Rykhreinsa tölvu - hvernig?
-
falcon1
Höfundur - vélbúnaðarpervert
- Póstar: 978
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 122
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Rykhreinsa tölvu - hvernig?
Ég er að spá í að nýta tækifærið á meðan ég er skjálaus að hreinsa aðeins tölvuna, ekki vanþörf á því. Ég er búinn að strjúka með örtrefjaklút yfir tölvukassann og þá sérstaklega kæligötin, það var hellingur af ryki þar, veit ekki hvort eitthvað fór aftur inn í tölvuna. Ég er að spá í hvernig ég geti rykhreinsað inni í tölvunni án þess að taka allt í sundur. Ég á svona https://www.amazon.sg/EACHPOLE-Photogra ... B086FKR8L9 fyrir að hreinsa linsur og slíkt, get ég notað það til að blása inn í tölvuna til að reyna að fjarlægja ryk ef eitthvað er?
-
Viggi
- Geek
- Póstar: 835
- Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
- Reputation: 136
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Rykhreinsa tölvu - hvernig?
Rafmagns air duster ætti að vera í skúffu allra tölvueigenda. Fara bara út með hana og bursta það sem er fast. Óþarfi að taka hana eithvað mikið í sundur nema kannski skjákortið
https://www.amazon.de/s?k=air+duster&cr ... _sb_noss_1
https://www.amazon.de/s?k=air+duster&cr ... _sb_noss_1
B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.
-
falcon1
Höfundur - vélbúnaðarpervert
- Póstar: 978
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 122
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Rykhreinsa tölvu - hvernig?
Er einhver hætta ef það hefur farið ryk inní gegnum lofthitinn þegar ég var að strjúka yfir hana? Ég opnaði tölvuna og sá nú enga rykkökla
Ég aftengdi áður en ég þreif og hún er enn aftengt á meðan ég er skjálaus
Ég aftengdi áður en ég þreif og hún er enn aftengt á meðan ég er skjálaus
Síðast breytt af falcon1 á Þri 02. Des 2025 13:48, breytt samtals 2 sinnum.
Re: Rykhreinsa tölvu - hvernig?
Ég hef alltaf bara notað loftpressu. Passa að fara ekki of nálægt með stútinn og halda viftum kyrrum. Virkar vel og aldrei neitt vesen.
-
drengurola
- has spoken...
- Póstar: 193
- Skráði sig: Fös 24. Apr 2020 16:00
- Reputation: 50
- Staða: Ótengdur
Re: Rykhreinsa tölvu - hvernig?
falcon1 skrifaði:Er einhver hætta ef það hefur farið ryk inní gegnum lofthitinn þegar ég var að strjúka yfir hana? Ég opnaði tölvuna og sá nú enga rykkökla
Ég aftengdi áður en ég þreif og hún er enn aftengt á meðan ég er skjálaus
Þú þarft ekkert að vera hræddur við þetta. Þetta dót er ekki eins viðkvæmt og það lítur út fyrir að vera. Það er lang best að blása lofti vel og vandlega yfir og undir allt þarna. Fara út á pall/svalir/hlað/tún og blása öllu í burtu. Ef þú ert með ryksíur í vélinni, fyrir viftunum, myndi ég þrífa þær líka. Það kemst alltaf ryk að þessu við venjulegar aðstæður, mishratt eftir atvikum, en það endar alltaf þannig. Ef þú ert með loftpressu skaltu fara varlega, ekki of nálægt, þær geta blásið ýmsu í burtu ef ekki er farið varlega, ekki bara ryki. Þú getur líka keypt þrýstiloft í öllum betri tölvuverzlunum - það er dýrasta leiðin, en ágæt. Svona rafknúin græja er langbest svona að meðaltali.
Ekkert vitlaust að taka vifturnar líka, gamall tannbursti eða eyrnapinnar eða hvað þér finnst best.
Þetta eru einu heimilisþrifin sem veita manni æðri tilgang.
Re: Rykhreinsa tölvu - hvernig?
Bara opna kassann og stinga ryksugu þarna inn. Búinn að gera í marga áratugi og aldrei vesen. Þú þarft ekki að hafa vélina alveg ryklausa, bara taka þetta mesta. Kannski ekki koma mikið við móðurborðið eða skjákortið.
-
Gemini
- Ofur-Nörd
- Póstar: 205
- Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
- Reputation: 43
- Staðsetning: 105
- Staða: Ótengdur
Re: Rykhreinsa tölvu - hvernig?
Alls ekki nota ryksugu, það eru mörg dæmi um mistök þegar það er gert. Loftpressa er langbest, næst líklega rafmagns air duster. Bara muna að setja putta í vifturnar svo þær fari ekki á yfirsnúning og skemmist.
Já og muna að nota eyrnatappa með þessum air dusterum. Það eru biluð hátíðnihljóð sem þú heyrir ekki frá þessu ef þú mælir með desibel mæli.
Já og muna að nota eyrnatappa með þessum air dusterum. Það eru biluð hátíðnihljóð sem þú heyrir ekki frá þessu ef þú mælir með desibel mæli.
Síðast breytt af Gemini á Fim 04. Des 2025 13:57, breytt samtals 1 sinni.