AMD fær enn meiri stuðning

Skjámynd

Höfundur
Bendill
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Lau 25. Okt 2003 03:06
Reputation: 0
Staðsetning: Mosfellsbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

AMD fær enn meiri stuðning

Pósturaf Bendill » Fös 27. Feb 2004 12:11

Jæja, þetta batnar og batnar fyrir AMD...

Cray fyrirtækið, sem sérhæfir sig í ofurtölvum, er að ganga frá kaupum á OctigaBay. OctigaBay er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að framleiða fjölörgjörva tölvur byggðar á AMD Opteron örgjörvum. Með þessum kaupum er Cray að falast eftir því að lækka kostnað á sínum vörum með notum á 64 bita "x86" örgjörvum. Í þeim orðum eru þeir að stóla á AMD og Opteron línuna í tilraun til að framleiða sparsamar ofurtölvur sem skila samt sama afli og getu. OctigaBay, staðsett í Vancouver, er að þróa fyrirbæri sem sumir kalla "direct link clustera" eða fjölörgjörva tölvu sem vinnur eins og tölvumengi "cluster" en er með beinni tengingu á milli örgjörva og minniseininga, þess vegna koma Opteron örgjörvar best til greina vegna "Hypertransport" og hraðskreiðra samskipta við minni. Þessar tölvur sem fyrirtækið er með í þróun munu geta hýst allt að 144 örgjörva í einu og verður vélin byggð upp af 12 örgjörvum í rekka, sett saman í einum skáp.

Þetta er stór skrautfjöður í hatt AMD því Cray er einn stærsti framleiðandi á ofurtölvum og einn sá virtasti og elsti...

Meiri upplýsingar fást hér:
http://zdnet.com.com/2100-1103-5165936.html


OC fanboy


wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1293
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Reputation: 35
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf wICE_man » Fös 27. Feb 2004 12:55

Cray hefur verið að gæla við Opteronana lengi enda henta þeir feikilega vel í tölvuklasa, innbyggða minnisstýringin veldur því að skölunin frá 1 yfir í 2 örgjörva vélum og frá 2 yfir í 4 osfv. er mun betri en annara örgjörva þar sem minnisstýringin er á móðurborðinu.



Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Fös 27. Feb 2004 14:32

BTW þótt það hafi átt heima í hinum umræðunum. Frá og með Service Pack 2 fyrir Windows XP verða tölvur með 64bit AMD örgjörvum öruggari en tölvur með Intel ögjörvum fram að seinni hluta 2005.




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Fös 27. Feb 2004 15:47

IceCaveman skrifaði:BTW þótt það hafi átt heima í hinum umræðunum. Frá og með Service Pack 2 fyrir Windows XP verða tölvur með 64bit AMD örgjörvum öruggari en tölvur með Intel ögjörvum fram að seinni hluta 2005.

Svona geturu ekki asagt án þess að útskýra nánar.



Skjámynd

Höfundur
Bendill
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Lau 25. Okt 2003 03:06
Reputation: 0
Staðsetning: Mosfellsbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Bendill » Fös 27. Feb 2004 15:55

gumol skrifaði:
IceCaveman skrifaði:BTW þótt það hafi átt heima í hinum umræðunum. Frá og með Service Pack 2 fyrir Windows XP verða tölvur með 64bit AMD örgjörvum öruggari en tölvur með Intel ögjörvum fram að seinni hluta 2005.

Svona geturu ekki asagt án þess að útskýra nánar.


Hann er að tala um þetta...


OC fanboy


gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Fös 27. Feb 2004 16:10

Ok.
IceCaveman skrifaði:BTW þótt það hafi átt heima í hinum umræðunum. Frá og með Service Pack 2 fyrir Windows XP verða tölvur með 64bit AMD örgjörvum öruggari en tölvur með Intel ögjörvum fram að seinni hluta 2005.

Hvað gerist seinni hluta ársins 2005? Ef þú ert að vona að tímasetningar Microsoft um "Longhorn" standist þá ertu mjög bjartsýnn!



Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Fös 27. Feb 2004 16:17

Hvað gerist seinni hluta ársins 2005? Ef þú ert að vona að tímasetningar Microsoft um "Longhorn" standist þá ertu mjög bjartsýnn!


nei ég er að tala um intel desktop örgjörva sem styðja þennan SP2 öryggisbúnað.




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Fös 27. Feb 2004 16:25

IceCaveman skrifaði:nei ég er að tala um intel desktop örgjörva sem styðja þennan SP2 öryggisbúnað.

Ég efast um að Intel fari að nota búnað frá AMD á sína örgjörva, ertu viss um að þeir ætli að gera það?

Intel er að þróa svipaðan búnað. Þótt stuðningur við hann verðir ekki innbyggður í SP2 þá er alveg mögulegt að hann komi fyrir 2005.



Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Fös 27. Feb 2004 16:47

Efastu um það? þeir eru nú þegar að fara að nota annan búnað frá AMD á sína örgjörva. Þeir kalla það kanski annað en það er eina vitið fyrir þá að styðja þann búnað sem Microsoft hefur verið að styðja.
Nei ég veit ekkert hvað intel ætla að gera en þeir eru ekki búnnir að tilkynna neina desktop örgjörva á næstunni sem styðja svipaða tækni og ef þeir gera það þá er það AMD að þakka.




wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1293
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Reputation: 35
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf wICE_man » Fös 27. Feb 2004 16:50

Þetta er einfaldur fídus, það væri í raun fáránlegt fyrir Intel að nota ekki samskonar búnað í sínum örgjörvum eins fljótt og auðið er, þó þeir þurfi að kingja smá stolti þá eru það margir vírusar og ormar sem nota "buffer overflow" til að brjótast inn á tölvur að það er ekki hægt að líta bara framhjá þessu. Ólíkt 64-bita eiginleikunum þá er þetta eitthvað sem mun strax hafa áhrif.




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Fös 27. Feb 2004 16:56

OK, semsagt ekki einhver búnaður sem AMD hefur einkaleifi á og Intel þurfa að kaupa frá þeim.

Þá get ég bara sett út á dagsetninguna. :? Ég sé ekki hvað seint árið 2005 tengist þessu.



Skjámynd

Höfundur
Bendill
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Lau 25. Okt 2003 03:06
Reputation: 0
Staðsetning: Mosfellsbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Bendill » Fös 27. Feb 2004 17:02

gumol skrifaði:OK, semsagt ekki einhver búnaður sem AMD hefur einkaleifi á og Intel þurfa að kaupa frá þeim.

Þá get ég bara sett út á dagsetninguna. :? Ég sé ekki hvað seint árið 2005 tengist þessu.


HVAÐ VAR ÞETTA? EINKALEIFI? HVAÐ ÞÝÐIR ÞAÐ?

OMG! what have I become?


OC fanboy

Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Fös 27. Feb 2004 17:04

Seint árið 2005 tengist þessu að því leiti að intel hafa ekki tilkynnt neina örgjörva sem fara í framleiðslu og munu nota þetta á næstunni, hvað sem þeir svo gera fyrir þann tíma hafa þeir ekki tilkynnt.




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Fös 27. Feb 2004 17:22

Þeir hafa ekki kynnt (mundi eftir y núna :D) í smátriðum alla örgjörva sem eiga að koma næstu 18 mánuðina svo við bíðum bara og sjáum.

Bendill: lol, orðinn eitthvað pirraður? :lol:
Einkaleyfi átti þetta að vera.



Skjámynd

Höfundur
Bendill
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Lau 25. Okt 2003 03:06
Reputation: 0
Staðsetning: Mosfellsbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Bendill » Fös 27. Feb 2004 17:35

gumol skrifaði:Þeir hafa ekki kynnt (mundi eftir y núna :D) í smátriðum alla örgjörva sem eiga að koma næstu 18 mánuðina svo við bíðum bara og sjáum.

Bendill: lol, orðinn eitthvað pirraður? :lol:
Einkaleyfi átti þetta að vera.


Afsakið, missti stjórn á mér þarna... :roll:


OC fanboy

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6432
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 293
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Fös 27. Feb 2004 21:17

hmm.. intel er nú að vinna í nýju steppingi af prescot. það var búist við að þetta ætti að vera í prescott fra´byrjun. ætli þeir skelli þessu ekki inn í næsta stepping


"Give what you can, take what you need."


dadik
Tölvutryllir
Póstar: 615
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 104
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf dadik » Lau 28. Feb 2004 01:05

hmm.. intel er nú að vinna í nýju steppingi af prescot. það var búist við að þetta ætti að vera í prescott fra´byrjun. ætli þeir skelli þessu ekki inn í næsta stepping


Þetta er nú aðeins stærri breyting en svo að hún sleppi inn í næsta stepping. Örgjövinn þarf núna að halda utan um hvaða segment eru datasegment og hver eru kóðasegment. Líklegast krefst þetta breytinga í memory managernum líka sem þýðir að núverandi chipset gætu ekki nýtt sér þennan möguleika. Spurning samt hvað kemur í næstu chipsettum frá intel.

En aftur á móti er þetta stórsniðug breyting. Sumir segja að hugmyndin sé ekki einusinni komin frá AMD heldur Microsoft. Af hverju? Jú, þetta leysir langstærstan hluta þeirra öryggisvandamála sem MS hefur verið að glíma við á einu bretti. Eftir að buffer overflow hverfa úr sögunni ætti öryggisholum í Windows að fækka verulega.

- dk




wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1293
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Reputation: 35
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf wICE_man » Lau 28. Feb 2004 13:28

HP voru að birta samanburð á nýju Opteron proliant serverum við samskonar XEON server og þeir eru ekkert að spara lofið á Opteroninn.

http://h18004.www1.hp.com/products/servers/benchmarks/dl145-webbench.pdf

Þetta kemur heim og saman við aðrar afkastamælingar sem ég hef séð svo stóra fréttin er bara að HP er farinn að nota Opteron. Ég bíð bara eftir að Dell fari sömu leið.....

....yeah right!



Skjámynd

Höfundur
Bendill
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Lau 25. Okt 2003 03:06
Reputation: 0
Staðsetning: Mosfellsbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Bendill » Mán 01. Mar 2004 14:04

mmmm.... HP Proliant DL145 2P.... Mig langar í... :P


OC fanboy


wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1293
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Reputation: 35
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf wICE_man » Þri 02. Mar 2004 15:52

Samkvæmt Ace's Hardware er mismunur nýja IA-32E (64-bita viðbæturnar sem intel nota AKA iAMD64) og AMD64 meðal annars sá að Intel hefur sleppt því að hafa buffer overflow vörn, ég skil ekki afhverju þeir þurftu að gera það þar sem þeir eru hvort eð er að nota megnið af AMD64 grunninum. Það eru bara fáein atriði ólík og meðal annars þetta.

Jæja, þeir vita meira um örgjörva en ég svo við skulum vona að þeir viti hvað þeir eru að gera.




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 615
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 104
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf dadik » Þri 02. Mar 2004 18:29

Þetta er skrítið því að öðru leyti eru AMD64 og IA-32E nákvæmlega eins. Þetta virðist vera eini fídusinn sem intel tók ekki yfir.

En mér finnst þetta skrítið því að þessi breyting hjá AMD kemur til með að loka á langflestar öryggisholur hjá Microsoft. Veit reyndar ekki hvernig staðan er með linux, en býst samt við því að kjarninn verði uppfærður til að geta nýtt sér fídusinn.

- dk




Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 979
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 40
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Hlynzi » Sun 07. Mar 2004 11:26

Það verður gaman að sjá hvernig örgjörva þróun heldur áfram gegnum 64 bita arkítektúrinn.

Ég segi nú, ef AMD væru ekki til, þá væru intel einhversstaðar að leika sér rétt undir gígariðinu, og framþróun væri ekki nærri því jafn mikil og hún reyndist vera.


Hlynur

Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Sun 07. Mar 2004 14:37

Hlynzi þá hefði fólk haft vit á því að skipta yfir á PowerPC.




wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1293
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Reputation: 35
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf wICE_man » Sun 07. Mar 2004 14:56

Kanski ekki, það muna flestir eftir því þegar alpha örgjörvarnir hömsuðu bestu PC örrana á öllum sviðum. Það var bara ekki nóg enda notkunin á PC-vélum svo yfirburðar mikil að fæstum dettur í hug að skipta yfir einfaldlega til að vera samhæfður við sem flesta og sem mestan aðgang að forritum.

Nýjustu PowerPC örrarnir eru samt að gera fína hluti, ná næstum því afköstum hröðustu P4 örranna og gætu tekið fram úr ef IBM stendur við áætlanir sínar:)



Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Sun 07. Mar 2004 15:32

Ein ástæðan fyrir því að Microsoft eru að skipta algjörlega yfir í managed code er að þá er ekkert mál fyrir þá að porta forritin sín og Longhorn yfir á PowerPC.