Öll vídjó spilast rangt á öllum skjáum

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 3847
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 403
Staða: Tengdur

Öll vídjó spilast rangt á öllum skjáum

Pósturaf appel » Mið 02. Jún 2021 21:44

Ok, kannski full hörð fullyrðing, en samt ekki.

Flest sjónvörp sem seld eru í dag, nema kannski 120 hz OLED tæki, keyra á 60 hz 2160 uhd upplausn.
Tölvuskjáir keyra flestir á 60 hz, nema það séu sérstakir leikjaskjáir sem keyra hærra, en líklega yfir 90% af öllum tölvuskjám keyra á 60hz.

Hinsvegar er það svo að mestmegnið af öllum vídjóum heimsins keyra ekki á 60 fps, heldur 24 fps eða 25 fps. Netflix og aðrar streymisveitur streyma til þín efni á því framerate, þó skjárinn eða sjónvarpið sé að keyra á 60 hz.

Þetta meikar bara engan sense fyrir mér þegar maður pælir í þessu, hversvegna í fj. gera þeir þetta?
Held að ástæðan sé bara legacy-eðlis.

Þetta þýðir einfaldlega að það er mismatch á uppfærslutíðni skjásins og uppfærslutíðni vídjósins, sem þýðir að þú ert ekki að horfa á vídjóið einsog það ætti að vera.

24 fps vídeó er einfaldlega "teygt" til að matcha við 60 hz uppfærslutíðni. Það gengur einfaldlega ekki upp. Þú sérð hnökra í vídjóinu. Það eru til einhverjar aðferðir til að "smootha" þetta út, teygja vídjóin, hraða á þeim og svona... en að mínu mati er það bara að reyna laga eitthvað sem er rangt til að byrja með... og breyta contentinu.

Þetta vídjó útskýrir þetta nákvæmlega hvað er að gerast:
https://www.youtube.com/watch?v=TnFLN5Z1U9w

Ég setti skjáinn min í 24 hz og vídjó á netflix sem er í 24 fps spilast miklu meira "consistently" núna. Ekki góð windows upplifun, allt rosalega sluggish, en vídjóið er betra.


Held að í allri umræðu um HDR og 4K og svona þá gleymist þetta, framrate mismatch.


*-*


kjartanbj
Gúrú
Póstar: 503
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 69
Staða: Ótengdur

Re: Öll vídjó spilast rangt á öllum skjáum

Pósturaf kjartanbj » Mið 02. Jún 2021 21:54

Er þetta ekki líka spurning um bandvídd í streymiSkjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2537
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 96
Staða: Ótengdur

Re: Öll vídjó spilast rangt á öllum skjáum

Pósturaf SolidFeather » Mið 02. Jún 2021 21:57

Já judder er mjög hvimleitt vandamál.

Draumurinn væri að Variable Refresh Rate yrði standard á sjónvörpum og að maður gæti þá jafnvel valið að horfá á t.d. 24fps efni á 24hz, 96hz eða einhverri annari margföldun á 24fps. Ég hef svosem ekki kynnt mér það hvort að þetta sé orðið algengt í dag.

Sony tækið mitt er með Black Frame Insertion stillingu sem mér finnst bæta judderin helling. Þá setur það inn svarta mynd í staðinn fyrir að "teygja" á vídjó-inu. Gallinn við það er að maður missir brightness.Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 3847
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 403
Staða: Tengdur

Re: Öll vídjó spilast rangt á öllum skjáum

Pósturaf appel » Mið 02. Jún 2021 22:00

kjartanbj skrifaði:Er þetta ekki líka spurning um bandvídd í streymi


Tja, það er hægt að spila 60 fps vídjó á youtube, prófið það, mjög smooth (á 60 hz skjá). Virkar bara fínt að streyma því, þannig það er ekki bandvíddar issue.

Þetta snýst held ég bara um upptökutæknina sem er notuð, legacy upptökutækni, miðuð við bíó og gamaldags sjónvörp.

Kvikmyndahús sýna hefðbundið 24 ramma á sek. Þannig að þetta helgast af því. Stundum 25 fps því sjónvörp voru flest í 50 hz og þá var sami rammi sýndur tvisvar í röð.

En þetta svosem snýst ekki um það, hvaða framerate þér finnst best, heldur að þú ert að fá mismatch á framerate skjásins og vídjósins sem veldur bjögun eða hnökrum í vídjó spilun.


*-*


Predator
</Snillingur>
Póstar: 1090
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2003 23:57
Reputation: 21
Staða: Tengdur

Re: Öll vídjó spilast rangt á öllum skjáum

Pósturaf Predator » Mið 02. Jún 2021 23:17

Veit ekki með önnur tæki en appletv 4k bíður upp á variable refresh rate. Í hvert skipti sem ég opna þátt eða bíómynd þvingar appletv sjónvarpið mitt til að matcha refresh rate á efninu.


Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 3847
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 403
Staða: Tengdur

Re: Öll vídjó spilast rangt á öllum skjáum

Pósturaf appel » Mið 02. Jún 2021 23:20

Predator skrifaði:Veit ekki með önnur tæki en appletv 4k bíður upp á variable refresh rate. Í hvert skipti sem ég opna þátt eða bíómynd þvingar appletv sjónvarpið mitt til að matcha refresh rate á efninu.

Já, hef heyrt um það. Nota ekki appletv þó. En nota t.d. netflix á samsung sjónvarpinu mínu og það er bara fast í 2160p á 60hz. Tæki tengd á hdmi geta sett sig á aðrar upplausnir og hz. En það er ekki hægt að stilla samsung sjónvarp t.d. natively (tizen öpp) á aðrar upplausnir eða hz.


*-*

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6164
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 135
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Öll vídjó spilast rangt á öllum skjáum

Pósturaf gnarr » Fim 03. Jún 2021 10:53

AppleTV'ið mitt stillir sjónvarpið á uppfærslutíðni sem passar við efnið sem ég er að horfa á :)

Annars er þetta minna vandamál að 144Hz og 240Hz skjáum, þar sem að 24, 30, 48 og 60hz efni er spilað bara með mörgum uppfærlsum fyrir hvern ramma, en það þarf ekkert pulldown.

Stærsta vandamálið er hinsvegar að kaninn er búinn að bæta við "drop frame" í nánast allt efni sem þeir framleiða, svo að 24 fps bíómynd er gefin út sem 23.976fps (24000/1001), 30fps sem 29.97 (30000/1001) og 60fps sem 59.94 (60000/1001). Það veldur því að á skjáum sem keyra á "non-drop" tíðni er hent einum ramma fyrir hverja 1000 sem eru spilaðir og það veldur smá judder.


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 3847
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 403
Staða: Tengdur

Re: Öll vídjó spilast rangt á öllum skjáum

Pósturaf appel » Fim 03. Jún 2021 13:26

Lausnin er auðvitað að það sé ákveðið VRR fyrir vídjó spilun á öllum skjáum/sjónvörpum, og það þurfi ekki að breyta skjáupplausn+tíðni (svartur skjár í augnablik).
Basically þarf hver pixell á skjá að hafa sitt eigið VRR, og að skjáir geti þá keyrt frá 0 hz til 1000 hz jafnvel hvern pixel, og geti þá skilgreint svæði á skjá í lægra hz eða hærra hz heldur en önnur svæði.

Draumórar þó.


*-*


JReykdal
Gúrú
Póstar: 539
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Öll vídjó spilast rangt á öllum skjáum

Pósturaf JReykdal » Lau 05. Jún 2021 23:09

appel skrifaði:
kjartanbj skrifaði:Er þetta ekki líka spurning um bandvídd í streymi


Tja, það er hægt að spila 60 fps vídjó á youtube, prófið það, mjög smooth (á 60 hz skjá). Virkar bara fínt að streyma því, þannig það er ekki bandvíddar issue.

Ekki gleyma að hugsa um að 60fps er rúmlega tvöfalt meiri bandvídd en 24fps og bandvídd kostar, sérstaklega þegar þú ert kominn upp í tölur eins og Netflix og félagar eru að vinna með, þá eru þetta stórar tölur.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.