að watermark á myndband sé þjófavörn ?
Viltu meina að gps sendir í bíl sé þjófavörn ?

Taktu eftir, ég er ekki að ákveð að hvað þessi orð þýða, ég er að spurja þig að því.

Hizzman skrifaði:afritun og dreifing á svona efni er reyndar ekki þjófnaður í neinum lagalegum skilningi.


Var búið að breyta lögum með það ?

Ég man ekki betur en að dreifing á höfundarvörðu efni sé alveg klárlega ólögleg.