Síða 3 af 4

Re: Hvaða efnisveitur eruð þið að nota?

Sent: Sun 28. Ágú 2022 16:25
af kornelius
audiophile skrifaði:
jardel skrifaði:Það kemur mér á óvart hversu margir eru að borga fyrir Youtube Premium. Er Youtube Premium ekki bara það að augýsingarnar fara?
Það er ekkert annað sem fylgir með Youtube Premium?


Ég myndi hiklaust segja upp öllum streymisveitum nema Youtube Premium. Nota það mikið og hef ofnæmi fyrir auglýsingum. Finnst einnig frábært að geta slökkt á skjánum í símanum og bara hlustað. Svo er ég farinn að nota Youtube Music meira en Spotify þannig að ég segi því upp líklega fljótlega.


Ég er ekki að skilja hvernig er hægt að henda öllum streymisveitum nema YTP
Prufaði að fá mér mánaðar trial áskrift og það eina sem breyttist er að í horninu uppi stendur núna logo með Youtube Premium?
Hvar á maður að horfa þá á bíó og tv-shows?

ég meina ég er með það mikið af ad-blocking og dns-filterum að fyrir trial áskriftina þá sá ég aldrei neinar auglýsingar frá YT
og búinn að hafa það þannig í mörg ár.

K.

Re: Hvaða efnisveitur eruð þið að nota?

Sent: Sun 28. Ágú 2022 16:27
af jardel
Eru ekki einhverjir hér sem hafa reynslu af rakuten tv?

Re: Hvaða efnisveitur eruð þið að nota?

Sent: Sun 28. Ágú 2022 17:07
af urban
kornelius skrifaði:
audiophile skrifaði:
jardel skrifaði:Það kemur mér á óvart hversu margir eru að borga fyrir Youtube Premium. Er Youtube Premium ekki bara það að augýsingarnar fara?
Það er ekkert annað sem fylgir með Youtube Premium?


Ég myndi hiklaust segja upp öllum streymisveitum nema Youtube Premium. Nota það mikið og hef ofnæmi fyrir auglýsingum. Finnst einnig frábært að geta slökkt á skjánum í símanum og bara hlustað. Svo er ég farinn að nota Youtube Music meira en Spotify þannig að ég segi því upp líklega fljótlega.


Ég er ekki að skilja hvernig er hægt að henda öllum streymisveitum nema YTP
Prufaði að fá mér mánaðar trial áskrift og það eina sem breyttist er að í horninu uppi stendur núna logo með Youtube Premium?
Hvar á maður að horfa þá á bíó og tv-shows?

ég meina ég er með það mikið af ad-blocking og dns-filterum að fyrir trial áskriftina þá sá ég aldrei neinar auglýsingar frá YT
og búinn að hafa það þannig í mörg ár.

K.

Originals er efni sem að þeir framleiða sjálfir.
Færð youtube music.
Getur downloadað og horft á offline.
Getur spilað efni á youtube á síma og haft slökkt á skjánum.
ad free á öllum stöðum, skiptir minna máli svo sem ef að þú horfir bara á þetta í tölvu heima hjá þér.
Mynd

Re: Hvaða efnisveitur eruð þið að nota?

Sent: Sun 28. Ágú 2022 18:20
af MrIce
Ég er bara að rokka þessu gamla góða plex með góðan torrent aðgang :guy :guy Ef það er eitthvað sem mig langar að sjá en er ekki á torrent þá er það ekki mikilvægt :fly

Re: Hvaða efnisveitur eruð þið að nota?

Sent: Sun 28. Ágú 2022 19:14
af jardel
Það er greinilega ekki mikill rakuten tv áhugi hér

Re: Hvaða efnisveitur eruð þið að nota?

Sent: Sun 28. Ágú 2022 19:41
af pattzi
Ég nota bara iptv

er að kaupa tvær áskriftir af sitthvorum pakkanum hjá einum aðila og fæ þar að leiðandi allt efni í heimi

finnst það bara best


sagði upp netflix ,disney+ og einnig hættur að þurfa torrenta hbo efni.....og eða nota vpn

er með stöð 2 + því það er inní netpakkanum

Re: Hvaða efnisveitur eruð þið að nota?

Sent: Sun 28. Ágú 2022 21:05
af kornelius
Það sem ég hef lært af þessum þræði er að það virðast margir vera að borga fyrir YTP til þess að losna við auglýsingar.
Hef ég því ákveðið að stofna nýjan þráð fljótlega um það hvernig ég nota dns til að blokka allar auglýsingar frá YT, líka á farsímum er ég er staddur út í bæ hvort sem ég er tengdur í gegnum hotspot eða 3g/4g/5g tengingu að þá tengist ég alltaf heim í gegnum VPN/Wireguard og þarf þ.a.l. aldrei að horfa á eða bíða eftir að auglýsingar klárist á Youtube.
Þetta geri ég líka er ég er staddur í útlöndum með farsíma eða fartölvu.
Plús hvað það er mikið öryggi í þessu.

K.

Re: Hvaða efnisveitur eruð þið að nota?

Sent: Mán 29. Ágú 2022 22:27
af agnarkb
Netflix, Disney+, Amazon Prime, Viaplay og Spotify.

Er mjög mikið að pæla í því að losa mig við Netflix, meiri og meiri focus hjá þeim að sýna sitt eigið efni sem er flest allt alveg hundleiðinlegt og svo er áskriftin orðin hrikalega dýr versus keppinautana, t.d. kostar áskriftin af bæði Amazon og Viaplay til samans minna en Netflix.
Amazon og D+ eru að gera ágætt mót, allskonar skemmtilegt þar inni, sérstaklega er Amazon með góðan lager af gömlum og skemmtilegum hryllingsmyndum eins og t.d. Zombie Creeping Flesh og Tentacles.
Horfi mjög lítið á Viaplay, en það kostar skít og ekki neitt svo að ég held í það plús það er eitthvað um breskt efni þar sem er gaman að skoða.

Re: Hvaða efnisveitur eruð þið að nota?

Sent: Mið 31. Ágú 2022 01:02
af kornelius
Án þess að ég ætli að hi-jacka þennan þráð en er búinn að búa til hráar uppl. hvernig maður setur upp AdGurad + WireGuard
viewtopic.php?f=15&t=92065

Re: Hvaða efnisveitur eruð þið að nota?

Sent: Mið 31. Ágú 2022 09:42
af HauxiR
Ég notaði bara VPN til indlands og keypti ár af youtube premium fyrir 2000 kall.
Vel þess virði segi ég.

Re: Hvaða efnisveitur eruð þið að nota?

Sent: Mið 31. Ágú 2022 22:09
af jardel
Ég sé að youtube premium er að kosta 12$ á mánuði. Ég sé að það er í boði að vista myndbönd en hversu stórt pláss? bara eins og síminn leyfir eða er stækkar google drive sé hvergi upplýsingar um það.

Re: Hvaða efnisveitur eruð þið að nota?

Sent: Mið 31. Ágú 2022 22:44
af urban
jardel skrifaði:Ég sé að youtube premium er að kosta 12$ á mánuði. Ég sé að það er í boði að vista myndbönd en hversu stórt pláss? bara eins og síminn leyfir eða er stækkar google drive sé hvergi upplýsingar um það.


Ég held að það sé bara eins mikið pláss og þú hefur á símanum hjá þér +sd korti, hægt að velja hvert videoin fara.
Ég er allavega sjálfur með einhver 84 video downloaduð sem að taka að mér sýnist 16.77 GB
12.36 eftir á sd kortinu og 73 GB á síma.

Re: Hvaða efnisveitur eruð þið að nota?

Sent: Fim 01. Sep 2022 20:27
af jardel
Ég hef verið að lesa mig til um þetta. Er þetta yoututbe music sem maður fær með premium þess virði að maður getur lokað fyrir spotify áskrift?
Hvað er hægt að horfa á premium í mörgum tækjum á sama tíma? Verður maður alltaf að vera loggaður inn á sama gmailið?

Re: Hvaða efnisveitur eruð þið að nota?

Sent: Fös 02. Sep 2022 09:48
af Frussi
HauxiR skrifaði:Ég notaði bara VPN til indlands og keypti ár af youtube premium fyrir 2000 kall.
Vel þess virði segi ég.


Ég gerði sama. Ein besta fjárfesting sem ég hef gert, skil ekki hvernig fólk getur notað youtube með auglýsingum, myndi hiklaust kaupa áskrift í dag á fullu verði ef Indlands leiðin væri out

Re: Hvaða efnisveitur eruð þið að nota?

Sent: Fös 02. Sep 2022 21:57
af jardel
Frussi skrifaði:
HauxiR skrifaði:Ég notaði bara VPN til indlands og keypti ár af youtube premium fyrir 2000 kall.
Vel þess virði segi ég.


Ég gerði sama. Ein besta fjárfesting sem ég hef gert, skil ekki hvernig fólk getur notað youtube með auglýsingum, myndi hiklaust kaupa áskrift í dag á fullu verði ef Indlands leiðin væri out



2000 kr mánuði? Þetta er að gera 12 eur á mán

Re: Hvaða efnisveitur eruð þið að nota?

Sent: Lau 03. Sep 2022 00:54
af Danni V8
kornelius skrifaði:Það sem ég hef lært af þessum þræði er að það virðast margir vera að borga fyrir YTP til þess að losna við auglýsingar.
Hef ég því ákveðið að stofna nýjan þráð fljótlega um það hvernig ég nota dns til að blokka allar auglýsingar frá YT, líka á farsímum er ég er staddur út í bæ hvort sem ég er tengdur í gegnum hotspot eða 3g/4g/5g tengingu að þá tengist ég alltaf heim í gegnum VPN/Wireguard og þarf þ.a.l. aldrei að horfa á eða bíða eftir að auglýsingar klárist á Youtube.
Þetta geri ég líka er ég er staddur í útlöndum með farsíma eða fartölvu.
Plús hvað það er mikið öryggi í þessu.

K.


Ef það er hægt að nota VPN til að losna við auglýsingarnar úr YT í sjónvarpinu, þá skal ég segja upp YTP.

Er búinn að vera með þetta heillengi, sennilega bara frá því að það kom fyrst, en setti það á pásu í seinasta mánuði til að prófa.

Ekki hafði ég hugmynd um hversu slæmt auglýsingaumhverfið var orðið á YT. Ég entist í 2 daga og þá kveikti ég á þessu aftur.

Re: Hvaða efnisveitur eruð þið að nota?

Sent: Lau 03. Sep 2022 08:08
af Climbatiz
jardel skrifaði:
Frussi skrifaði:
HauxiR skrifaði:Ég notaði bara VPN til indlands og keypti ár af youtube premium fyrir 2000 kall.
Vel þess virði segi ég.


Ég gerði sama. Ein besta fjárfesting sem ég hef gert, skil ekki hvernig fólk getur notað youtube með auglýsingum, myndi hiklaust kaupa áskrift í dag á fullu verði ef Indlands leiðin væri out



2000 kr mánuði? Þetta er að gera 12 eur á mán


hann keypti "ár" fyrir 2000kr

Re: Hvaða efnisveitur eruð þið að nota?

Sent: Lau 03. Sep 2022 12:47
af jardel
Hvernig gerðir þú þá phone verify?

Re: Hvaða efnisveitur eruð þið að nota?

Sent: Lau 03. Sep 2022 16:28
af Trihard
Climbatiz skrifaði:
jardel skrifaði:
Frussi skrifaði:
HauxiR skrifaði:Ég notaði bara VPN til indlands og keypti ár af youtube premium fyrir 2000 kall.
Vel þess virði segi ég.


Ég gerði sama. Ein besta fjárfesting sem ég hef gert, skil ekki hvernig fólk getur notað youtube með auglýsingum, myndi hiklaust kaupa áskrift í dag á fullu verði ef Indlands leiðin væri out



2000 kr mánuði? Þetta er að gera 12 eur á mán


hann keypti "ár" fyrir 2000kr

Er ég sá eini sem er slétt sama um YT auglýsingar? Þetta eru nú bara 5-10 sekúndur

Re: Hvaða efnisveitur eruð þið að nota?

Sent: Lau 03. Sep 2022 16:44
af Frussi
Trihard skrifaði:Er ég sá eini sem er slétt sama um YT auglýsingar? Þetta eru nú bara 5-10 sekúndur


Úff ég bókstaflega hata þessar auglýsingar og horfi það mikið á YouTube að það borgar sig alveg að losna við þær í heilt ár fyrir 2000kall

Re: Hvaða efnisveitur eruð þið að nota?

Sent: Lau 03. Sep 2022 16:55
af TheAdder
Trihard skrifaði:
Climbatiz skrifaði:
jardel skrifaði:
Frussi skrifaði:
HauxiR skrifaði:Ég notaði bara VPN til indlands og keypti ár af youtube premium fyrir 2000 kall.
Vel þess virði segi ég.


Ég gerði sama. Ein besta fjárfesting sem ég hef gert, skil ekki hvernig fólk getur notað youtube með auglýsingum, myndi hiklaust kaupa áskrift í dag á fullu verði ef Indlands leiðin væri out



2000 kr mánuði? Þetta er að gera 12 eur á mán


hann keypti "ár" fyrir 2000kr

Er ég sá eini sem er slétt sama um YT auglýsingar? Þetta eru nú bara 5-10 sekúndur


Ég hef nú alveg séð 1-2 mín auglýsingu, sem er ekki hægt að skippa í byrjuninni á 5-7 mín myndbandi. Ég hef enga þolonmæði fyrir auglýsingum almennt og losa mig við þær alls staðar þar sem ég hef möguleika til þess.

Re: Hvaða efnisveitur eruð þið að nota?

Sent: Þri 06. Sep 2022 20:11
af jardel
Ákvað að fá mér youtube premium.
Verð að viðurkenna að ég er mjög sáttur með það.
Að mínu mati er Youtube music betra en Spotify.
En hvernig er það. Ég finn hvergi þetta youtube orginal þætti og kvikmyndirnar er það hætt bara.

Re: Hvaða efnisveitur eruð þið að nota?

Sent: Þri 06. Sep 2022 20:59
af urban
jardel skrifaði:Ákvað að fá mér youtube premium.
Verð að viðurkenna að ég er mjög sáttur með það.
Að mínu mati er Youtube music betra en Spotify.
En hvernig er það. Ég finn hvergi þetta youtube orginal þætti og kvikmyndirnar er það hætt bara.


Mynd
Man ekki hvar þetta er í appinu en þú getur hreinlega bara leitað af youtube originals og fengið þetta upp. (kemur upp sem channel með 6.67 milljón subs)

Re: Hvaða efnisveitur eruð þið að nota?

Sent: Mið 07. Sep 2022 01:32
af g0tlife
Er ég að missa af einhverju? Afhverju eru allir að horfa á youtube. Ég horfi á eitt og eitt video af og til.

Re: Hvaða efnisveitur eruð þið að nota?

Sent: Mið 07. Sep 2022 23:42
af jardel
g0tlife skrifaði:Er ég að missa af einhverju? Afhverju eru allir að horfa á youtube. Ég horfi á eitt og eitt video af og til.


Það má segja að þú ert að missa af sjálfu lífinu.
Ég hef gengið til liðs við youtube premium sérsöfnuðinn og sný ekki aftur til baka.