Síða 2 af 2

Re: Auglýsingar í sjónvörpum

Sent: Lau 29. Júl 2023 21:28
af GuðjónR
Slökkva bara á netinu í sjónvarpið og málið dautt!

Re: Auglýsingar í sjónvörpum

Sent: Lau 29. Júl 2023 21:52
af jonfr1900
GuðjónR skrifaði:Slökkva bara á netinu í sjónvarpið og málið dautt!


Ég ákvað að endurstilla sjónvarpið og hætta með öll app þar. Ég á Strong android spilara sem dugar í þetta.

Re: Auglýsingar í sjónvörpum

Sent: Lau 29. Júl 2023 23:09
af Televisionary
Ég kaupi fúla ódýra panela eftir að hafa unnið þróun á E2E lausnum fyrir starfrænt sjónvarp í c.a. 20 ár og regla númer #1 er að nettengja aldrei tækin. Er að vinna með Mii 4K stick í augnablikinu heima. Meikaði ekki Apple TV 4K upprunalegu fjarstýringuna. Android TV er samt óttalegur bastarður, þetta tæki verður sluggish eftir c.a. viku, þurfti að setja upp sýndarvél með Android þróunartólunum sem getur loggað sig inn og endurræst draslið.

Ég fæ engar auglýsingar neins staðar. Bara gleði.

Re: Auglýsingar í sjónvörpum

Sent: Mán 31. Júl 2023 02:29
af jonfr1900
Televisionary skrifaði:Ég kaupi fúla ódýra panela eftir að hafa unnið þróun á E2E lausnum fyrir starfrænt sjónvarp í c.a. 20 ár og regla númer #1 er að nettengja aldrei tækin. Er að vinna með Mii 4K stick í augnablikinu heima. Meikaði ekki Apple TV 4K upprunalegu fjarstýringuna. Android TV er samt óttalegur bastarður, þetta tæki verður sluggish eftir c.a. viku, þurfti að setja upp sýndarvél með Android þróunartólunum sem getur loggað sig inn og endurræst draslið.

Ég fæ engar auglýsingar neins staðar. Bara gleði.


Ég var að vonast til þess að ég gæti notað Android TV boxið (frá Strong) en vandamálið þar er sú staðreynd að hljóðið dettur út stöku sinnum (það er engin lausn samkvæmt leit). Ég þarf víst að þola auglýsingar á meðan ég er í Danmörku (nokkrar vikur eftir hjá mér). Þó svo að ég stilli sjónvarpið á Ísland.

Það er mjög slæmt að græðgin er orðin svona rosaleg en þetta segir engu að síður um það hversu illa tæknigeirinn er staddur í dag. Þar sem krafna er stöðugt meiri hagnaður.