Síða 1 af 1

Myndlyklar vs app í sjónvarpi

Sent: Sun 20. Mar 2022 18:11
af gisli98
Var að bæta við öðrum sjónvarpi í heimilinu og var að pæla besta leiðin til að fá mynd á sjónvarp sem hefur ekki aðgang að myndlykli, er búinn að nota stöð 2 appið í apple tv og virkar vel nema að það vantar HD rásinar. Er hægt að fá HD rásinar í gegnum þessu appi eða er eina leiðin bara til að aðra myndlykil? Hef aldrei verið með tvo myndlykla, kostar það mikið aukalega?

Re: Myndlyklar vs app í sjónvarpi

Sent: Mán 21. Mar 2022 10:27
af wicket
Virkar ekki bara Stöð 2 appið eins og önnur svona öpp, hún sýnir þér það merki sem að bandvíddin ræður við. Þannig að þú færð HD þó að stöðin heiti ekki RÚV HD eða Stöð 2 HD?

Aukamyndlykill hjá Vodafone kostar 1390 og 1200 hjá Símanum. Stöð 2 var alltaf með eitthvað sérstakt speglunargjald sem bættist svo við, veit ekki hvort að það sé enn.

Re: Myndlyklar vs app í sjónvarpi

Sent: Mán 21. Mar 2022 18:41
af gisli98
wicket skrifaði:Virkar ekki bara Stöð 2 appið eins og önnur svona öpp, hún sýnir þér það merki sem að bandvíddin ræður við. Þannig að þú færð HD þó að stöðin heiti ekki RÚV HD eða Stöð 2 HD?

Aukamyndlykill hjá Vodafone kostar 1390 og 1200 hjá Símanum. Stöð 2 var alltaf með eitthvað sérstakt speglunargjald sem bættist svo við, veit ekki hvort að það sé enn.

Allavega nota ég oft stöð 2 appið í tölvunni með 1 gíg down og er með sama gæði og er í sjónvarpinu, þarf víst bara að hringja í stöð 2 og spurja þá út í þetta

Re: Myndlyklar vs app í sjónvarpi

Sent: Mán 21. Mar 2022 20:10
af hagur
HD rásirnar eru alveg í boði t.d í NovaTV og í "Sjónvarp Símans" appinu. Meiraðsegja er Síminn Sport UHD þar líka.

Gæðin á þessum HD/UHD rásum eru samt sem áður bara djók. Upplausnin er kannski HD/UHD en bitrate-ið er bara svo lágt að þetta nýtur sín engan veginn. UHD/HD straumar t.d á Netflix og Disney plus eru margfalt betri. Veit ekki hvort þetta sé endilega eitthvað betra í gegnum "alvöru" afruglara. Ég horfi töluvert t.d á enska boltann á UHD rásinni í gegnum Sjónvarp Símans appið og myndi segja að gæðin þar séu kannski á pari við 720p straum á Youtube.

Re: Myndlyklar vs app í sjónvarpi

Sent: Mán 21. Mar 2022 22:30
af gisli98
hagur skrifaði:HD rásirnar eru alveg í boði t.d í NovaTV og í "Sjónvarp Símans" appinu. Meiraðsegja er Síminn Sport UHD þar líka.

Gæðin á þessum HD/UHD rásum eru samt sem áður bara djók. Upplausnin er kannski HD/UHD en bitrate-ið er bara svo lágt að þetta nýtur sín engan veginn. UHD/HD straumar t.d á Netflix og Disney plus eru margfalt betri. Veit ekki hvort þetta sé endilega eitthvað betra í gegnum "alvöru" afruglara. Ég horfi töluvert t.d á enska boltann á UHD rásinni í gegnum Sjónvarp Símans appið og myndi segja að gæðin þar séu kannski á pari við 720p straum á Youtube.


Galið að eyða 20k plús í stöð 2 sport og enska boltan þegar maður getur ekki streymað í HD, iptv er bráðum að koma á plex serverinn sem ég er hjá og þeir segjast hafa sportið í 4k, væri snilld að losna við þetta okurgjöld hjá símanum og stöð 2

Re: Myndlyklar vs app í sjónvarpi

Sent: Þri 22. Mar 2022 06:15
af audiophile
Töluvert síðan ég losaði mig við afruglara og hef bara notast við öppin. Gæðin alveg nógu góð og allt gott og blessað nema ég get ekki leigt neitt i öppunum nema vera með afruglara frá tilteknu fyrirtæki eða vera í viðskiptum við þá. Frekar glatað finnst mér.

Re: Myndlyklar vs app í sjónvarpi

Sent: Þri 22. Mar 2022 10:30
af depill
audiophile skrifaði:Töluvert síðan ég losaði mig við afruglara og hef bara notast við öppin. Gæðin alveg nógu góð og allt gott og blessað nema ég get ekki leigt neitt i öppunum nema vera með afruglara frá tilteknu fyrirtæki eða vera í viðskiptum við þá. Frekar glatað finnst mér.


Þú getur farið á https://sjonvarp.stod2.is - leigt þar og svo horft í devicunum þínum. Snýst um cut.

Re: Myndlyklar vs app í sjónvarpi

Sent: Mán 24. Okt 2022 22:37
af GullMoli
Fékk foreldra mína til að skipta yfir í Apple TV í staðin fyrir myndlykil.. RÚV appið er svo gjörsamlega að skíta upp á bak hvað varðar texta (frekar nauðsynlegur hlutur þegar heyrnin er farin að gefa sig eins og hjá mörgum á þessu aldursbili).

Ef það er ekki verið að horfa á fréttirnir í beinni, þá virkar textinn ekki (þó það sé 888 merki), og jafnvel oft núna síðustu vikur þá hefur textinn ekki heldur virkað þó horft sé í beinni útsendingu. Nema ef það er ekki íslenskt tal..

Ótrúlegt að þetta gangi ekki betur en þetta hjá RÚV af öllum.

Re: Myndlyklar vs app í sjónvarpi

Sent: Þri 25. Okt 2022 04:03
af Sinnumtveir
GullMoli skrifaði:Fékk foreldra mína til að skipta yfir í Apple TV í staðin fyrir myndlykil.. RÚV appið er svo gjörsamlega að skíta upp á bak hvað varðar texta (frekar nauðsynlegur hlutur þegar heyrnin er farin að gefa sig eins og hjá mörgum á þessu aldursbili).

Ef það er ekki verið að horfa á fréttirnir í beinni, þá virkar textinn ekki (þó það sé 888 merki), og jafnvel oft núna síðustu vikur þá hefur textinn ekki heldur virkað þó horft sé í beinni útsendingu. Nema ef það er ekki íslenskt tal..

Ótrúlegt að þetta gangi ekki betur en þetta hjá RÚV af öllum.


Þarf ekkert heyrnarleysi til að vilja texta. Að hafa texta er bara mjög næs!
Textaleysi var á að giska búið til í USA og/eða sítalsetjandi löndum en jafnvel
þar held ég að þeir séu farnir að sjá ljósið, textaljósið.

Re: Myndlyklar vs app í sjónvarpi

Sent: Þri 25. Okt 2022 08:33
af GullMoli
Sinnumtveir skrifaði:
GullMoli skrifaði:Fékk foreldra mína til að skipta yfir í Apple TV í staðin fyrir myndlykil.. RÚV appið er svo gjörsamlega að skíta upp á bak hvað varðar texta (frekar nauðsynlegur hlutur þegar heyrnin er farin að gefa sig eins og hjá mörgum á þessu aldursbili).

Ef það er ekki verið að horfa á fréttirnir í beinni, þá virkar textinn ekki (þó það sé 888 merki), og jafnvel oft núna síðustu vikur þá hefur textinn ekki heldur virkað þó horft sé í beinni útsendingu. Nema ef það er ekki íslenskt tal..

Ótrúlegt að þetta gangi ekki betur en þetta hjá RÚV af öllum.


Þarf ekkert heyrnarleysi til að vilja texta. Að hafa texta er bara mjög næs!
Textaleysi var á að giska búið til í USA og/eða sítalsetjandi löndum en jafnvel
þar held ég að þeir séu farnir að sjá ljósið, textaljósið.


Ég er alveg sammála þér, er alltaf með texta sé það í boði en get þó sleppt því ef hann stendur ekki til boða eða einfaldlega virkar ekki eins og hjá Rúv. Annað mál með marga aðra, og Rúv merkja sig sem aðgengilegan miðil meðal annars með 888 textanum en sem einfaldlega ekki aðgengilegri en þetta.

Re: Myndlyklar vs app í sjónvarpi

Sent: Þri 25. Okt 2022 09:39
af jardel
Það er alveg fáránlegt að það sé ekko hægt að kaupa myndlykill bara leigja þá.
Þið sjáið það að myndlykill með leigugjadið 2000 kr á mán er kominn í 240.000 eftir 10 ár þetta er bara rugl.
Auðvitað ættu allir að geta keypt myndlykil fyrir 10.000. 30.000 kr

Re: Myndlyklar vs app í sjónvarpi

Sent: Þri 25. Okt 2022 10:44
af appel
jardel skrifaði:Það er alveg fáránlegt að það sé ekko hægt að kaupa myndlykill bara leigja þá.
Þið sjáið það að myndlykill með leigugjadið 2000 kr á mán er kominn í 240.000 eftir 10 ár þetta er bara rugl.
Auðvitað ættu allir að geta keypt myndlykil fyrir 10.000. 30.000 kr


Veit ekki betur en þú getur t.d. notað sjónvarp símans á android tv og apple tv. Þannig að þú getur keypt "myndlykil" sem heitir nvidia shield, eða álíka tæki, eða jú apple tv myndlykil.

Þessi hefðbundnu myndlyklar frá símafyrirtækjunum eru bara útleigð tæki, einsog routerar. Það er allskonar kostnaður á bakvið þá sem þú sérð ekki, og það kostar alveg að reka þjónustu við myndlykil í 10 ár. Held þú sért ekkert að átta þig á því. Það að kaupa eitthvað raftæki í svörtum kassa er ekkert upphaf og endirinn á öllu, þetta er ekki hárþurrka, það þarf að reka þjónustu til að þetta raftæki sé nothæft.

Þar að auki veit ég ekki um marga myndlykla sem duga í 10 ár, líftíminn mun styttri. Þú þyrftir að kaupa þá kannski 3-4 myndlykla frekar á þessum 10 árum. Kosturinn við að fá þá leigða er að þú getur alltaf fengið nýjan í staðinn ef það er eitthvað vandamál. Ef þú kaupir myndlykil þá stendur það ekkert til boða.
og btw verðið er 1300 kr á mánuði ekki 2000 kr.