Snjallmælar fyrir rafmagn


Höfundur
Rafurmegni
Fiktari
Póstar: 75
Skráði sig: Fim 15. Okt 2020 14:53
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Snjallmælar fyrir rafmagn

Pósturaf Rafurmegni » Fim 15. Okt 2020 15:00

Sælir Vaktarar,

Er búinn að vera að grufla í að tengjast rafmagnsmælinum á heimilinu til að keyra gögnin inn á gagnagrunn. Í skandinavíu ber orkufyrirtækjunum að gera þessar upplýsingar með beinum aðgangi að mælinum og að virkja uppfærslu gagna á 10 sek fresti.
Sjá til dæmis:
https://xipher.dk/posts/2020-05-17-usin ... omnipower/

sjá líka hérna:
https://www.kode24.no/guider/smart-mete ... a/71287300

Hver er staðan á Íslandi? Er sama krafa á orkufyrirækin hérna og er einhver sem hefur þegar sett svona upp hjá sér?

kv, Rafurmegni
Síðast breytt af Rafurmegni á Fim 15. Okt 2020 15:07, breytt samtals 1 sinni.




Orri
Geek
Póstar: 891
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: Snjallmælar fyrir rafmagn

Pósturaf Orri » Fim 15. Okt 2020 15:05

Hef ekki hugmynd hvort þetta virki á Íslandi eða ekki, en man eftir að hafa séð þetta fyrir nokkru síðan:
https://sense.com/




mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Reputation: 59
Staða: Ótengdur

Re: Snjallmælar fyrir rafmagn

Pósturaf mjolkurdreytill » Fim 15. Okt 2020 15:07

Ég held að þessir mælar séu það nýir að þeir séu bara til staðar í nýlegum byggingum eða þar sem nýlega hefur verið farið í rafmagn. Ég veit bara að ég er með eldgamlan mæli með skífu sem snýst. Ekkert ljós sem blikkar eins og á þessum mælum.


Annars var umræða um raforkusölu nýlega þar sem talað var um vöktun raforkumæla.

kjartanbj skrifaði:
dexma skrifaði:
kjartanbj skrifaði:Ég færði mig yfir til íslenskrar orkumiðlunar þegar ég keypti mér rafbíl, borga 14.35kr fyrir kw stundina samtals með dreifingu. Ég keypti síðan raspberry pi græju sem les af mælinum og setur upp í graf notkunina þannig ég get fylgst með daglegri notkun og kostnaði, er að nota ca 12kwst a dag nema þá daga sem ég hleð bílinn og fer svona 30-40kwst þá daga. Ég sendi síðan reglulega inn aflestur þannig ég borga jafnara yfir árið í stað þess að fá stóran reikning


Ertu til í að deila meiri upplýsingum um þessa raspberry pi uppsetningu ? :)



Keypti bara pakka frá OpenEnergyMonitor sem heitir EmonPi , lítil rasperrypi tölva með arduino borði, skynjari sem ég setti síðan á rafmagnsmælinn hjá mér sem les led ljós púlsa frá honum í mínu tilviki og stendur yfirleitt á mælunum þá er 1000 blikk 1kwst , það er hægt að kaupa síðan allskonar auka skynjara og dót frá þeim.


viewtopic.php?f=9&t=83744&p=714175&hilit=raspberry#p714175




birgirb13
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Þri 25. Des 2012 17:39
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Snjallmælar fyrir rafmagn

Pósturaf birgirb13 » Fim 15. Okt 2020 15:11

Þegar ég var að flytja í nýja íbúð fyrir rúmlega 3 árum spurði ég einmitt orkuveituna að þessu. Fannst svoldið skýrtið með alla þessa tækni að við værum ennþá að þurfa að lesa af mælum og skrá handvirkt inn niðurstöður. Sá sem var fyrir svörum hjá orkuveitunni tjáði mér að það væri ekki búið að ákveða neitt varðandi sjallmæla. Veit ekki hvort að það hafi breyst á þessum rúmu 3 árum, en ég eihvernveginn stórefast um það.




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Snjallmælar fyrir rafmagn

Pósturaf Dúlli » Fim 15. Okt 2020 15:14

Þetta er væntanlegt á markaðinn, veitur eru núna í útboðum og eru að leita að mælum sem henta.

Þú mátt ekkert eiga við mælinn þar sem hann er ekki þín eign, og ef það kemst upp um gætir þú átt von á bakreikningi ef þeir telja þig hafa fiktað í mælinum.




Höfundur
Rafurmegni
Fiktari
Póstar: 75
Skráði sig: Fim 15. Okt 2020 14:53
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Snjallmælar fyrir rafmagn

Pósturaf Rafurmegni » Fim 15. Okt 2020 15:30

Reyndar skal það nefnt hér að notendaviðmótið á mælinum er OPIÐ, þ.e. það er skjár til aflestrar, hnappur til að "flippa" í gegnum mismunandi upplýsingar og tengi sem er ekki á bak við innsigli -> ætlað til tengingar notanda. Er með svona mæli hjá mér.

Það getur varla verið pælingin að eina leiðin fyrir neytendur að fylgjast með raforkunotkun í rauntíma sé phototransistor í kennaratyggjói framan á málinum?!

Notendur hafa líka réttindi. Þetta eru lög á öðrum Norðurlöndum. Það er ekki hægt að senda reikning fyrir hinu og þessu eftir geðþótta fákeppnisfyrirtækja. Það gilda lög um gjaldmæla.
Síðast breytt af Rafurmegni á Fim 15. Okt 2020 15:37, breytt samtals 1 sinni.




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Snjallmælar fyrir rafmagn

Pósturaf Dúlli » Fim 15. Okt 2020 15:37

Rafurmegni skrifaði:Reyndar skal það nefnt hér að notendaviðmótið á mælinum er OPIÐ, þ.e. það er skjár til aflestrar, hnappur til að "flippa" í gegnum mismunandi upplýsingar og tengi sem er ekki á bak við innsigli -> ætlað til tengingar notanda.

Notendur hafa líka réttindi. Þetta eru lög á öðrum Norðurlöndum. Það er ekki hægt að senda reikning fyrir hinu og þessu eftir geðþótta fákeppnisfyrirtækja. Það gilda lög um gjaldmæla.


Er ekki hér til að þræta við þig.

Notendur svindla líka mikið á þessum mælum.

Veitur fara eftir upplýsingum sem notandinn skila inn til reiknings gerðar.

Það eru mælar að fara koma á markaðinn og þetta er í þróun sem tekur sinn tíma og kostar sitt.




Höfundur
Rafurmegni
Fiktari
Póstar: 75
Skráði sig: Fim 15. Okt 2020 14:53
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Snjallmælar fyrir rafmagn

Pósturaf Rafurmegni » Fim 15. Okt 2020 15:56

Já ég er heldur ekki hér til að stofna til þrætumála heldur að forvitnast um þekkingu annarra á þessu. Að sjálfsögðu er ég ekki að leggja til að fólk fari að svindla á mælnunum, er eingöngu að benda á að í nágrannalöndum þar sem svona mælar eru komnir upp, þá er gert ráð fyrir því að notendur tengi sig við mælana. Það var hluti af "dílnum". Reyndar vill svo skemmtilega til að mælirinn hjá mér er tengdur eftir höfuðvarið þannig að það væri hið einfaldasta mál að næla sér í rafmagn áður en það fer inn á mælinn. Er hins vegar ekki í þeim bransa.

Ég sé á mælinum mínum (frá HS veitum) að það er tákn fyrir loftnet sem merkir að hann sé í sambandi við móttakara þannig að strangt til tekið ætti ég ekki að þurfa að skila inn mælastöðu (en geri það samt). Ég sé því ekki betur en að þetta sé komið á markaðinn - amk mitt heimili og ég get staðfest að þetta kostar sitt. Raforka og sérstaklega dreifing hennar hefur hækkar fáránlega í verði undanfarin ár.




Höfundur
Rafurmegni
Fiktari
Póstar: 75
Skráði sig: Fim 15. Okt 2020 14:53
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Snjallmælar fyrir rafmagn

Pósturaf Rafurmegni » Fim 15. Okt 2020 15:59

mjolkurdreytill skrifaði:Ég held að þessir mælar séu það nýir að þeir séu bara til staðar í nýlegum byggingum eða þar sem nýlega hefur verið farið í rafmagn. Ég veit bara að ég er með eldgamlan mæli með skífu sem snýst. Ekkert ljós sem blikkar eins og á þessum mælum.


Annars var umræða um raforkusölu nýlega þar sem talað var um vöktun raforkumæla.

kjartanbj skrifaði:
dexma skrifaði:
kjartanbj skrifaði:Ég færði mig yfir til íslenskrar orkumiðlunar þegar ég keypti mér rafbíl, borga 14.35kr fyrir kw stundina samtals með dreifingu. Ég keypti síðan raspberry pi græju sem les af mælinum og setur upp í graf notkunina þannig ég get fylgst með daglegri notkun og kostnaði, er að nota ca 12kwst a dag nema þá daga sem ég hleð bílinn og fer svona 30-40kwst þá daga. Ég sendi síðan reglulega inn aflestur þannig ég borga jafnara yfir árið í stað þess að fá stóran reikning


Ertu til í að deila meiri upplýsingum um þessa raspberry pi uppsetningu ? :)



Keypti bara pakka frá OpenEnergyMonitor sem heitir EmonPi , lítil rasperrypi tölva með arduino borði, skynjari sem ég setti síðan á rafmagnsmælinn hjá mér sem les led ljós púlsa frá honum í mínu tilviki og stendur yfirleitt á mælunum þá er 1000 blikk 1kwst , það er hægt að kaupa síðan allskonar auka skynjara og dót frá þeim.


viewtopic.php?f=9&t=83744&p=714175&hilit=raspberry#p714175



Svo er líka hægt að gera eitthvað svona:
https://www.instructables.com/Read-Your ... P8266-WiF/

En það er hálf kjánalegt þegar það er tengi á mælinum sem er beinlínis ætlað til að uppfylla kröfu um að deila þessum upplýsingum með neytendum.




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Snjallmælar fyrir rafmagn

Pósturaf Dúlli » Fim 15. Okt 2020 16:00

Rafurmegni skrifaði:Já ég er heldur ekki hér til að stofna til þrætumála heldur að forvitnast um þekkingu annarra á þessu. Að sjálfsögðu er ég ekki að leggja til að fólk fari að svindla á mælnunum, er eingöngu að benda á að í nágrannalöndum þar sem svona mælar eru komnir upp, þá er gert ráð fyrir því að notendur tengi sig við mælana. Það var hluti af "dílnum". Reyndar vill svo skemmtilega til að mælirinn hjá mér er tengdur eftir höfuðvarið þannig að það væri hið einfaldasta mál að næla sér í rafmagn áður en það fer inn á mælinn. Er hins vegar ekki í þeim bransa.

Ég sé á mælinum mínum (frá HS veitum) að það er tákn fyrir loftnet sem merkir að hann sé í sambandi við móttakara þannig að strangt til tekið ætti ég ekki að þurfa að skila inn mælastöðu (en geri það samt). Ég sé því ekki betur en að þetta sé komið á markaðinn - amk mitt heimili og ég get staðfest að þetta kostar sitt. Raforka og sérstaklega dreifing hennar hefur hækkar fáránlega í verði undanfarin ár.


Þessir mælar sem eru fyrir henta ekki í þetta. Það er ekki flóknara en það.

Það er væntanleg ný kynslóð mæla á markað og veitur munu skipta út öllum, og þá er talað um að það verður keyrt á það að skipta út þeim öllu.

Það er líka rukkað allt öðruvísi fyrir rafmagn erlendis, þú ert oft bara með "inneign" sem getur klárast og ert síðan rafmagnslaus.

Til að missa rafmagn á íslandi þú þarft að lenda í heavy vanskilum og meir.

Já það er samkvæmt reglugerð að mælir komið eftir aðalrofan. Getur alveg svindlað, færð bara góðan bakreikning á næsta ári þegar þeir raunfæra tölurnar.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3093
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 442
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Snjallmælar fyrir rafmagn

Pósturaf hagur » Fim 15. Okt 2020 16:11

Ég setti bara Shelly EM á inntakið hjá mér og get fylgst með rafmagnsnotkuninni þannig, í gegnum Shelly Appið og líka með því að tala beint við Shelly EM tækið í gegnum API. Ótrúlega einfalt og skemmtilegt.




Höfundur
Rafurmegni
Fiktari
Póstar: 75
Skráði sig: Fim 15. Okt 2020 14:53
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Snjallmælar fyrir rafmagn

Pósturaf Rafurmegni » Fim 15. Okt 2020 16:26

Dúlli skrifaði:
Rafurmegni skrifaði:Já ég er heldur ekki hér til að stofna til þrætumála heldur að forvitnast um þekkingu annarra á þessu. Að sjálfsögðu er ég ekki að leggja til að fólk fari að svindla á mælnunum, er eingöngu að benda á að í nágrannalöndum þar sem svona mælar eru komnir upp, þá er gert ráð fyrir því að notendur tengi sig við mælana. Það var hluti af "dílnum". Reyndar vill svo skemmtilega til að mælirinn hjá mér er tengdur eftir höfuðvarið þannig að það væri hið einfaldasta mál að næla sér í rafmagn áður en það fer inn á mælinn. Er hins vegar ekki í þeim bransa.

Ég sé á mælinum mínum (frá HS veitum) að það er tákn fyrir loftnet sem merkir að hann sé í sambandi við móttakara þannig að strangt til tekið ætti ég ekki að þurfa að skila inn mælastöðu (en geri það samt). Ég sé því ekki betur en að þetta sé komið á markaðinn - amk mitt heimili og ég get staðfest að þetta kostar sitt. Raforka og sérstaklega dreifing hennar hefur hækkar fáránlega í verði undanfarin ár.


Þessir mælar sem eru fyrir henta ekki í þetta. Það er ekki flóknara en það.

Það er væntanleg ný kynslóð mæla á markað og veitur munu skipta út öllum, og þá er talað um að það verður keyrt á það að skipta út þeim öllu.

Það er líka rukkað allt öðruvísi fyrir rafmagn erlendis, þú ert oft bara með "inneign" sem getur klárast og ert síðan rafmagnslaus.

Til að missa rafmagn á íslandi þú þarft að lenda í heavy vanskilum og meir.

Já það er samkvæmt reglugerð að mælir komið eftir aðalrofan. Getur alveg svindlað, færð bara góðan bakreikning á næsta ári þegar þeir raunfæra tölurnar.


Lastu nokkuð innleggið mitt og kíktir á fyrstu slóðina? Þar sýnist mér Kamstrup mælirinn henta ljómandi vel? Þetta er bara stillingaratriði. Hér kemur fram að RARIK hafi verið með svona mæla í notkun frá 2011:

https://fagthing.is/wp-content/uploads/ ... ursson.pdf

Hér kemur líka fram að engin reglugerð sé þegar til staðar sem tekur tillit til snjallmæla. Hljómar áhættusamt að skipta út öllum mælum Veitna þegar þetta liggur ekki fyrir?




Höfundur
Rafurmegni
Fiktari
Póstar: 75
Skráði sig: Fim 15. Okt 2020 14:53
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Snjallmælar fyrir rafmagn

Pósturaf Rafurmegni » Fim 15. Okt 2020 16:28

hagur skrifaði:Ég setti bara Shelly EM á inntakið hjá mér og get fylgst með rafmagnsnotkuninni þannig, í gegnum Shelly Appið og líka með því að tala beint við Shelly EM tækið í gegnum API. Ótrúlega einfalt og skemmtilegt.


Já það er flott lausn!




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Snjallmælar fyrir rafmagn

Pósturaf Dúlli » Fim 15. Okt 2020 16:41

Rafurmegni skrifaði:
Dúlli skrifaði:
Rafurmegni skrifaði:Já ég er heldur ekki hér til að stofna til þrætumála heldur að forvitnast um þekkingu annarra á þessu. Að sjálfsögðu er ég ekki að leggja til að fólk fari að svindla á mælnunum, er eingöngu að benda á að í nágrannalöndum þar sem svona mælar eru komnir upp, þá er gert ráð fyrir því að notendur tengi sig við mælana. Það var hluti af "dílnum". Reyndar vill svo skemmtilega til að mælirinn hjá mér er tengdur eftir höfuðvarið þannig að það væri hið einfaldasta mál að næla sér í rafmagn áður en það fer inn á mælinn. Er hins vegar ekki í þeim bransa.

Ég sé á mælinum mínum (frá HS veitum) að það er tákn fyrir loftnet sem merkir að hann sé í sambandi við móttakara þannig að strangt til tekið ætti ég ekki að þurfa að skila inn mælastöðu (en geri það samt). Ég sé því ekki betur en að þetta sé komið á markaðinn - amk mitt heimili og ég get staðfest að þetta kostar sitt. Raforka og sérstaklega dreifing hennar hefur hækkar fáránlega í verði undanfarin ár.


Þessir mælar sem eru fyrir henta ekki í þetta. Það er ekki flóknara en það.

Það er væntanleg ný kynslóð mæla á markað og veitur munu skipta út öllum, og þá er talað um að það verður keyrt á það að skipta út þeim öllu.

Það er líka rukkað allt öðruvísi fyrir rafmagn erlendis, þú ert oft bara með "inneign" sem getur klárast og ert síðan rafmagnslaus.

Til að missa rafmagn á íslandi þú þarft að lenda í heavy vanskilum og meir.

Já það er samkvæmt reglugerð að mælir komið eftir aðalrofan. Getur alveg svindlað, færð bara góðan bakreikning á næsta ári þegar þeir raunfæra tölurnar.


Lastu nokkuð innleggið mitt og kíktir á fyrstu slóðina? Þar sýnist mér Kamstrup mælirinn henta ljómandi vel? Þetta er bara stillingaratriði. Hér kemur fram að RARIK hafi verið með svona mæla í notkun frá 2011:

https://fagthing.is/wp-content/uploads/ ... ursson.pdf

Hér kemur líka fram að engin reglugerð sé þegar til staðar sem tekur tillit til snjallmæla. Hljómar áhættusamt að skipta út öllum mælum Veitna þegar þetta liggur ekki fyrir?


Svo í alvöru ? ertu virkilega að eltast eftir þræti ?

Ég er að segja þér hvernig staðan er og hvernig hún er að þróast, vinn mikið þar sem veitur þurfa að koma að.

Það eru ástæður og ef þetta hentar þér ekki hættu þá að nöldra á netinu og hringdu bara í þá.

Fullt af öðrum lausnum til að mæla straum og aflnotkun, eins og hafa verið nefndar án þess að þurfa að fikta í mælinum.




Höfundur
Rafurmegni
Fiktari
Póstar: 75
Skráði sig: Fim 15. Okt 2020 14:53
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Snjallmælar fyrir rafmagn

Pósturaf Rafurmegni » Fim 15. Okt 2020 17:08

Dúlli skrifaði:
Rafurmegni skrifaði:
Dúlli skrifaði:
Rafurmegni skrifaði:Já ég er heldur ekki hér til að stofna til þrætumála heldur að forvitnast um þekkingu annarra á þessu. Að sjálfsögðu er ég ekki að leggja til að fólk fari að svindla á mælnunum, er eingöngu að benda á að í nágrannalöndum þar sem svona mælar eru komnir upp, þá er gert ráð fyrir því að notendur tengi sig við mælana. Það var hluti af "dílnum". Reyndar vill svo skemmtilega til að mælirinn hjá mér er tengdur eftir höfuðvarið þannig að það væri hið einfaldasta mál að næla sér í rafmagn áður en það fer inn á mælinn. Er hins vegar ekki í þeim bransa.

Ég sé á mælinum mínum (frá HS veitum) að það er tákn fyrir loftnet sem merkir að hann sé í sambandi við móttakara þannig að strangt til tekið ætti ég ekki að þurfa að skila inn mælastöðu (en geri það samt). Ég sé því ekki betur en að þetta sé komið á markaðinn - amk mitt heimili og ég get staðfest að þetta kostar sitt. Raforka og sérstaklega dreifing hennar hefur hækkar fáránlega í verði undanfarin ár.


Þessir mælar sem eru fyrir henta ekki í þetta. Það er ekki flóknara en það.

Það er væntanleg ný kynslóð mæla á markað og veitur munu skipta út öllum, og þá er talað um að það verður keyrt á það að skipta út þeim öllu.

Það er líka rukkað allt öðruvísi fyrir rafmagn erlendis, þú ert oft bara með "inneign" sem getur klárast og ert síðan rafmagnslaus.

Til að missa rafmagn á íslandi þú þarft að lenda í heavy vanskilum og meir.

Já það er samkvæmt reglugerð að mælir komið eftir aðalrofan. Getur alveg svindlað, færð bara góðan bakreikning á næsta ári þegar þeir raunfæra tölurnar.


Lastu nokkuð innleggið mitt og kíktir á fyrstu slóðina? Þar sýnist mér Kamstrup mælirinn henta ljómandi vel? Þetta er bara stillingaratriði. Hér kemur fram að RARIK hafi verið með svona mæla í notkun frá 2011:

https://fagthing.is/wp-content/uploads/ ... ursson.pdf

Hér kemur líka fram að engin reglugerð sé þegar til staðar sem tekur tillit til snjallmæla. Hljómar áhættusamt að skipta út öllum mælum Veitna þegar þetta liggur ekki fyrir?


Svo í alvöru ? ertu virkilega að eltast eftir þræti ?

Ég er að segja þér hvernig staðan er og hvernig hún er að þróast, vinn mikið þar sem veitur þurfa að koma að.

Það eru ástæður og ef þetta hentar þér ekki hættu þá að nöldra á netinu og hringdu bara í þá.

Fullt af öðrum lausnum til að mæla straum og aflnotkun, eins og hafa verið nefndar án þess að þurfa að fikta í mælinum.


Já þú hefur alveg rétt fyrir þér