Síða 1 af 1

Litlir netskápar?

Sent: Fös 09. Des 2022 23:49
af GullMoli
Getið þið mælt með einverjum litlum vegg netskápum sem fást hérna heima? 6-8U á hæð helst.

Mér finnst þeir oft svo óheillandi, dýrir eða ég þarf að vera í reikningsviðskiptum til þess að geta keypt þá. Er alvarlega að íhuga að kaupa rails og setja í IKEA BESTÅ skáp, nema þeir eru nokkrum cm of stuttir og búnaðurinn stæði því út að aftan.

Re: Litlir netskápar?

Sent: Lau 10. Des 2022 00:13
af CendenZ
Öreind er með fína skápa og ekkert svo dýrir

Re: Litlir netskápar?

Sent: Lau 10. Des 2022 00:16
af Black
Fannst gott úrval í boði frá Intellinet í Tölvulistanum, og það ætti að vera lítið mál að sérpanta
https://tl.is/netbuna-ur/skapar.html

Edit:Var að meina að það var gott úrval áður, minna til núna.

Re: Litlir netskápar?

Sent: Lau 10. Des 2022 08:53
af Selsker
Smith og Norland er með flotta skápa

Re: Litlir netskápar?

Sent: Lau 10. Des 2022 13:02
af ZiRiuS
Ég ætlaði alltaf að kaupa lítinn skáp af https://navepoint.com

Re: Litlir netskápar?

Sent: Mán 12. Des 2022 15:18
af GullMoli
Fékk verð hjá Smith & Norland, þó þeir séu flottir þá er það svakalegt.

Endaði í þessum; https://www.amazon.de/-/en/gp/product/B ... UTF8&psc=1

15 þús komið heim og get smellt þessu inn í heimilislegan skáp í framtíðinni þegar rýmið sem þetta er í verður tekið í gegn :)