Sjónvarp símans android tv.

Skjámynd

Höfundur
Daz
Besserwisser
Póstar: 3812
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 140
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Sjónvarp símans android tv.

Pósturaf Daz » Mið 09. Jún 2021 19:37

Ég hef aðeins verið að prófa nýja Android tv appið frá símanum og hef svolítið tekið eftir því að hljóð og mynd eru ekki alltaf í synci. Bæði þegar verið er að horfa á "live", tímaflakk eða efni valið úr premium dótinu.
Engin svona vandræði með aðrar streymi þjónustur (Netflix / Disney / Google movies / YouTube).

Einhverjir aðrir sem kannast við þetta vandamál eða hafa hugmyndir að lausn (aðrar en að kaupa Apple tæki)



Skjámynd

zetor
spjallið.is
Póstar: 452
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Reputation: 77
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp símans android tv.

Pósturaf zetor » Mið 09. Jún 2021 19:44

búinn að vera með sjónvarp símans á android tv síðan í október, aldrei lent í þessu. En þó lent í því að þegar straumurinn dettur niður í gæðum þá breytist aspect ratio aðeins, myndin togast aðeins til.
Síðast breytt af zetor á Mið 09. Jún 2021 19:44, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Tengdur

Re: Sjónvarp símans android tv.

Pósturaf appel » Mið 09. Jún 2021 20:29

Getur verið misjafnt eftir tækjum. Hverskonar android tv er þetta?

Þú getur prófað að fara í Menu og þar er gagnamagnsstilling. Getur prófað að stilla á lægsta (throttla vídjóið) og prófað hvort það sé málið, ef hljóð er í synci eftir það þá getur verið að þú hafi verið að fá of hátt bitrate þannig að tækið ræður ekki við að decoda. Youtube/Netflix virkar kannski því þeir eru að láta þig fá það sem tækið ræður við. En bara kenning.


*-*

Skjámynd

Höfundur
Daz
Besserwisser
Póstar: 3812
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 140
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp símans android tv.

Pósturaf Daz » Mið 09. Jún 2021 20:40

Ég hef líka séð þetta með aspect ratioið, frekar að það sé fyndið en að það trufli.

@appel, takk fyrir þessa uppástungu, prófa þetta þegar ég fæ næst að fikta í sjónvarpinu. Þetta er annars 2020 Sony sjónvarp sem hefur ráðið við 4K HDR efni frá Netflix og Disney. Mjög líklega er Sjónvarp síma appið stillt á hæstu gæði/gagnamagn og kannski er séríslenska þjöppunin bara of góð fyrir mitt sjónvarp :(



Skjámynd

Höfundur
Daz
Besserwisser
Póstar: 3812
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 140
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp símans android tv.

Pósturaf Daz » Fim 10. Jún 2021 23:30

Ekki breytti það neinu að lækka gagnamagnsstillinguna niður í lægsta :( . Ég bar þetta svo saman við appið í símanum og þar var hljóðið alveg í synci á öllu því efni sem ég rakst á að var ekki syncað í TV appinu.
Þetta er ekki algilt, getur verið mis slæmt milli stöða í "live" straumi t.d.



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 726
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 175
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp símans android tv.

Pósturaf russi » Fös 11. Jún 2021 01:18

Daz skrifaði:Ekki breytti það neinu að lækka gagnamagnsstillinguna niður í lægsta :( . Ég bar þetta svo saman við appið í símanum og þar var hljóðið alveg í synci á öllu því efni sem ég rakst á að var ekki syncað í TV appinu.
Þetta er ekki algilt, getur verið mis slæmt milli stöða í "live" straumi t.d.

Ertu að taka hljóðið útum hljóðstöng eð eitthvað slíkt? Kannski bara beint af tækinu?



Skjámynd

Höfundur
Daz
Besserwisser
Póstar: 3812
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 140
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp símans android tv.

Pósturaf Daz » Lau 12. Jún 2021 13:14

russi skrifaði:
Daz skrifaði:Ekki breytti það neinu að lækka gagnamagnsstillinguna niður í lægsta :( . Ég bar þetta svo saman við appið í símanum og þar var hljóðið alveg í synci á öllu því efni sem ég rakst á að var ekki syncað í TV appinu.
Þetta er ekki algilt, getur verið mis slæmt milli stöða í "live" straumi t.d.

Ertu að taka hljóðið útum hljóðstöng eð eitthvað slíkt? Kannski bara beint af tækinu?

Já er með hljóðstöng, búinn að prófa að taka hljóðið beint útúr sjónvarpinu líka, það breytir engu. Ath. þetta er bara í Sjónvarpi símans (android tv) appinu. Ekki í gegnum Sjónvarp Símans set top boxið eða önnur öpp á sjónvarpinu.