Hjálp varðandi veggfestingu


Höfundur
az1982
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Þri 02. Jún 2020 16:13
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Hjálp varðandi veggfestingu

Pósturaf az1982 » Fim 10. Feb 2022 13:53

Daginn,

getið þið gefið mér ráðleggingu varðandi sjónvarpsfestingu á tvöfaldan gipsvegg.

Er að spá í þessu tæki (eða sambærilegu 2022 tæki sem kemur fljótlega).

https://verslun.origo.is/Sjonvorp-og-sk ... 465.action

Á ég bara að kaupa þessar Peerless veggfestingar hjá Origo, eða eru til betri hugmyndir?

https://verslun.origo.is/Sjonvorp-og-sk ... 830.action

Sé á netinu að það eru til festingar frá Sony, en Origo virðist ekki selja þær.

Er bara að hugsa um fixed festingu, þ.e. eins flush við vegginn og hægt er. Ekkert svona swivel eða tilt eða þannig..

Takk!



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2813
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 202
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp varðandi veggfestingu

Pósturaf CendenZ » Fim 10. Feb 2022 14:13

Færð fínar festingar í Elko fyrir einhvern 10 þús kall... þarft ekki að spreða 40 þúsund kalli í festingu nema það sé einhverjir armar á henni
Svo 6-8 rósettur og málið dautt O:)




Höfundur
az1982
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Þri 02. Jún 2020 16:13
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp varðandi veggfestingu

Pósturaf az1982 » Fim 10. Feb 2022 15:40

rósettur?




selur2
Fiktari
Póstar: 68
Skráði sig: Lau 15. Ágú 2009 12:22
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp varðandi veggfestingu

Pósturaf selur2 » Fim 10. Feb 2022 15:45




Skjámynd

ZoRzEr
/dev/null
Póstar: 1403
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
Reputation: 41
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp varðandi veggfestingu

Pósturaf ZoRzEr » Fim 10. Feb 2022 15:50

Ég er með 77" LG OLED sjónvarp og hengdi það á svona festingu: https://www.amazon.com/gp/product/B06XX ... UTF8&psc=1

Vogels Thin 505.

Mjög nett festing og sjónvarpið alveg upp við vegginn. Ekki gert fyrir 77" að stærð en var vel innan þyngdarmarka. Var reyndar pínu bras að hengja sjónvarpið á slánna sem fer á vegginn, þar sem sjónvarpið er það hátt að það rakst í vegginn fyrst áður en hægt var að hengja krókana á almennilega. En það hafðist á endanum.

Er með léttan steypufrauðsvegg (Steypustöðinn, Lemga veggir). Skelti bara í þetta almennilegum skrúfum og töppum og ekkert vandamál.


13700K | Asus Z790 Prime| 32GB DDR5 | Zotac 4080 | 2TB 960 Pro m.2 | Corsair AX1200i | Fractal North | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini


Oddur
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Fim 10. Feb 2022 17:05
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp varðandi veggfestingu

Pósturaf Oddur » Fim 10. Feb 2022 17:18

Ég notaði all-for-one festingu úr elko fyrir 85" Sony sjónvarpið hjá mér, þurfti reyndar aðstoð við að festa það á vegginn vegna stærðar en annars var það ekkert mál og kostaði um 10þ.

Það var gefið upp fyrir mest 65" en þyngdin sleppur og boltarnir pössuðu.




Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 977
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 39
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp varðandi veggfestingu

Pósturaf Hlynzi » Fim 10. Feb 2022 18:20

Best er að ná að festa í stoðirnar í veggnum (þær eru á 60 cm fresti), stundum er krossviðarplata bakvið gifsið og þá er þetta lítið mál.

Ef þetta er bara venjuleg festing er hægt að nota næstum því hvað sem er, ég hef fest upp nokkur tæki með ferköntuðum ál prófíl sem ég bora gat í og sker raufar fyrir skrúfurnar, svínvirkaði og ég fæ sjónvarpið eins nálægt veggnum og mögulegt er og kostaði bara afgangs efni sem ég átti til hvort eð er.


Hlynur

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5488
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1012
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp varðandi veggfestingu

Pósturaf appel » Fim 10. Feb 2022 19:05

Ef það er krossviðarplata undir þá þarf held ég ekkert nema bara rósettur, krossviður er mjög burðugur.

Mæli ekki með að bora í stoðirnar í veggnum, því fyrir gips-veggi eru þetta blikk-stoðir, og það er bara gert ráð fyrir litlum skrúfum sem fara í þær fyrir gips plöturnar.
En skrúfurnar fyrir svona veggfestingar eru alveg 10mm, og skrúfgangurinn hentar illa í svona blikk. Þú ert líklega farinn að fórna "structural integrity" á stoðinni sjálfri, þetta eru mjög "flimsy" stoðir og auðveld að beygja þær. T.d. ef þú klippir smá af þeim þá geturu alveg beygt þær 180°.
Gætir samt prófað einhverskonar svona ef þú vilt bora í stoðirnar, og þá nota þær bara 6mm svona til vara, en alltaf nota svo stærri rósettur í gips plöturnar sjálfar.
Mynd


Einnig bara hugmynd, þú gætir sett stóra krossviðarplötu undir sjónvarpið, fest svo þá plötu með um 6-8 rósettum, og svo fest veggfestinguna á krossviðarplötuna.
Snýst um að dreifa loadinu sem víðast.

Var að rífa niður 5 metra af gips vegg fyrir mánuði síðan, og gips veggir eru alveg burðugir, en það er samt mjög auðvelt að brjóta upp úr þeim og gera gat. Ef þú ert með litla rósettu og mikinn þunga á henni þá gæti alveg brotnað upp úr henni.

Þú getur staðsett stoðirnar með því að kortleggja skrúfurnar í plötunum með segli.
stodir.jpg
stodir.jpg (111.7 KiB) Skoðað 1370 sinnum


Sjá einnig: https://slippfelagid.is/wp-content/uplo ... plotur.pdf
Síðast breytt af appel á Fim 10. Feb 2022 19:07, breytt samtals 3 sinnum.


*-*


Sinnumtveir
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 149
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp varðandi veggfestingu

Pósturaf Sinnumtveir » Fim 10. Feb 2022 22:40

Ef maður er að setja upp gifsvegg sem ætla má að hengt verði eitthvað þungt á, td sjónvarp, baðherbergisinnrétting, osfrv, er sniðugt að setja krossviðarplötu inn í vegginn yfir það svæði sem ætla má að festingar lendi á.

PS. Að borga 40K fyrir festinguna í Origo er í orðum Ricky Gervais: MENTAL!
Síðast breytt af Sinnumtveir á Fim 10. Feb 2022 22:41, breytt samtals 1 sinni.