Vantar aðstoð með verð - HP Omen Fartölva


Höfundur
Sykurpabbi
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Mið 08. Júl 2015 13:40
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vantar aðstoð með verð - HP Omen Fartölva

Pósturaf Sykurpabbi » Þri 22. Feb 2022 23:08

Hæ Vaktarar,

Ég á eina eldri HP Omen Fartölvu síðan 2016.

Er kominn með desktop vél og alveg hættur að nota þessa svo að ég fór eitthvað að klóra mér í hausnum hvort að ég gæti komið þessu í verð.
Hún hefur reynst mér vel, þyrfti líklega að gera einhver test á henni til að sjá hvernig hún er að performa við suma leiki í dag - og einnig hvernig batterýið er halda þessa dagana.

En ef að þið hefður grunn hugmynd til að byrja með, bara svo að ég væri ekki dónalega hár í verði né að vera gripinn með brækurnar niðrum mig. (Já eða hvort að það er eitthvað virði þarna til að byrja með)

Allar ábendingar vel þegnar - og einnig ef að það vantar info að þá skal ég glaður grafa það upp.

HP OMEN 15-ax002na
15,6" (1920 x 1080)
Processor: Intel I7-6700HQ 2,6 GHz
Ram: 8gb DDR4 - 2133 SDRAM
GPU: NVIDIA GeForce GTX965M (4gb GDDR5 dedicated)
Storage: 128 GB SSD + 1 TB 7200 rpm SATA
Tengi:
1 x HMDI
1 x Headphone/microphone combo
1 x USB 2.0
2 x USB 3.0
1 x RJ45
1 x SD card reader

Mynd

Þakka fyrir mig :)




linked
Fiktari
Póstar: 81
Skráði sig: Mán 26. Feb 2018 00:06
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með verð - HP Omen Fartölva

Pósturaf linked » Mið 23. Feb 2022 22:32

20-40þ.

Hvernig er rafhlaðan?




Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með verð - HP Omen Fartölva

Pósturaf Mossi__ » Mið 23. Feb 2022 23:20

Ég myndi reyndar skjóta 40-60 eftir ástandi vélarinnar. 20 heldur lítið nema bara að batteríið sé alveg ónýtt og ástand vélar slappt.




Höfundur
Sykurpabbi
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Mið 08. Júl 2015 13:40
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með verð - HP Omen Fartölva

Pósturaf Sykurpabbi » Fim 24. Feb 2022 00:36

Rafhlaðan er ekki góð, en nú ekki "alveg" farin.
Sýnist ég vera að ná um 2,5-3 tímum í mjög væga vinnslu, aðalega að vafra eitthvað og smá hanga á Youtube.

Myndi svo segja að ástandið á vélinni er frekar gott - sérstaklega þar sem að hún búin að vera í góðri noktun daglega frá 2016-2019 og svo tilfallandi notkun eftir það.
Engar stórar rispur / höggskemmdir / nuddför og álíka að sjá.