Sjónvarp símans appið
-
Höfundur - has spoken...
- Póstar: 168
- Skráði sig: Þri 05. Apr 2011 16:45
- Reputation: 18
- Staða: Ótengdur
Sjónvarp símans appið
Ég hef ekki góða reynslu af sjónvarps appi símans. Það er að frjósa öðru hvoru. Hef verið að nota það á tveimur heimilum, bæði á google.tv, xiaomi boxi S og Sony sjónvarpi. Alstaðar á það til að stoppa í miðri mynd. Önnur öpp virka fínt ss Netflix, RUV, Stöð2, Plex og Youtube.
Ég er mjög ánægður með appið að öðru leiti.
Hver er ykkar reynsla af þessu?
Ég er mjög ánægður með appið að öðru leiti.
Hver er ykkar reynsla af þessu?
Re: Sjónvarp símans appið
Lendi stundum í þessu sama. Hef sent Símanum skilaboð á Twitter en ekki fengið neitt svar né reply.
Re: Sjónvarp símans appið
Hef notað sjónvarp símans appið á Mibox s með góðum árangri. Ekki lent í því að það sé að frjósa öðru hvoru. bæði lan eða wifi, góð reynsla, stundum þá er eins og mismunandi gæði séu með mismunandi aspect ratio, myndin togast örlítið til, Mælið hiklaust með þessu appi. Bý erlendis og nota það mikið.
Síðast breytt af zetor á Sun 16. Jan 2022 16:29, breytt samtals 1 sinni.
Re: Sjónvarp símans appið
Nota Sjónvarp Símans appið á Chromecast with GoogleTV uppi í bústað og hef bara aldrei lent í vandræðum. Erum ekki með loftnet og notum því appið í allt. Hefur aldrei verið vesen, enski boltinn og rúv, Premium og annað bara virkar alltaf þegar við þurfum.
Eina sem vantar er að geta keypt myndir, en það er væntanlega útaf prósentununum sem að Apple / Google taka fyrir slík kaup að það er ekki í boði.
Notuðum NovaTV áður og það var miklu meira vesen ,og ekki hægt að treysta á það þegar stórir viðburðir voru í gangi. Það hefur ekki verið með vandamál, eins og síminn sé með betri og öflugari bakenda.
Eina sem vantar er að geta keypt myndir, en það er væntanlega útaf prósentununum sem að Apple / Google taka fyrir slík kaup að það er ekki í boði.
Notuðum NovaTV áður og það var miklu meira vesen ,og ekki hægt að treysta á það þegar stórir viðburðir voru í gangi. Það hefur ekki verið með vandamál, eins og síminn sé með betri og öflugari bakenda.
Síðast breytt af wicket á Sun 16. Jan 2022 17:34, breytt samtals 1 sinni.
Re: Sjónvarp símans appið
elri99 skrifaði:Ég hef ekki góða reynslu af sjónvarps appi símans. Það er að frjósa öðru hvoru. Hef verið að nota það á tveimur heimilum, bæði á google.tv, xiaomi boxi S og Sony sjónvarpi. Alstaðar á það til að stoppa í miðri mynd. Önnur öpp virka fínt ss Netflix, RUV, Stöð2, Plex og Youtube.
Ég er mjög ánægður með appið að öðru leiti.
Hver er ykkar reynsla af þessu?
Spurning hvort þú sért að fara í samtímastrauma-þakið, þar sem þú nefnir að þú ert með þetta á tveimur heimilum. Þú getur bara streymt ákveðnum fjölda samtímastrauma. En það ættu að koma skilaboð þegar það er slitið eða þegar þú þarft að slökkva á öðru tæki.
*-*
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 333
- Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
- Reputation: 110
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarp símans appið
Appið virkar vel á appletv allavega, hef ekki lent í neinum vandræðum þar.
-
Höfundur - has spoken...
- Póstar: 168
- Skráði sig: Þri 05. Apr 2011 16:45
- Reputation: 18
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarp símans appið
Spurning hvort þú sért að fara í samtímastrauma-þakið, þar sem þú nefnir að þú ert með þetta á tveimur heimilum. Þú getur bara streymt ákveðnum fjölda samtímastrauma. En það ættu að koma skilaboð þegar það er slitið eða þegar þú þarft að slökkva á öðru tæki.
Þetta er alveg aðskilið, sitthvor áskriftin. Verð að ítreka að ég er mjög ánægður með appið sem slíkt bara fúlt þegar það stoppar í miðri mynd.
Re: Sjónvarp símans appið
Ég hætti að nota það á Sony A80J sjónvarpinu (Google TV) af því að ef ég opnaði það fór það að frjósa reglulega. Ekki nóg með það, heldur ef það var opið í bakgrunninum fóru önnur forrit s.s. Disney+ og Netflix að frjósa líka. Myndlykillinn var því tengdur aftur, vil ekki sjá þetta app.
-
- Vaktari
- Póstar: 2540
- Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
- Reputation: 43
- Staðsetning: Kópavogur
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarp símans appið
Er að nota þetta App með Philips Android sjónvarpi ( 7600 lína frá 2020 )
- Það frýs mjög oft
- Það er nær alltaf í de-sync, það er hljóð og mynd fara illa saman
- Nenni nánast ekkert að nota þetta lengur :/
- Það frýs mjög oft
- Það er nær alltaf í de-sync, það er hljóð og mynd fara illa saman
- Nenni nánast ekkert að nota þetta lengur :/
Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s
-
- Besserwisser
- Póstar: 3120
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarp símans appið
Reynsla mín af þessu appi er ekkert sérstök.
Foreldrar mínir eru með þetta uppsett á Philips snjallsjónvarpi sem er með AndroidTV og þar fer hljóð og mynd nánast aldrei saman, þau a.m.k kvarta töluvert yfir því.
Ég er svo sjálfur með þetta á Nvidia Shield TV Pro (2019) og þar kemur reglulega fyrir að straumurinn frýs, stundum dettur hann í gang aftur eftir smá stund en stundum er allt stopp og þá þarf ég að hoppa út úr forritinu t.d með home takkanum. Ef ég opna það aftur þá er það bara alveg frosið og svartur skjár, svo á endanum lokast það/krassar. Þá get ég keyrt það upp aftur og þá virkar það, þangað til að þetta gerist næst. Ég nota þetta aðallega til að horfa á enska boltann á UHD rásinni og næ sjaldnast að komast í gegnum heilan leik án þessi að þetta komi fyrir a.m.k einu sinni.
Ef það væri ekki fyrir mikla andúð mína á myndlyklum þá væri ég líklega hættur að nota þetta app.
Foreldrar mínir eru með þetta uppsett á Philips snjallsjónvarpi sem er með AndroidTV og þar fer hljóð og mynd nánast aldrei saman, þau a.m.k kvarta töluvert yfir því.
Ég er svo sjálfur með þetta á Nvidia Shield TV Pro (2019) og þar kemur reglulega fyrir að straumurinn frýs, stundum dettur hann í gang aftur eftir smá stund en stundum er allt stopp og þá þarf ég að hoppa út úr forritinu t.d með home takkanum. Ef ég opna það aftur þá er það bara alveg frosið og svartur skjár, svo á endanum lokast það/krassar. Þá get ég keyrt það upp aftur og þá virkar það, þangað til að þetta gerist næst. Ég nota þetta aðallega til að horfa á enska boltann á UHD rásinni og næ sjaldnast að komast í gegnum heilan leik án þessi að þetta komi fyrir a.m.k einu sinni.
Ef það væri ekki fyrir mikla andúð mína á myndlyklum þá væri ég líklega hættur að nota þetta app.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3833
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 149
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarp símans appið
Ég er með svipaða reynslu og hagur, appið frýs óþægilega oft og hljóð og mynd í stundum ekki í synci. Get nú samt oft horft á heila leiki eða bíómyndir án þess að appið frjósi, en gerist samt of oft fyrir minn smekk.
Er með appið í nýlegu Sony sjónvarpi (Android)
Er með appið í nýlegu Sony sjónvarpi (Android)
Re: Sjónvarp símans appið
Er að nota appið í Sony android tv. Frýs eins og klukka eftir ca. 40min. Alltaf í öllu!
Nota það einnig í Mi Box S og ekkert vesen þar.
Nota það einnig í Mi Box S og ekkert vesen þar.
AMD Ryzen 9 5900X, ASUS B550M-PLUS TUF Gaming, Gigabyte RX 5700XT gaming OC, 4x8gb DDR4 3600, Corsair RM850x 850W, Fractal Design Meshify C, Noctua NH-D15S.
Intel i7 4790k, Z97X Gigabyte gaming 5, 4x8 gb DDR3 1600, Antec high current gamer 750W , Corsair Graphite 230t, ARCTIC Freezer 13.
Intel i7 4790k, Z97X Gigabyte gaming 5, 4x8 gb DDR3 1600, Antec high current gamer 750W , Corsair Graphite 230t, ARCTIC Freezer 13.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6787
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 939
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarp símans appið
Er með þetta á Apple TV og virkar fínt.
Bara pirrandi að ef sjónvarpið fer í sleep koma alltaf skilaboð um að ekki hafi tekist að sækja efni þegar maður kemur til baka og maður lendir aftur á forsíðu.
Bara pirrandi að ef sjónvarpið fer í sleep koma alltaf skilaboð um að ekki hafi tekist að sækja efni þegar maður kemur til baka og maður lendir aftur á forsíðu.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
Re: Sjónvarp símans appið
Hentze skrifaði:Er að nota appið í Sony android tv. Frýs eins og klukka eftir ca. 40min. Alltaf í öllu!
Nota það einnig í Mi Box S og ekkert vesen þar.
Sá að það kom uppfærsla í gær, var hugsað til þessa þráðs
- Viðhengi
-
- Screenshot 2022-01-18 at 09.34.15.png (102.46 KiB) Skoðað 18050 sinnum
-
- Besserwisser
- Póstar: 3833
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 149
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarp símans appið
Alltaf gott að fá leiðbendingar. Verður spennandi að sjá hvort við Sony notendur finnum einhvern mun.
Re: Sjónvarp símans appið
Þannig að það er fylgni þarna á milli? ef þú ert með snjónvarp símans appið á android tv sjónvarpi þá frýs það af og til. Mi box og apple tv virka vel?
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 333
- Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
- Reputation: 110
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarp símans appið
snjallsjónvörpin eru með rosalega mismunandi hardware þegar kemur að smart functions, því ódýrara sem sjónvarpið er því meiri líkur á því að það hafi verið sparað þar á meðan Mi box og Appletv eru meira focused á akkúrat þennann hluta.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3120
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarp símans appið
oliuntitled skrifaði:snjallsjónvörpin eru með rosalega mismunandi hardware þegar kemur að smart functions, því ódýrara sem sjónvarpið er því meiri líkur á því að það hafi verið sparað þar á meðan Mi box og Appletv eru meira focused á akkúrat þennann hluta.
M.v. hvernig þetta virkar á Nvidia Shield Pro 2019 þá er nú samt ekki eingöngu hægt að skella skuldinni á lélegt hardware.
-
Höfundur - has spoken...
- Póstar: 168
- Skráði sig: Þri 05. Apr 2011 16:45
- Reputation: 18
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarp símans appið
Kom að sjónvarpinu í kvöld þar sem myndin var frosin. Bara venjuleg útsending á RUV í gangi. Google Android .TV tæki, varla með eitthvað lélegra hardware en Xiaomi boxið.
Sendi póst á android@siminn.is með link á þessa umræðu og beiðni um þeirra innlegg.
Sendi póst á android@siminn.is með link á þessa umræðu og beiðni um þeirra innlegg.
Re: Sjónvarp símans appið
elri99 skrifaði:Kom að sjónvarpinu í kvöld þar sem myndin var frosin. Bara venjuleg útsending á RUV í gangi. Google Android .TV tæki, varla með eitthvað lélegra hardware en Xiaomi boxið.
Sendi póst á android@siminn.is með link á þessa umræðu og beiðni um þeirra innlegg.
Það eru stillingar um að slökkva á myndstraumi eftir smá tíma (default 2 klst). Það er hægt að slökkva á því.
Skoðaðu Menu - Gagnanotkun.
Síðast breytt af appel á Fim 20. Jan 2022 00:20, breytt samtals 1 sinni.
*-*
-
Höfundur - has spoken...
- Póstar: 168
- Skráði sig: Þri 05. Apr 2011 16:45
- Reputation: 18
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarp símans appið
Það eru stillingar um að slökkva á myndstraumi eftir smá tíma (default 2 klst). Það er hægt að slökkva á því.
Skoðaðu Menu - Gagnanotkun.
Góð ábending. Er stillt á 2 klst. (sjálfgefið). Breytti því í 6 klst. Sjáum hvað gerist. Er ekki dálítið einkennilegt að slökkva á sjónvarpsstraumi eftir 2 klst án þess aðláta vita?
Re: Sjónvarp símans appið
elri99 skrifaði:Það eru stillingar um að slökkva á myndstraumi eftir smá tíma (default 2 klst). Það er hægt að slökkva á því.
Skoðaðu Menu - Gagnanotkun.
Góð ábending. Er stillt á 2 klst. (sjálfgefið). Breytti því í 6 klst. Sjáum hvað gerist. Er ekki dálítið einkennilegt að slökkva á sjónvarpsstraumi eftir 2 klst án þess aðláta vita?
Stundum er það þannig að t.d. sumarbústaðaeigendur með 4G tengingu eru með sjónvarp símans app eða myndlykil, og kannski gleyma að slökkva á því. Svo kemur svaka hár símareikningur eftir mánuð.
En margir aðilar eru með svona auto stop á play. Kannski má útfæra þetta betur. Það ætti að birtast svona screensaver þó, en líklega slokknar á honum þegar appið resumar.
*-*