Síða 1 af 1

Bestu noise cancelling heyrnatólin?

Sent: Fös 17. Sep 2021 16:17
af ColdIce
Sælir
Vantar ANC headphones fyrir vinnuna þar sem er mjög mikill hávaði. Hef verið að spá í Sony 1000XM4.
Einhver sérfræðingur hér sem getur leiðbeint mér?
Fyrirfram þakkir

Re: Bestu noise cancelling heyrnatólin?

Sent: Fös 17. Sep 2021 16:24
af audiophile
Sony WH-1000XM4 eru líklega það besta sem þú færð hvað varðar gæði á ANC. Hljóma líka mjög vel. Bose QC35 eru almennt talin léttari og betri til brúks ef þú ert með þau langar stundir á höfðinu. Bose voru reyndar að kynna ný QC45 en held að það sé ekki komin nein reynsla á þau ennþá

Ég hef alltaf verið hrifnari af Sony en Bose.

Re: Bestu noise cancelling heyrnatólin?

Sent: Fös 17. Sep 2021 16:55
af ColdIce
Þetta er þá spurning með 1000XM4 eða taka séns og forpanta QC45 að utan..

Re: Bestu noise cancelling heyrnatólin?

Sent: Fös 17. Sep 2021 16:58
af appel
Er með Sony WH-1000XM2 (nokkuð gömul) en þau eru fín. Gott battery life. Ekki beinlínis audiophile hljómgæði, en good enuff. ANC er flott, virkar fínt.
En ég tek samt eftir að ég get ekki verið með þau lengi á mér, því eyrun verða doldið þreytt og heit, því þau eru jú alveg lokuð. En algjör life-saver í flugvélum.

Annar galli við Sony heyrnartólin er að þegar ég fer út að labba með þau, þá gengur það auðvitað ekki upp í rigningu því þau eru jú ekki vatnsheld, svo virkar ekki að setja hettu yfir því snertiskynjarinn á heyrnartólunum "goes haywire". En ef þú notar þau ekki þannig þá er það ekkert issue.

Hef ekki prófað önnur headphones, hvort ear-plugs með ANC virki betur og sé hægt að vera með lengur í (útaf hita/þreytu).


Svo finnst mér rtings.com vera með góðan samanburð:
https://www.rtings.com/headphones/tools ... shold=0.10

Re: Bestu noise cancelling heyrnatólin?

Sent: Fös 17. Sep 2021 17:00
af mikkimás
Mæli sterklega með Sony WH-1000XM4.

Ekkert meira um það að segja.

Re: Bestu noise cancelling heyrnatólin?

Sent: Fös 17. Sep 2021 18:53
af ZiRiuS
Bose framyfir Sony allavega. Ef þú þarft að tengja þau við tölvu hef ég ekki góða reynslu af Sony.

Re: Bestu noise cancelling heyrnatólin?

Sent: Fös 17. Sep 2021 19:23
af bjoggi
Sony WH-1000XM4 án efa, er sjálfur með XM2 og gríðarlega ánægður. Hef horft á mörg reviews og XM4 er að fá svakalega góða dóma.

Re: Bestu noise cancelling heyrnatólin?

Sent: Fös 17. Sep 2021 20:14
af bjoggi
ZiRiuS skrifaði:Bose framyfir Sony allavega. Ef þú þarft að tengja þau við tölvu hef ég ekki góða reynslu af Sony.

Hef mjög góða reynslu að tengja við tölvu(r) sama hvort það sé Mac, Win, PS4 eða hvað sem er. Annars væri ég löngu búinn að skila mínum.

Re: Bestu noise cancelling heyrnatólin?

Sent: Fös 17. Sep 2021 20:16
af bjoggi
appel skrifaði:Er með Sony WH-1000XM2 (nokkuð gömul) en þau eru fín. Gott battery life. Ekki beinlínis audiophile hljómgæði, en good enuff. ANC er flott, virkar fínt.
En ég tek samt eftir að ég get ekki verið með þau lengi á mér, því eyrun verða doldið þreytt og heit, því þau eru jú alveg lokuð. En algjör life-saver í flugvélum.

Annar galli við Sony heyrnartólin er að þegar ég fer út að labba með þau, þá gengur það auðvitað ekki upp í rigningu því þau eru jú ekki vatnsheld, svo virkar ekki að setja hettu yfir því snertiskynjarinn á heyrnartólunum "goes haywire". En ef þú notar þau ekki þannig þá er það ekkert issue.

Hef ekki prófað önnur headphones, hvort ear-plugs með ANC virki betur og sé hægt að vera með lengur í (útaf hita/þreytu).


Svo finnst mér rtings.com vera með góðan samanburð:
https://www.rtings.com/headphones/tools ... shold=0.10


Já þetta eru heyrnartól til notkunar innandyra, hiklaust. Nota AirPods Pro og ANC þegar ég fer út, fer manni líka mun betur en svona stór heyrnartól.

Re: Bestu noise cancelling heyrnatólin?

Sent: Fös 17. Sep 2021 20:20
af GullMoli
Hef átt Bose QC35 í tæp 5 ár og notað daglega í skóla og svo vinnu þar eftir. Oftast nær með þau á mér allan vinnu-daginn. Þau eru súper þægileg og ég finn lítið fyrir því að vera með þau allan liðlangan daginn á mér, klemma alls ekki fast og ég svitna ekkert undan þeim.

Hef skipt um púða á þeim einu sinni.

Re: Bestu noise cancelling heyrnatólin?

Sent: Fös 17. Sep 2021 20:31
af ColdIce
Þakka svörin!
Er með airpods pro en þau ná ekki að halda í við lætin.
Ég vil helst ekki QC35 því ég vil helst usb-c uppá fast charging og finnst þau bara of dýr miðað við að þetta er ekki beint nýtt.
Æðisleg headphones engu að síður!

Re: Bestu noise cancelling heyrnatólin?

Sent: Lau 18. Sep 2021 07:58
af Trihard
Ég á sjálfur XM4 og hljómgæðin eru þau bestu sem hægt er að fá fyrir bluetooth headphones en allt sem er tengt með kapli verður með betri hljómgæði, ég fann að gamla HyperX Cloud gamer headsettið mitt sem tengist með kapli í DAQ sem fylgir með kaupum (kosta ca. 25000kr.) voru með mun betri hljómgæði en XM4 en svona er þetta fyrir öll þráðlausu fónin.

Mæli með að fara í Elko og heyra muninn á qc35 og xm4 því þú lærir lítið á að lesa eða horfa á biased reviews, þá veistu pottþétt hvor henti þér betur.

Re: Bestu noise cancelling heyrnatólin?

Sent: Lau 18. Sep 2021 09:41
af Lexxinn
Hef átt qc25 heillengi og alls forvera þess, átti einnig nc700 og ég get ekki annað en mælt gegn þeim. Þetta snerti stöff á þeim er með skelfilegt notendaviðmót og þau ættu allir að forðast

Re: Bestu noise cancelling heyrnatólin?

Sent: Lau 18. Sep 2021 11:18
af ColdIce
Kærar þakkir allir. Keypti XM4. Aðallega því þau sátu best á mér

Re: Bestu noise cancelling heyrnatólin?

Sent: Lau 18. Sep 2021 13:36
af audiophile
ColdIce skrifaði:Kærar þakkir allir. Keypti XM4. Aðallega því þau sátu best á mér


Það skiptir einmitt líka miklu máli.

Til hamingju með heyrnatólin :) Ég er ennþá að rokka XM1 en hef prófað XM4 og þau eru frábær.