Síða 1 af 1

Intel Arc Pro á Íslandi?

Sent: Mið 17. Sep 2025 22:12
af haffi210
Veit einhver hvort þessi kort verða til sölu hér á landi?

Re: Intel Arc Pro á Íslandi?

Sent: Mið 17. Sep 2025 22:43
af Gemini
Intel eru með 0% markaðshlutdeild á fyrstu 6 mánuðum ársins á GPU's þess stundina. Hálf efast um að einhver flytji inn svona nema mögulega í sérpöntunum tbh.

Af forvitni, afhverju ertu að pæla í þessum kortum? Manni grunar að þetta verði aðallega selt með svona ódýrari tegundunum af premade tölvum frá stóru aðilunum.

Re: Intel Arc Pro á Íslandi?

Sent: Mið 17. Sep 2025 23:54
af Klemmi
B50 Pro til hjá birgja úti, B60 Pro væntanlegt.

B50 Pro sýnist mér að væri hægt að bjóða á 64.900kr, afhendingartími 3-5 virkir dagar m.v. núverandi lagerstöðu.

Re: Intel Arc Pro á Íslandi?

Sent: Fim 18. Sep 2025 12:49
af Gemini
Ég skil ekki hver eftirspurnin er eftir þessu. B50 Pro er svipað performance og 2070 samkvæmt techpowerup (en meira minni auðvitað). Meira að segja nvidia 5050 kortin eru 25% hraðari. 4060 26% hraðari and so on.

Fyrir þennan pening ertu kominn langleiðina í nýtt 5060ti kort sem er 84% hraðara, betri drivers, meira global support og margt fleira.

Re: Intel Arc Pro á Íslandi?

Sent: Fim 18. Sep 2025 13:07
af TheAdder
Gemini skrifaði:Ég skil ekki hver eftirspurnin er eftir þessu. B50 Pro er svipað performance og 2070 samkvæmt techpowerup (en meira minni auðvitað). Meira að segja nvidia 5050 kortin eru 25% hraðari. 4060 26% hraðari and so on.

Fyrir þennan pening ertu kominn langleiðina í nýtt 5060ti kort sem er 84% hraðara, betri drivers, meira global support og margt fleira.


B50 Pro er 70W kort, sem getur verið mjög ákjósanlegt, kort sem þarf ekki meira afl en fæst úr PCIe raufinni.

Re: Intel Arc Pro á Íslandi?

Sent: Fim 18. Sep 2025 15:43
af haffi210
Gemini skrifaði:Af forvitni, afhverju ertu að pæla í þessum kortum? Manni grunar að þetta verði aðallega selt með svona ódýrari tegundunum af premade tölvum frá stóru aðilunum.



Ég myndi er ekki að fara nota þessi kort í tölvuleiki, enda eru þau ekki hönnuð fyrir það heldur frekar workstation, eins og B50 Pro er 16gb 70W kort sem getur verið spennandi í "home lab" servera til að keyra LLM og video streymi fyrir plex.

Re: Intel Arc Pro á Íslandi?

Sent: Fös 19. Sep 2025 15:14
af Templar
Þetta er vinsælasta Workstation GPUið hjá Newegg í USA. Þetta er að seljast ágætlega.