Sjónvarp og net fyrir gamlingja - hvað er hagstætt í boði?


Höfundur
Vinni
Græningi
Póstar: 32
Skráði sig: Fös 25. Nóv 2005 13:17
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Sjónvarp og net fyrir gamlingja - hvað er hagstætt í boði?

Pósturaf Vinni » Fös 15. Nóv 2019 17:51

Hjón um áttrætt. Netnotkun til staðar en í reynd sama og enginn. Gagnamagn og hraði skiptir varla neinu máli. Þau eru með sjónvarpið á loftneti sem er ekki gott. Þau eru með adsl nettengingu en þar sem ljósleiðari er kominn í húsið verður því væntanlega breytt fljótlega í því skyni að fá skárra sjónvarp. Ég þarf varla að taka það fram að þau eru gjörsamlega tækniheft og þetta verður að vera eins einfalt og hægt er í notkun.

Mitt vandamál við að aðstoða þau er að ég hef ekki horft á sjónvarp árum saman og veit ekkert um hvað er í boði og hvar og hvernig. Hvaða fyrirtæki eru að dreifa sjónvarpi yfir netið? Ég er að tala um RÚV og þær íslensku stöðvar sem eru opnar og í boði. Ég geri ekki ráð fyrir að þau hafi áhuga á að borga fyrir stöð 2 og fótbolti er ekki á óskalistanum..

Spurt er, hver er ódýr lausn á því að redda þeim sjónvarpi í sæmilegum gæðum samhliða netsambandi. Ég sé t.d. að síminn býður upp á eitthvað sjónvarp fyrir 2200 kall fyrir þá sem eru með internetáskrift hjá þeim. Fyrir aðra virðist það miklu dýrara. Er sjálfgefin lausn á þessu að fá internet og sjónvarp hjá símanum?

Allt input vel þegið.
Takk!



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 735
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 177
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp og net fyrir gamlingja - hvað er hagstætt í boði?

Pósturaf russi » Lau 16. Nóv 2019 12:07

Vinni skrifaði: Þau eru með sjónvarpið á loftneti sem er ekki gott.


Ef þetta er málið þá er eitthvað vanstillt, sjónvarp yfir loftnet, með RÚV í huga, er mun betra en í gegnum net eða Sjónvarps VLÖN fjarskiptafyrirtækja.

Segjum sem svo að lofnetið er rétt, þá erum við að horfa á þann möguleika að TV-tækið þeirra sé ekki með DVB-T2, RÚV er t.d. sent út á tvemur böndum, annað er DVB-T og er það SD straumur. Á DVB-T2 straumnum eru RÚV í HD og á sama bandi er líka RÚV 2 HD, Sjónvarp Símans(SD) og fleirri rásir.

Væri líka fínt að átta sig á því hvað þú átt við þegar þæu segir að loftnet sé ekki gott. Í svona tilfelli held ég að stórar breytingar séu ekki æskilegar svo þú fáir ekki endalausar spurningar og þurfir að kenna á þetta oftar en einu sinni.

Ef þau vilja t.d. ekki fá sér nýtt TV sem er með innbyggðu DVB-T2(sem er öll tæki í dag) þá er hægt að kaupa móttakara sem reddar þessu fyrir þau, tengir hann með HDMI(eða öðrum leiðum) og skannar rásir, getur fengið þannig tæki á um 10þús krónur