Hjálp við tölvukaup


Höfundur
mundi17
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Fim 18. Júl 2013 13:08
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hjálp við tölvukaup

Pósturaf mundi17 » Fim 18. Júl 2013 13:13

Hæhæ, nú er ég að fara að kaupa mér tölvu fyrir skólann í vetur og langaði að athuga hvort einhver hér væri til í að hjálpa mér við það? Er voðalega glær í þessum málum nefnilega ...
Ég þarf í rauninni bara góða tölvu sem getur höndlað word og excel, að horfa á bíómyndir og hanga á Facebook. Mun samt líklega þurfa að ná í einhver forrit og svona þegar lengra líður á námið svo hún verður að geta höndlað það líka.
Er búin að vera að skoða þessa: http://www.advania.is/vefverslun/vara/D ... -fartolva/
Vill helst ekki vera að kaupa dýrari en þessa.
Takk kærlega fyrir



Skjámynd

Demon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 365
Skráði sig: Þri 20. Jan 2004 20:13
Reputation: 10
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við tölvukaup

Pósturaf Demon » Fim 18. Júl 2013 13:44

Miðað við kröfurnar sem þú setur upp þá gætir þú auðveldlega keypt þér 5 ára gamla fartölvu sem ræður auðveldlega við þetta allt saman.



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1123
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 31
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við tölvukaup

Pósturaf mind » Fim 18. Júl 2013 14:00

Það er kannski aðeins of gamalt :)

En fyrir 130þús, sama hvert þú ferð þá færðu tölvu sem ræður við þetta allt auðveldlega.
Ekki vond hugmynd að kíkja á staðinn og fara höndum um gripinn, sjón og snerting segir töluvert um hvort manni líki vélin.
Sumir þola t.d. ekki viss lyklaborð á meðan aðrir dýrka þau o.s.f.