Fann "like new" ASUS ROG Strix Z690-A Gaming WiFi D4 móðurborð hjá seljanda með 100% feedback og yfir 1100 sölur.
Rak í rogastans að sjá verðið á borðinu miðað við hvað flott Z690/Z790 DDR4 borð eru að fara á þessa dagana, 92$ USD
Jújú ok *READ MORE* stóð á listing.... sem ég gerði.
Ahh andsk memory slot vesen, "B1 & B2 Slot not working"....sem mér fannst skrýtið þarsem borðin eru jú passive hluturinn í stóra samhenginu og engir bognir pinnar sjáanlegir í CPU socket né sjáanlegar rispur á borðinu (rofin trace) kringum CPU socket.
Ákvað að senda línu á seljandann og spyrja hvernig hann vissi að B1/B2 væru biluð.
Hann sendi mér þessa mynd og sagði "Please see picture, the slots are not available for use"

Þið getið væntanlega ímyndað ykkur hvað ég gerði næst

