Síða 1 af 1
Hvaða fartölvu fyrir skóla og leik?
Sent: Lau 23. Ágú 2025 11:54
af GuðjónR
Jæja, örverpið er að byrja framhaldsskóla og þarf fartölvu. Hann vill
ekki Mac (nei, ég skil það ekki heldur). Ég sá þessar í Costco, veit ekki með gæðin en hef sjálfur átt tvær Lenovo Yoga sem dóu í kringum tveggja ára aldurinn, er því ekki of bjartsýnn.
- Lenovo IdeaPad 83BG002GMX – Létt, 1.89 kg. Rafhlaða ~11 klst, 1TB SSD, Wi-Fi 6E. Örugglega ágæt í létta vinnslu en varla meira en það. Verð: 130.000 ISK, eftir afslátt: 120.000 ISK.

- IMG_5958.jpeg (2.26 MiB) Skoðað 1735 sinnum

- IMG_5957.jpeg (2.21 MiB) Skoðað 1735 sinnum

- IMG_5961.jpeg (2.72 MiB) Skoðað 1735 sinnum
- Lenovo LOQ 83JC0023MX-C – Hraður 144Hz skjár, RTX 4050, meira RAM. Rafhlaða ~7 klst. Frekar þung eða 2.38 kg. Verð: 200.000 ISK, eftir afslátt: 150.000 ISK.

- IMG_5954.jpeg (2.28 MiB) Skoðað 1735 sinnum

- IMG_5955.jpeg (2.17 MiB) Skoðað 1735 sinnum

- IMG_5956.jpeg (2.29 MiB) Skoðað 1735 sinnum
Einhver sem hefur reynslu af þessum eða veit um
aðra hagkvæma valkosti sem gætu enst í skólann næstu 4 árin?
Re: Hvaða fartölvu fyrir skóla og leik?
Sent: Lau 23. Ágú 2025 13:07
af Hjaltiatla
Úff... ég gæti ekki þessi lyklaborð. Sjálfur myndi ég frekar skoða Thinkpad vélar (meira að segja refurbished eða notaða ef þú ert fastur í einhverju budgeti) og passa að batteríið er gott.
Re: Hvaða fartölvu fyrir skóla og leik?
Sent: Lau 23. Ágú 2025 14:42
af TheAdder
Hjaltiatla skrifaði:Úff... ég gæti ekki þessi lyklaborð. Sjálfur myndi ég frekar skoða Thinkpad vélar (meira að segja refurbished eða notaða ef þú ert fastur í einhverju budgeti) og passa að batteríið er gott.
Sammála, ThinkPad er allt annar klassi, ég er með 5-6 ára Thinkpad L390 Yoga, sem stendur sig eins og hetja ennþá (reyndar að keyra linux á henii). Thinkpad lyklaborðin eru líka mjög fín.
Re: Hvaða fartölvu fyrir skóla og leik?
Sent: Lau 23. Ágú 2025 17:37
af rapport
Gæti næstum fengið þrjár Elitebook 840 g7 10310u 16gb minni og 500gb hjá Fjölsmiðjunni fyrir sama pening...
Re: Hvaða fartölvu fyrir skóla og leik?
Sent: Sun 24. Ágú 2025 09:04
af Hjaltiatla
T.d myndi ég sjálfur frekar skoða þessa , færð miklu betri vél fyrir aurinn
https://bland.is/til-solu/raftaeki/tolvur-og-fylgihlutir/thinkpad-p16s-fartolva/5160516/Samt ekki hentug leikjavél.
Re: Hvaða fartölvu fyrir skóla og leik?
Sent: Sun 24. Ágú 2025 12:30
af jericho
Skoða hjá Fjölsmiðjunni all day
Re: Hvaða fartölvu fyrir skóla og leik?
Sent: Sun 24. Ágú 2025 21:52
af Skari
Er fjölsmiðjan að selja fartölvur ? sé ekkert um það á síðunni hjá þeim
Re: Hvaða fartölvu fyrir skóla og leik?
Sent: Mán 25. Ágú 2025 15:31
af litli_b
Skari skrifaði:Er fjölsmiðjan að selja fartölvur ? sé ekkert um það á síðunni hjá þeim
Frá því sem ég skil sýna þeir ekki vörurnar á neinnri vefsíðu, allavega ekki tölvuvörur. Fjölsmiðjan á Akureyri, allavega síðast þegar ég var þar, var basically bara walk in, look around og finndu eitthvað.
Annars skilst mér að sé mjög fínt úrval af tölvuvörum. Þarft bara að reyna kíkja reglulega og vona að þú sért heppinn!
Re: Hvaða fartölvu fyrir skóla og leik?
Sent: Mið 27. Ágú 2025 10:48
af gilli666
Ég segji að þú einblýnir 100% á að tölvan sé fyrir tölvuleiki því allar tölvur höndla microsoft office og google docs.
En þá er tölvan ekki að fara að "looka" fyrir skólan svo þú verður mögulega með aðeins þykkari tölvu fyrir vikið. Það er trade-offið.
Staðreyndin er að leikjafartölvur kljást mest við kælivesen. Sérstaklega þessar sem eru örþunnar því loftflæði er svo lélegt í þeim í nafni þunnleikans.
Þarft að spyrja sjálfan þig hversu mikið þetta skiptir þér máli.