Leiðbeiningar fyrir viðgerð á LG Sjónvarpi

Skjámynd

Höfundur
Black
Vaktari
Póstar: 2297
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Reputation: 78
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Leiðbeiningar fyrir viðgerð á LG Sjónvarpi

Pósturaf Black » Sun 08. Maí 2022 13:13


Ég er með LG Sjónvarp sem var keypt 2017, það er búið að vera leiðindar vesen á því seinasta árið eða svo.
Það lýsir sér þannig að ég fæ oft upp Notification sem segir Unkown device disconnected, Lan cable Disconnected, og Wifi Disabled.
Þá hættir fjartýringinn að virka og sjónvarpið frýs.

Reddaði þessu í ca 1ár með því að kaupa Apple tv og nota í staðinn fyrir smartfeature og þá var þetta allt bærilegra þangað til ég keypti mér
Playstation 5. Þá fór sjónvarpið að hætta virka. Hljóðið datt út, Slökkti á sér og neitaði að kveikja á sér aftur.

Eftir smá google þá sá ég að það voru mjög margir að lenda í þessu og það er byrjað að hópa saman í einhvern undirskriftalista til LG um að
viðurkenna galla í köplunum sem liggja frá móðurborði yfir í Wifi module.

En það sem ég fann líka voru leiðbeiningar til að laga þetta sjálfur og mig langar að setja þær hérna inn uppá að fleiri geti nýtt sér þær ef þetta vandamál er hjá þeim.

Það sem þarf er stjörnuskrúfjárn og box til að halda utanum skrúfurnar, og passa að halda utanum hvaða skrúfa var hvar þar sem þær eru mislangar.

Byrjar á að losa hlífina fyrir 220V pluggið og tekur það úr sambandi við aflgjafan, það er sér "lúga" fyrir það.
Svo eru skrúfur allan hringinn sem þarf að losa, Bakhliðin er ekki smellt á og á að vera laus og auðvelt að taka af þegar þú ert búinn að losa allar skrúfur.
Ef hún er leiðinleg af þá myndi ég athuga hvort það séu allar skrúfur lausar.

Það eru hvítir flatir kaplar með bláu teipi sem liggja frá móðurborði í Wifi Module, Það þarf mjög varlega að losa teipið og skilja af vírana og rétta úr þeim.
Eftir að þú ert búinn að því þá má setja sjónvarpið aftur saman. og vona að það virki.

Set inn myndir í viðhengi úr leiðbeiningunum sem ég fann.
Viðhengi
1.png
1.png (294.46 KiB) Skoðað 438 sinnum
2.png
2.png (1.24 MiB) Skoðað 438 sinnum
3.png
3.png (1.28 MiB) Skoðað 438 sinnum
4.png
4.png (2.26 MiB) Skoðað 438 sinnum
5.png
5.png (1.74 MiB) Skoðað 438 sinnum
6.png
6.png (2.04 MiB) Skoðað 438 sinnum


CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:Asus 1080ti strix | RAM: 16gb 3200 Corsair | PSU: RM650x | Case:Corsair 275R |