Hversu mikið streymi þolir sjónvarp? (talið í klukkutímum)


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2614
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 315
Staðsetning: Padborg, Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hversu mikið streymi þolir sjónvarp? (talið í klukkutímum)

Pósturaf jonfr1900 » Fös 21. Apr 2023 02:29

Ég setti upp og er að nota Sjónvarp Símans appið í Samsung Sjónvarpinu mínu (Q60T, 43") og ég er að velta því fyrir mér hversu marga klukkutíma á dag þetta þolir í notkun. Þar sem ég held að þetta sé ekki endilega gert fyrir margra klukkutíma notkun. Það er sá hluti vélbúnaðarins sem sér um það sem kemur yfir internetið. Það er væntanlega ekki það sama og sér um móttökuna á sjónvarpsmerkinu sem kemur yfir loftnet.

Þar sem streymið er að virka sæmilega í Samsung sjónvarpinu hjá mér. Þá get ég látið það ganga í marga klukkutíma (fréttastöðvar). Ástæðan fyrir því að ég fór að velta þessu fyrir mér er skortur á kælingu í bakhlið sjónvarpsins. Fyrir utan þessa einu rönd efst í bakhliðinni með loftgötum.

Þar sem Tizen appið virkar sæmilega í sjónvarpinu hjá mér (þetta er Beta útgáfa núna). Þá sé ekki fram á það að nota IPTV box frá Síminn í framtíðinni.Skjámynd

Henjo
Gúrú
Póstar: 586
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 203
Staða: Ótengdur

Re: Hversu mikið streymi þolir sjónvarp? (talið í klukkutímum)

Pósturaf Henjo » Fös 21. Apr 2023 03:44

Er sjónvarpið heitt að aftan? Er þetta ekki bara svipaður vélbúnaður og maður finnur í snjallsímum og spjaldtölvum, myndi ekki hafa alltof miklar áhyggjur.
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Hversu mikið streymi þolir sjónvarp? (talið í klukkutímum)

Pósturaf AntiTrust » Fös 21. Apr 2023 07:33

Þessi component er alveg bókað gerður til þess að ganga 24/7/365 í nokkur ár. Panellinn er líklega sá partur sem mun endast styðst í OLED tækjum.
Síðast breytt af AntiTrust á Fös 21. Apr 2023 07:36, breytt samtals 2 sinnum.Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5069
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 920
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hversu mikið streymi þolir sjónvarp? (talið í klukkutímum)

Pósturaf jonsig » Fös 21. Apr 2023 07:51

Það er ekki hægt að pæla í þessu. Það gæti drepist á morgun, þessvegna treystir maður á ábyrgðina.

Panellinn gefur góðann hita af sér en síðast en ekki síst hitna íhlutir sem koma að spennureglun en þeir geta vikað í mörg ár þótt þeir séu kringum 100°C.
Eina sem þú getur gert í þessu er að hafa ekki háan umhverfishita og hafa ekki herbergið fullt af rykiSkjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6442
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 297
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hversu mikið streymi þolir sjónvarp? (talið í klukkutímum)

Pósturaf gnarr » Fös 21. Apr 2023 09:41

eins og Henjo sagði, þá er þetta ARM örgjörvi með hardware decoder fyrir video. Þetta gefur frá sér álíka hita og farsími að spila video.


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2833
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 211
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Hversu mikið streymi þolir sjónvarp? (talið í klukkutímum)

Pósturaf CendenZ » Fös 21. Apr 2023 10:50

vandamálið er ekkert nýtt af nálinni og flestar veggfestingar leyfa passíft loftflæði. En hér áður voru menn að saga út veggi og setja sjónvarpið "inn" í vegginn eða skrúfa sjónvarpið í flútt við vegg og hitinn rauk upp og kassinn aftan á (d-laga sjónvörp) hitnaði allt of mikið. Hitadreifarinn er orðinn frekar stór eins og trjágrein sem dissipeitar hitann þannig þetta eru eldgamlar kreddur. Hitaröndin efst uppi hleypur heita loftinu út og neðst á því eru sennilega líka einhver göt sem soga kaldara loft inn. Auk þess eru nýju örgjörvarnir miklu öflugri í decóða vídjó merkið án þess að örgjörvinn fari á fullt

tldr: engar áhyggjur, þessi sjónvörp hafa ekkert hitnað af neinu viti í 10 ár :happy

ps ekki gera svona nema þú sért með frekar nýlegan skjá:
frame-your-tv-2.jpg
frame-your-tv-2.jpg (242.37 KiB) Skoðað 6161 sinnum
Síðast breytt af CendenZ á Fös 21. Apr 2023 10:55, breytt samtals 1 sinni.Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 744
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 177
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Hversu mikið streymi þolir sjónvarp? (talið í klukkutímum)

Pósturaf russi » Fös 21. Apr 2023 13:37

Held þú þurfir ekki að hafa sérstakar áhyggjur af þessu. Nú eru mörg Hótel sjónvörp sem taka inná sig multicast 24/7/365 í mörg ár og allt er fínt.Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7275
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1082
Staða: Tengdur

Re: Hversu mikið streymi þolir sjónvarp? (talið í klukkutímum)

Pósturaf rapport » Fös 21. Apr 2023 15:59

russi skrifaði:Held þú þurfir ekki að hafa sérstakar áhyggjur af þessu. Nú eru mörg Hótel sjónvörp sem taka inná sig multicast 24/7/365 í mörg ár og allt er fínt.


Hospitality línur og sérstakir display monitorar eru oft með einhverskonar tækni sem á að koma í veg fyrir allskonar.

Hospitality línur eru líka almennt ekki með neinum míkrafónum sem hlera umhverfið, skipanir "ok google" o.þ.h. uppá að þurfa ekki að taka ábyrgð á persónuvernd ef slíkt yrði hakkað.Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5580
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1049
Staða: Ótengdur

Re: Hversu mikið streymi þolir sjónvarp? (talið í klukkutímum)

Pósturaf appel » Fös 21. Apr 2023 20:51

Held að við værum búnir að heyra af því ef samsung sjónvörp væru að bræða úr sér.

Annars á alltaf að vera greitt loftflæði í kringum öll rafmagnstæki, og þetta er líklega tekið fram í manual um sjónvarpstækið þitt.


*-*


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2614
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 315
Staðsetning: Padborg, Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hversu mikið streymi þolir sjónvarp? (talið í klukkutímum)

Pósturaf jonfr1900 » Fös 21. Apr 2023 23:35

Það virðist ekki vera svo mikill hiti í kringum inntakið á netsnúrunni (þar sem hdmi portin og tengið fyrir loftnet og gervihnattasjónvarpið er).Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5580
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1049
Staða: Ótengdur

Re: Hversu mikið streymi þolir sjónvarp? (talið í klukkutímum)

Pósturaf appel » Lau 22. Apr 2023 00:03

Einnig, appið fór í gegnum um 4ja mánaða samþykktarferli hjá Samsung áður en það fór í loftið. Þeir eru með mjög ítarlegt prófunarferli á öppum, enda prófa þeir allt saman á tugum módela. Það verður bara að treysta því að þetta sé í lagi :)

Það er líka 5 klst líftími á spilun áður en spilun stoppar, það gæti breyst, en svo ertu með screensaver.


*-*

Skjámynd

rickyhien
Gúrú
Póstar: 562
Skráði sig: Lau 25. Maí 2013 20:39
Reputation: 29
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hversu mikið streymi þolir sjónvarp? (talið í klukkutímum)

Pósturaf rickyhien » Fim 18. Maí 2023 16:04

https://insights.samsung.com/2022/08/24 ... signage-2/

The TVs you plug in at home are engineered to run for perhaps eight hours a day (8/7), while professional displays such as the Samsung Pro TV are rated for double that (16/7), or even around-the-clock, seven days a week (24/7).


edit: held að sjónvörp fyrir heimilisnotkun séu prófað 8/7 en upplýsingaskjáir 16/7 eða 24/7
https://elko.is/vorur/samsung-55-bea-up ... 472/BE55AH
Síðast breytt af rickyhien á Fim 18. Maí 2023 16:10, breytt samtals 2 sinnum.