LCD skjár fyrir leikjatölvu

Skjámynd

Höfundur
Le Drum
Ofur-Nörd
Póstar: 210
Skráði sig: Sun 29. Sep 2002 00:19
Reputation: 22
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

LCD skjár fyrir leikjatölvu

Pósturaf Le Drum » Fim 06. Sep 2007 21:06

Góðan daginn tölvusnillingar.

Ég er að spá í einu, hvort nefnilega sé hægt að tengja XBOX og PS2 við "venjulegan" LCD skjá?

Er VGA stuðningur í þessum tveim tölvum?

Eða þarf ég að versla LCD-sjónvarp?

Einhver sem getur svarað þessu sem fyrst?


Q: Why can' t you get a cup of tea at Old Trafford?
A: All the mugs are on the field and all the cups are at Anfield.

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf urban » Fim 06. Sep 2007 21:32

þú getur tengt þessar tölvur við venjulegt sjónvarp.. þarf ekkert að vera lcd


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Prags9
Nörd
Póstar: 136
Skráði sig: Fim 09. Ágú 2007 18:58
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Prags9 » Fim 06. Sep 2007 21:52

Ég held ekki :/ Meina xbox og ps2 eru bara með scart dæmi :/
Held að þær séu ekki með dvi/vga stuðning.
En ég veit ekki 100%



Skjámynd

Höfundur
Le Drum
Ofur-Nörd
Póstar: 210
Skráði sig: Sun 29. Sep 2002 00:19
Reputation: 22
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Le Drum » Fim 06. Sep 2007 22:08

urban- skrifaði:þú getur tengt þessar tölvur við venjulegt sjónvarp.. þarf ekkert að vera lcd


Jamm vissi það þokkalega vel, en þar sem ég er að leita að "minni" lausn en túbuskjá (sem verður sinnum 4 nota bene og tekur leiðinlega mikið pláss) þá var ég að pæla í LCD skjá beint á vegg.

Og til þess að spara peninga þá var ég að pæla í hvort það væri hægt að tengja við VGA skjái (LCD ekki túbuhlunk).

Þannig að ég þarf sennilega að fjárfesta í LCD-sjónvarpi, ekki satt?


Q: Why can' t you get a cup of tea at Old Trafford?

A: All the mugs are on the field and all the cups are at Anfield.


TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf TechHead » Fös 07. Sep 2007 11:13

nei, þess þarftu ekki. Tölvuvirkni er t.d. að fá í hús núna um helgina hágæða 22 og 24" tölvuskjái frá BenQ með hdmi, component, DVI og VGA tengjum




Xyron
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Sun 09. Okt 2005 23:36
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Xyron » Fös 07. Sep 2007 14:51

verður þá helst að fá þér skjá með þessum tengjum fyrir..

eru svo ólík merki, að ef þú vilt breyta frá composite merki yfir í vga þá þarf að kaupa modulator sem er seldir hérna á íslandi á ca. 50.000

en til að breyta frá composite yfir í dvi þá er kostnaðurinn á slíkum búnaði að fara allt uppundir 150.000 ... er svo lítill eftirspurn eftir þessu að verðið á þessu er rosalegt..

fékk ég þessi verð uppgefinn frá elnet í hafnarfirði.. var einmitt sjálfur að hugsa um þetta :roll:




TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf TechHead » Fös 07. Sep 2007 17:45

Xyron skrifaði:.... til að breyta frá composite yfir í dvi þá er kostnaðurinn á slíkum búnaði að fara allt uppundir 150.000 ... er svo lítill eftirspurn eftir þessu að verðið á þessu er rosalegt..

fékk ég þessi verð uppgefinn frá elnet í hafnarfirði.. var einmitt sjálfur að hugsa um þetta :roll:


Look what i found :D Composite í DVI

...mikið rosalega leggur elnet á þetta :shock: