Síða 1 af 1

[ÓE] Tölvukassa fyrir marga harðadiska

Sent: Mán 29. Nóv 2021 14:04
af norex94
Daginn

Mig vantar tölvu kassa til að hýsa slatta af NAS diskum, ef þið eigið kassa sem er að safna ryki megið þið senda á mig.

Líka, ef þið vitið um einhvern góðan úr búð, má setja hér fyrir neðan.

Er að horfa á 6-10 3.5 diska pláss.

takk.

Mynd

Re: [ÓE] Tölvukassa fyrir marga harðadiska

Sent: Mán 29. Nóv 2021 15:56
af stinkenfarten
á einn fractal design r5, rykfrír, ekkert að honum. hvað myndiru bjóða í hann?

Re: [ÓE] Tölvukassa fyrir marga harðadiska

Sent: Fös 10. Des 2021 13:27
af norex94
UPP!

Re: [ÓE] Tölvukassa fyrir marga harðadiska

Sent: Fös 10. Des 2021 14:11
af sigurdur
Ég mæli alveg með Fractal Design Node 804. Hann er kubbslegur í laginu en að innan er honum skipt í tvennt. Öðru megin er MB og pláss í botni fyrir 2 diska (ssd eða hdd). Hinum megin eru tveir rekkar sem hægt er að taka út með plássi fyrir 4 hdd hvor. Innan á framhliðinni er svo pláss fyrir 2 ssd.

Ef þú ert mikið að hringla í innvolsinu er þessi ekki sá besti (ekkert hotswap og smá maus að koma öllu fyrir) en ég er með Unraid NAS í svona kassa og það fer merkilega lítið fyrir honum og ég er með 10 hdd og 2 ssd og fer vel um allt. Keypti minn nýjan í Tölvulistanum þegar þeir voru með útsölu einhvern tímann í fyrra. Sé ekki eftir því.

Re: [ÓE] Tölvukassa fyrir marga harðadiska

Sent: Fös 10. Des 2021 17:10
af andribolla

Re: [ÓE] Tölvukassa fyrir marga harðadiska

Sent: Mið 15. Des 2021 10:31
af kusi
Ég er með Cooler Master Silencio 650 sem ég tek úr notkun á næstu dögum.

Það er pláss fyrir sjö 3,5" diska - og nokkra til viðbótar ef 5,25" slottin eru notuð líka. Hljóðeinangraður og þéttur kassi. Lítur vel út.

https://www.coolermaster.com/catalog/le ... encio-650/