WiFi á 866Mhz, eða hvernig ég nettengdi snjallþvottavélina

Skjámynd

Höfundur
ekkert
Nörd
Póstar: 101
Skráði sig: Mán 05. Apr 2021 11:23
Reputation: 52
Staða: Ótengdur

WiFi á 866Mhz, eða hvernig ég nettengdi snjallþvottavélina

Pósturaf ekkert » Fim 11. Ágú 2022 17:55

Í byrjun árs flutti ég inn í mína fyrstu fasteign á 4. hæð í blokk með þvottahús á jarðhæð. Til marks um lausa tauma fjármálastefnu seðlabankans sem ákvað í upphafi heimsfaraldurs að ef til framleiðsluskorts kæmi, þá myndu við að minnsta kosti eiga nóg af peningum til að kaupa það sem skortir ](*,), þá hafði ég einnig krónur til að kaupa ísskáp rúm og þvottavél.

Þvottavélin glæsilega státar wifi tákni bæði aftaná og framaná en í fyrstu hafði ég engan áhuga né getu til að net tengja hana. Þegar leið á vorið fóru fýluferðirnar niður í þvottahús að verða margar. Þvottavélin nefnilega veltir þvottinum fyrir sinni gervigreind, vegur og metur hvort meiri þvotts sé þörf, eftir því hve mikið af fötum eru í henni og eflaust einnig hve skítug þau eru. Því er tímagildið sem þvottavélin gefur upp í upphafi enganvegin öruggt. En þráðlausa netið mitt drífur rétt svo eina hæð niður á stigagang, hvað þá fjórar.

Eftir að hafa reynt að setja WiFi tengi punkt í glugga samhliðis þvottaherbergisins (of langt), skoðað LoRa (of hægt), 4G tengipunkt frá nova (of dýrt), nærrumþví spurt nágranna um wifi lykilorðið þeirra (of feiminn), jafnvel dottið íhug að keyra ethernet á ónotuðu kopar símalínunni niður á jarðhæð (örugglega bannað), þá uppgvötaði ég að það er til WiFi 802.11 staðall með bókstafina ah sem keyrir á sömu tíðni og LoRa, 863-870Mhz í evrópu. Þessi staðall hentar vel fyrir IoT hluti þar sem stöðvar þurfa mun minni orku til að tengjast og nota netið og hafa mun meiri gagnagetu en núverandi lausnir á tíðnum undir 1Ghz. Auk þess má búast við að sambandið nái 1 kílómeter utandyra og fari auðveldara í gegnum veggi og aðra hluti.

Þessi staðall sem líka kallast HaLow var tilbúinn árið 2017 en nánast ekkert er til af búnaði fyrir neytendur. Þrjú fyrirtæki þróa HaLow kubba. Það fyrsta fann ég á aliexpress og auk þess er hægt að finna þar einhverskonar HaLow <-> Ethnernet brú fyrir frekar háa upphæð. Hef enn ekki fundið datasheet fyrir kubbinn sjálfan sem hægt er að panta í upplagi á alibaba. Þessu nenni ég ekki.

Annað fyrirtæki er ástralskt og heitir Morse Micro. Mér líst vel á þessa síðu þeirra en hef ekki fundið neina leið til að kaupa þeirra vöru. Mér sýnist samt að þeir eru eitthvað virkir í að koma kóða inn í linux og meðfylgjandi WiFi tól til að styðja og stilla þessi nýju tíðnisvið.

Það þriðja heitir Newracom en þeirra kubbar hafa ratað í nokkur borð frá mismunandi framleiðendum. Kveikjan að þessu öllu er þetta crowdfunding verkefni sem nýtir newracom kubba: https://www.crowdsupply.com/teledatics-inc/halo-td-xpah
Því miður er ekki hægt að panta þetta fyrir utan US.

Það sem ég keypti er frá Alfa Networks og tengist smátölvu með SPI bus, t.d. raspberry pi. Reyndar er allur hugbúnaðurinn sem þeir gera sérhannaður fyrir raspberry pi og raspbian stýrikerfið. Hvernig stendur á því að þetta sé ekki til með USB tengi skil ég ekki, en það hlýtur að koma að því.

Þar sem ég á enga raspberry pi tölvu og hvergi hægt að kaupa hana fóru nokkrir dagar í að vistþýða driverinn á eldgamalli beaglebone tölvu og finna út hvernig á að tengja þetta rétt. Að lokum tókst það og einnig komst ég yfir raspberry pi 3 tölvu frá Íhlutum og tel ég mig hafa verið mjög heppinn með það eins og flest allt annað í lífinu.

Hraðamæling

Nokkuð óvísindalega hraðakönnun gerði ég fyrst í sama herbergi og svo í gagnum íbúðina og fram á svalir. Það virtist engu máli skipta þó svo nokkrir veggir væru í vegi, en hinsvegar var ég fyrir smá vonbrigði: 1 til 1.3Mbps með 1Mhz bandvídd, short GI, en þegar stillt er á 2Mhz bandvídd fæ ég nákvæmlega sömu niðurstöðu. Samkvæmt wikipedia ætti 1Mhz bandvídd að gefa allt að 4Mbps, eða 8Mbps með 2Mhz bandbreidd. Það gæti skipt máli að annar endinn er þessi 10 ára gamla beaglebone tölva, það kemur kannski í ljós seinna þegar ég fæ mér fleiri smátölvur til prófana.

Lengdarmæling

Ég tengdi hindberjarpæið við hleðslubanka og lét led ljós blikka grænt þegar ping pakki barst svar, en rautt ef það barst ekki svar innan sekúndu. APinn var í glugga og ég laumaðist út úr húsi á meðan allir voru á þjóðhátíð í eyjum, með græna tölvu í einni hendi og loftnet í annari.
Best væri að gera einhverskonar kort þar sem styrkur merkisins er skráður niður á hverjum punkti fyrir sig. Það myndi samt aldrei ná í hælana á framleðslugæðunum á þessu myndskeiði sem newracom setti saman. Kannski seinna. En til gamans má geta að gönguferðin var töluvert lengri en ég átti von á.

Í gegnum 4 hæðir er ég að fá merki upp á -80dBm til -90dBm og u.þ.b 500kbps gagnahraða sem nægir þvottavél vel.

Hér eru svo myndir af útkomunni. Ég þarf að ganga betur frá access punktinum. Kannski kem ég fyrir halow kubbinum í routerinum mínum sem er með SPI tengi, það væri töff. Einnig ætla ég að setja upp þriðja halow kubbinn í bílskúrnum sem varasamband, sem er nú þegar tengdur með ubiquiti brú á 2.4Ghz.

photo_2022-08-11 17.42.04.jpeg
photo_2022-08-11 17.42.04.jpeg (145.37 KiB) Skoðað 1565 sinnum

photo_2022-08-11 17.42.07.jpeg
photo_2022-08-11 17.42.07.jpeg (162.57 KiB) Skoðað 1565 sinnum


Ef einhver hefur áhuga á þessu stöffi þá er hægt að kaupa pi HAT á sparkfun.com í augnablikinu. Þetta er nánast sami módúll og ég er með, bara öðruvísi tengi.
Síðast breytt af ekkert á Fim 11. Ágú 2022 18:39, breytt samtals 1 sinni.


AMDip boii


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2347
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 271
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024/2025)
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: WiFi á 866Mhz, eða hvernig ég nettengdi snjallþvottavélina

Pósturaf jonfr1900 » Fim 11. Ágú 2022 19:06

Þetta er eitthvað sem gæti hentað mér til þess að koma jarðskjálftagögnum yfir talsverða fjarlægð, þar sem WiFi hentar ekki nógu vel í það og jarðskjálftamælar senda aldrei meira en 1 til 3KB/sek frá sér. Sérstaklega þegar ég er kominn í nýtt kerfi og þarf ekki að keyra PC tölvu við búnaðinn (Raspberry Shake).




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 609
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 103
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: WiFi á 866Mhz, eða hvernig ég nettengdi snjallþvottavélina

Pósturaf dadik » Fim 11. Ágú 2022 21:36

Stórgott


ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3093
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 442
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: WiFi á 866Mhz, eða hvernig ég nettengdi snjallþvottavélina

Pósturaf hagur » Fös 12. Ágú 2022 01:52

Djöfulsins snilld.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3090
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 522
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: WiFi á 866Mhz, eða hvernig ég nettengdi snjallþvottavélina

Pósturaf Hjaltiatla » Fös 12. Ágú 2022 11:42

Færð internet stig frá mér :)


Just do IT
  √